13. desember 2006 kl. 16:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis fundargerð 9. fundar200611166
Til máls tóku: RR og MM.%0DÓskað er eftir því að starfsleyfisskilyrði fyrir Borgarplast hf. verði send bæjarfulltrúum.%0DFundargerð 9. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram.
2. Strætó bs fundargerð 85. fundar200611203
Til máls tóku: HSv og JS.%0DFundargerð 85. fundar Stætó bs. lögð fram.
3. Sorpa bs. fundargerð 231. fundar200612007
Fundargerð 231. fundar Sorpu bs. lögð fram.
5. Samband ísl. sveitarfélaga fundargerð 738. fundar200612034
Fundargerð 738. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram.
Almenn erindi
6. Tilnefning varamanns S lista í íþrótta- og tómstundanefnd200612129
Staðfest tillaga um að Guðbjörn Sigvaldason verði 1. varamaður í íþrótta- og tómstundanefnd í stað Valdimars L. Friðrikssonar.
7. Fjárhagsáætlun 2007 - Fyrri umræða200611156
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana fyrir árið 2007. Bæjarráð vísaði á 804. fundi sínum áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri fór all ítarlega yfir fyrirliggjandi rekstrar- og fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2007 og gerði grein fyrir helstu atriðum s.s. rekstri, eignabreytingum, þróun sjóðsstreymis o.fl. %0DBæjarstjóri þakkaði að lokum öllum forstöðumönnum sem komu að vinnu við undribúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007 fyrir framlag þeirra.%0D%0DForseti og þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku þökkuðu bæjarstjóra og forstöðumönnum bæjarins fyrir framlag þeirra til þeirrar fjárhagsáætlunar sem nú liggur fyrir.%0D%0DTil máls tóku: RR, JS, HBA, MM, KT og HSv.%0D%0D%0DFulltrúi B- lista Framsóknarflokks gerir eftirfarandi tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2007.%0D%0D1.Tillaga %0DLagt er til að fjármunum verði varið til að hanna varanlega framtíðarlausn í húsnæðismálum fyrir Reykjakot og kappkostað að hraða uppbyggingu framtíðar húsnæðis skólans. Lóð leikskólans verði lagfærð á árinu 2007.%0D%0DGreinargerð%0DÍ fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir 12.000.000.kr útgjöldum vegna eldhúss, viðhalds og lóðar leikskólans Reykjakots. Fulltrúi B-listans telur að þessum fjármunum hvað varðar smíði eldhúss í gamalt húsnæði sé illa varið og nær sé að leggja fjármagn í framtíðarlausn á húsnæðisvanda skólans. %0DLausum kennslustofum var komið fyrir á lóð skólans til bráðabirgða fyrir u.þ.b. tíu árum síðan og því löngu orðið tímabært að finna framtíðarlausn á húsnæðisvanda skólans og því ekki skynsamlegt að verja 12.000.000 kr. til viðhalds á gömlum úr sér gengnu bráðbirgðarhúsnæði. %0D%0D2.Tillaga%0DMeð vísan til skólaskyldu grunnskólabarna leggur fulltrúi B-listans til að skólamáltíðir grunnskólabarna verði fríar.%0D%0DGreinagerð%0DTillaga þessi stuðlar að jöfnuði á milli grunnskólaskólabarna innan sveitarfélagsins og tryggir hún nemendum bæjarins næringaríka og holla fæðu. %0D%0D3.Tillaga%0DMikilvægt er að auka fjárhagslegt sjálfstæði og svigrúm grunnskóla bæjarins. Í því skyni er lagt til að aukið verði við fjármagn til grunnskóla bæjarins til að auka sjálfstæði þeirra og svigrúm t.d. til að þeir geti komið á móts við ófyrirsjáanleg útgjöld skólanna. Lagt er til að skólaskrifstofa geri tillögu að upphæð þessari.%0D%0DGreinargerð%0DMikilvægt er að í fjárhagsáætlun til grunnskóla bæjarins sé gert ráð fyrir ófyrirsjáanlegum útgjöldum skólanna. Útgjöld grunnskóla bæjarins taka mið af fjölda nemenda og þurfi skólinn að standa straum af ófyrirsjáanlegum útgjöldum t.d vegna veikinda kennara eru þau útgjöld tekin af áætluðum útgjöldum til almennrar kennslu nemenda. %0D%0D4.Tillaga%0DLagt er til að teknar verði upp eftirfarandi frístundagreiðslur:%0DForeldrar barna á aldrinum 6-18 ára fái stuðning allt að 20.000 kr. á fjárhagsárinu 2007 30.000 kr. á fjárhagsárinu 2008 og 40.000 kr. á fjárhagsárinu 2009 sem renna skulu til niðurgreiðslu félagsgjalda þar sem það á við. Skilyrði fyrir frístundagreiðslum verða m.a. eftirfarandi:%0D1. Að barn eigi lögheimili í Mosfellsbæ%0D2. Að barnið iðki /taki þátt í íþróttum og eða /- tómstundum hjá viðurkenndu félagi á ársgrundvelli.%0D3. Við greiðslu æfingagjalda komi styrkurinn til frádráttar þátttökugjaldi. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en æfingagjöld viðkomandi íþróttagreinar/tómstunda.%0D%0DNánari tillögur að útfærslu á reglum verið í höndum Íþrótta- og tómstundanefndar bæjarins.%0D%0DGreinargerð%0DB-listinn hefur um árabil ítrekað gildi íþrótta- og tómstundastarfs sem forvörn. Mikilvægt er að öll börn hafi sama möguleika á að stunda og taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi án tillits til stöðu og efnahags foreldra. Tillaga þessa efnis var fyrst flutt af fulltrúum B-listans á 414. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem haldinn var miðvikudaginn 2. mars 2005. %0D%0D5.Tillaga%0DFulltrúi B-lista gerir tillögu um að aukið verði við fjármagn til ferðaþjónustu fatlaðra til að ná fram jöfnuði milli fatlaðra einstaklinga sem búa í Mosfellsbæ og þeirra sem búa í nágranna sveitarfélögunum. %0D%0DGreinagerð%0DLjóst er samkvæmt athugunum að fatlaðir einstaklingar í Mosfellsbæ njóta lakari ferðaþjónustu en er veitt í nágrannasveitarfélögunum og því nauðsynlegt að bæta þar um strax á árinu 2007 og að fullum jöfnuði eða betri þjónustu verði náð á árinu 2008. %0D%0D6.Tillaga%0DFulltrúi B-lista gerir að tillögu sinni að gerð verði þjónustukönnun /úttekt af óháðum sérfróðum aðila á þjónustu Mosfellsbæjar við skjólstæðinga félagsþjónustu Mosfellsbæjar. Lagt er til að til þessa verkefnis verði varið kr 2.000.000 á fjárhagsáætlun ársins 2007.%0D%0DGreinagerð%0DFélagsþjónusta Mosfellsbæjar hefur legið undir ámælum fyrir að veita lakari þjónustu en gert er í nágranna sveitarfélögunum. Óviðundandi er fyrir félagsþjónustu Mosfellsbæjar að liggja undir þessum ámælum og þess vegna er mikilvægt að gerð verði úttekt á stöðu og þjónustu málaflokksins af óháðum aðilla. Einnig að gerður verði samanburður á þeim reglum sem gilda hjá öðrum félagsþjónustum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessar kannana verði síðan hafðar til hliðsjónar við endurskoðun á reglum Mosfellsbæjar hvað málaflokkinn varðar og tekið verði tillit til niðurstaðna þeirra við fjárhagsáætlanagerð 2008. %0D%0DMarteinn Magnússon%0DBæjarfulltrúi B-listans%0D%0D%0DTillögur bæjarfulltrúa Samfylkingar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007 við fyrri umræðu.%0D%0D1. Fasteignaskattur A lækki um 5% frá fyrirliggjandi tillögu þannig að álagningaprósentan verði 0,214%.%0DMeð vísan í tillögu okkar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006 um að fasteignaskattur í krónutölu verði ekki hærri en á árinu 2005 af íbúðarhúsnæði,teljum við að því marki verði náð með þessari tillögu. Ástæða þessa er hin gífurlega hækkun á fasteignamati sem átt hefur sér stað á undanförnum árum.%0D%0D2. Að 9. tíminn í leikskólavistun á 5 ára deildum verði einnig gjaldfrjáls.%0DVið fögnum tillögu meirihlutans um niðurfellingu leikskólagjalda á 5 ára deildum leikskólanna enda er þarna tekin upp tillaga Samfylkingar við fjárhagsáætlanagerð ársins 2006 sem og að Samfylkingin var eini flokkurinn sem var með þessa stefnu á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar í vor.%0DHins vegar sjáum við ekki ástæðu til þess að tekið skuli gjald af níunda tímanum.%0D%0D3. Að leikskólagjöld lækki um 10% miðað við fyrirliggjandi tillögu í fjárhagsáætlun og taki ekki hækkunum á árinu 2007 eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætluninni. Jafnframt verði á árinu unnin áætlun um gjaldfrjálsan leikskóla í áföngum sem að fullu verði komið til framkvæmda á árinu 2010.%0D%0D4. Að gjaldskrár skólamáltíða í grunn- og leikskólum verðið ekki hærri en svo að gjaldið standi undir hráefniskostaði.%0D%0D5. Félagslegum leiguíbúðum verði fjölgað á árinu 2007 og gert verði ráð fyrir fjármunum til þessa í fjárhagsáætluninni.%0DSamkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja hefur umsækjendum á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði fjölgað verulega á þessu ári. Einnig má benda á að fjöldi félagslegra leiguíbúða í eigu bæjarins er sá sami og hann var á árinu 2002.%0DÁ milli umræðna um fjárhagsáætlunina verði embættismönnum falið að gera áætlun um hvernig þessum biðlistum verði mætt og þar með fjölda íbúða sem fjárfest verði í á árinu 2007 og gera tillögu að breytingu á fjárhagsáætluninni í samræmi við það.%0D%0D6. Reglur um niðurgreiðslur leikskólagjalda verði endurskoðaðar einkum með tilliti til ákvæða um að báðir foreldrar skuli vera í námi til að eiga rétt á niðurgreiðslum þ.e. að nægjanlegt sé að annað foreldrið sé í námi til að eiga þann rétt. Gert verði ráð fyrir fjármunum til þessa í fjárhagsáætluninni. Áætlað verði fyrir þessum kostnaði á milli umræðna um áætlunina.%0D%0D7. Félagsleg heimaþjónusta vegna aldraðra, fatlaðra og sjúkra verði gjaldfrjáls.%0D%0DJónas Sigurðsson %0DHanna Bjartmars Arnardóttir %0Dbæjarfulltrúar S-listans%0D%0D%0DSamþykkt með sjö atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 20. desember nk.
Fundargerðir til staðfestingar
8. Atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar - 64200611027F
64. fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
9. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 803200611028F
803. fundargerð bæjarráðs Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
9.1. Nýtt eldhús við Reykjakot 200610153
Áður á dagskrá 798. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarverkfræðings og forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs. Umsögn meðfylgjandi.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 803. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
9.2. Fjárhagsáætlun 2007 200611156
Fjármálastjóri leggur fram minnisblaðið, forsendur áætlaðra skatttekna vegna ársins 2007.%0DEinnig gerir bæjarverkfræðingur munnlega grein fyrir helstu atriðum áætlaðrar eignfærðrar fjárfestingar vegna ársins 2007.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.%0DDrög að forsendum vegna skatttekna og vegna eignfærðrar fjárfestingar sem lögð voru fram á 803. fundi bæjarráðs.
9.3. Leirvogstunga, framkvæmdaleyfi, svæði 3 og 1 200611013
Áður á dagskrá 454. fundar bæjarstjórnar. Hér er lagt fram minnisblað bæjarritara til kynningar á áorðinni breytingu á 8. grein samnings milli Leirvogstungu ehf og Mosfellsbæjar.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Ragnheiður Ríkharðsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðs.%0DLagt fram.
9.4. Erindi Lögfræðiþjónustunnar varðandi landnúmer lóðar úr landi Hrísbrúar. 200611054
Áður á dagskrá 801. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarritara. Umsögnin er hjálögð.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 803. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
9.5. Rekstraryfirlit janúar-september 2006 200611202
Fjármálastjóri leggur fram minnisblað varðandi rekstraryfirlit janúar til september 2006.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.6. Golfklúbburinn Kjölur, ummsókn um endurnýjun áfengisveitingaleyfis 200608146
Bæjarritari leggur til að samþykkt verði endurnýjun áfengisveitingaleyfis til Golfklúbbsins Kjalar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 803. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
9.7. Erindi Pálmatrés ehf varðandi álögð gatnagerðargjöld 200611092
Erindi Pálmatré ehf þar sem óskað er skoðunar á samþykkt byggingarleyfisteikninga varðandi álagningu gatnagerðargjalda. Hjálagt er minnisblað bæjarritara.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
9.8. Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi uppgræðslu á Mosfellsheiði,Hengilssvæði og nágrenni 200611164
Erindi Landgræðslunnar þar sem óskað er samstarfs varðandi uppgræðslu á Mosfellsheiði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 803. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
9.9. Staða viðræðna Félags ísl. náttúrufræðinga við launanefnd sveitarfélaga 200611167
Bæjarstjóri kynnir stöðu kjaraviðræðna Launanefndar sveitarfélaga og Félags ísl. náttúrufræðinga.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.10. Erindi Samtaka um betri byggð v. þjóðvegi í nágrenni höfuðborgarsvæðsins 200611169
Erindi Samtaka um betri byggð varðandi öryggi stofnbrauta o.fl.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.11. Samstarf um uppbyggingu og rekstur á búsetuúrræðum og þjónustu fyrir eldri borgara 200611173
Erindi Nýsis ehf. og Liðsinnis ehf varðandi samstarf um uppbyggingu og rekstur á búsetuúrræðum og þjónustu fyrir eldri borgara þar sem lýst er hugmyndafræðí fyrirtækjanna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 803. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
9.12. Umsókn Kyndils um leyfi til flugeldasýningar 200611195
Árlegt erindi Kyndils varðandi leyfi til flugeldasýninga um áramót og á þrettánda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 803. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
9.13. Umsókn Kyndils um staðsetningu flugeldasöluskúrs 200611196
Árlegt erindi Kyndils varðandi bráðabirgðaleyfi til staðsetningar á flugeldasöluskúr.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 803. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
10. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 804200612004F
804. fundargerð bæjarráðs Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
10.1. Fjárhagsáætlun 2007 200611156
Áður á dagskrá 802. fundar bæjarráðs þar sem drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 var vísað til kynningar í nefndum bæjarins. %0DHér er fjárhagsáætlunin fyrir árið 2007 lögð fram í heild sinni með greinargerðum, áætlun um rekstur- og efnahag ásamt eignfærðri fjárfestingu.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar og stofnana fyrir árið 2007 er sérstakur og síðasti dagskrárliður á dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar og vísast til hans hvað varðar fyrri umræðu í bæjarstjórn.
10.2. Erindi Pálmatrés ehf varðandi álögð gatnagerðargjöld 200611092
Erindi Pálmatré ehf var áður á dagskrá 803. fundar bæjarráðs þar sem því var frestað, en þar liggur fyrir minnisblað bæjarritara.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 804. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
10.3. Erindi Hákonar Ísfeld v. Engjaveg 20 200611115
Erindið var áður á dagskrá 802. fundar bæjarráðs þar sem því var vísað til umsagnar bæjarverkfræðings. Umgögn bæjarverkfræðings liggur nú fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 804. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
10.4. Ósk um viðræður um lóð undir atvinnustarfstarfsemi f. RP Consulting og Plastiðjuna 200611204
Erindi RP Consulting ehf og Plastiðjunnar ehf þar sem óskað er eftir viðræðum um mögulega lóð í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 804. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
10.5. Íþróttasvæðið að Varmá - gervigrasvöllur 200612024
Minnisblað bæjarverkfræðings varðandi framkvæmdir við gervigrasvöll.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.6. Erindi varðandi leiguíbúð "Trúnaðarmál" 200608173
Viðbótarerindi hefur borist og mun bæjarstjóri kynna innihald þess á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 804. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
10.7. Erindi Frjálsa fjárfestingabankans varðandi lóðir við Skálahlíð 200612001
Erindi Frjálsa fjárfestingarbankans varðandi lóðir við Skálahlíð úr landi Hulduhóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 804. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
11. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 73200611009F
73. fundargerð fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
11.1. Fjárhagsáætlun 2007 200611156
Niðurstaða þessa fundar:
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 73. fundi fjölskyldunefndar lögð fram.
11.2. Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2007 200611001
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.3. Gjaldskrár fjölskyldusviðs frá 1.1. 2007 200611146
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.4. Reglur á fjölskyldusviði 200611155
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: RR og JS.%0DFramlagðar breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð og úthlutun félagslegra íbúða staðfestar með sjö atkvæðum.
12. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 74200611030F
74. fundargerð fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
12.1. Rannsóknir og greining ehf. Hagir og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ. Niðurstöður rannsókna vorið 2006 200612002
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.2. Stefna og framkvæmdaáætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 200611215
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.3. Jafnréttisáætlanir stofnana Mosfellsbæjar 200611213
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.4. Jafnréttismál, fræðslufundur Jafnréttisstofu með forstöðumönnum Mosfellsbæjar 200611214
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 174200611022F
174. fundargerð fræðslunefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
13.1. Fjárhagsáætlun 2007 200611156
Niðurstaða þessa fundar:
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 174. fundi fræðslunefndar lögð fram.
13.2. Ársskýrsla grunnskólasviðs. 200611117
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
13.3. Bréf Menntamálaráðuneytisins varðandi fjölgun nemenda í raunvísindum og raungreinum. 200611088
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
13.4. Fyrirspurn menntamálaráðuneytis varðandi Vinaleið 200611125
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
13.5. Erindi Heimili og skóla varðandi "Vinaleið" 200611099
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
14. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 116200611023F
116. fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
14.1. Bréf frá Aftureldingu vegna afnota af tímum í íþróttamannvirkjum Mosfellsbæjar 200611120
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 116. fundar íþrótta- og tómstundanefndar staðfest með sjö atkvæðum.
14.2. Styrkur til skíðadeildar KR 200611119
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 116. fundar íþrótta- og tómstundanefndar staðfest með sjö atkvæðum.
14.3. Fjárhagsáætlun 2007 200611156
Niðurstaða þessa fundar:
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 116. fundi íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram.
14.4. Ársskýrsla Vinnuskóla Mosfellsbæjar 2006 200611116
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
14.5. Erindi Íþróttafélags fatlaðra og þroskaheftra varðandi styrk 200611113
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 116. fundar íþrótta- og tómstundanefndar staðfest með sjö atkvæðum.
15. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 185200611029F
185. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.%0DKarl Tómasson forseti vék af fundi undir afgreiðslu þessarar fundargerðar og fyrsti varaforseti tók við stjórn fundarins.%0DJóhanna B. Magnúsdóttir tók sæti Karls Tómassonar.
15.1. Fyrirspurn um deiliskipulag í Æsustaðalandi, landnr. 176793 og 176795 200611030
Fyrirspurn dags. 1. nóvember frá Sigrúnu Helgu Jóhannsdóttur hdl. f.h. Helga Freys Sveinssonar og Hilmars Egils Jónssonar, kaupsamningshafa að tæplega 10 ha úr landi Æsustaða í Mosfellsdal, m.a. um það hvort möguleiki sé á að landeigendur fái samþykkt deiliskipulag á landinu. Bæjarráð vísaði erindinu þann 9. nóvember 2006 til nefndarinnar til umsagnar.%0DFrestað á síðasta fundi
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
15.2. Vindhóll - Beiðni um breytingu á skipulagi 200610207
Erindi Garðars Hreinssonar f.h. Fríðuhlíðar ehf., dags. 31. október 2006, þar sem óskað er eftir því að deiliskipulagi landsins, sem er 5,6 ha, verði breytt úr lögbýli með einu íbúðarhúsi og hesthúsi í fjórar lóðir með íbúðarhúsi og hesthúsi á hverri. Bæjarráð vísaði erindinu þann 9. nóvember 2006 til nefndarinnar til umsagnar.%0DFrestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
15.3. Erindi Rögnvalds Þorkelssonar varðandi deiliskipulag á landi Lundar í Mosfellsdal 200611112
Rögnvaldur Þorkelsson óskar með bréfi dags. 16. nóvember 2006 eftir því að fá samþykkt deiliskipulag fyrir 12 lóðir fyrir einbýli og útihús í landi Lundar, l.nr. 191616. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 23. nóv. 2006
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
15.4. Miðdalur, lnr. 192804, ósk um deiliskipulag frístundalóðar 200607135
Erindi dags. 6. nóvember 2006 frá Halldóri Sigurðssyni, sem leggur fram til yfirferðar og samþykkis nýja tillögu að deiliskipulagi landsins, dagsetta breytta 06.11.2006. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur frístundahúsum á lóðinni, að hámarki 130 m2 hvort. Fyrri erindum, sem gerðu ráð fyrir einu frístundahúsi, var hafnað á 175. og 180. fundi þar sem áformuð stærð húss var yfir viðmiðunarmörkum.%0DFrestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
15.5. Erindi frá Guðjóni Halldórssyni, Fitjum, um göngubrú á Leirvogsá. 200511006
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Guðjóns Halldórssonar, Fitjum, frá 30. október 2005 um heimild til að setja brú fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi umferð yfir Leirvogsá. Lögð fram umsögn Veiðifélags Leirvogsár, sem óskað var eftir með bókun á 155. fundi. Einnig lögð fram ný gögn frá umsækjanda.%0DFrestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
15.6. Flugvöllur á Tungubökkum, stefnumörkun 2006 200611211
Erindi Guðjóns Jenssonar dags. 10. október 2006, þar sem bæjarstjórn er hvött til að taka til skoðunar hvort áframhaldandi flugstarfsemi á Tungubökkum geti samræmst reglum um flugöryggi og annarri landnýtingu í grenndinni. Bæjarráð samþykkti þann 10. nóvember 2006 að senda erindið til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar m.t.t. stefnumörkunar fyrir flugvöllinn til framtíðar.%0DFrestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
15.7. Umsókn um lóð fyrir Sthapatya-ved byggingar 200611018
Guðrún Kristín Magnúsdóttir f.h. Global Country of World Peace sækir á ný með bréfi dags. 2. nóvember 2006 um 100 - 200 ha lands á Mosfellsheiði undir vísindaþorp. Fyrri umsókn um sama var hafnað á 180. fundi.%0DFrestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
15.8. Fjárhagsáætlun 2007 200611156
Kynnt verður tillaga að fjárhagsáætlun á starfssviði nefndarinnar fyrir árið 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 185. fundi skipulags- og byggingarnefndar lögð fram.
15.9. Íþróttasvæði við Varmá, deiliskipulag 200608201
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst 17. október 2006 með athugasemdafresti til 28. nóvember 2006. Ein athugasemd barst, frá Aftureldingu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
15.10. Helgafellsbyggð, breyting á aðalskipulagi 200606272
Skv. upplýsingum frá Umhverfisráðuneyti var breyting á aðalskipulagi staðfest 30. nóvember 2006 og auglýsing um gildistöku birt í Stjórnartíðindum B þann 1. desember 2006.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
15.11. Helgafellshverfi, mótmæli Saxhóls við breytingu á aðalskipulagi 200611140
Sveinn Jónatansson hdl. f.h. Saxhóls ehf. mótmælir í tölvupósti dags. 17. nóvember 2006 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem samþykkt var á 180. fundi nefndarinnar, þar sem hún gangi gegn hagsmunum Saxhóls sem eiganda sumarbústaðalands við Skammadalslæk með landnúmeri 125263.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
15.12. Helgafellsland - deiliskipulag tengibrautar 200608199
Athugasemdafresti vegna tillögu að deiliskipulagi tengivegar frá tengingu við Álafossveg að fyrirhuguðu hringtorgi vestan "Augans" lauk 4. september s.l. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum: Hildi Margrétardóttur f.h. hagsmunaaðila í Álafosskvos; Berglindi Björgúlfsdóttur f.h. Varmársamtakanna; LOGOS lögmannsþjónustu f.h. Von Andi ehf.%0DFrestað á 179. fundi. Lögð fram breytt og lagfærð gögn ásamt drögum að svörum við athugasemdum.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS,%0DAfgreiðsla 185. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með fimm atkvæðum.%0D%0DFulltrúar S lista vísa til fyrri bókana og tillagna vegna staðsetningar tengibrautarinnar.
15.13. Deiliskipulag í landi Helgafells, "Augað" 200601247
Athugasemdafresti vegna tillögu að deiliskipulagi miðhverfis Helgafellsbyggðar, "Augans," lauk 4. september s.l. Athugasemd barst frá Berglindi Björgúlfsdóttur f.h. Varmársamtakanna.%0DFrestað á 179. fundi. Lögð fram breytt og lagfærð gögn ásamt drögum að svari við athugasemd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
15.14. Deiliskipulag í landi Helgafells 2. áfangi 200603241
Athugasemdafresti vegna tillögu að deiliskipulagi 2. áfanga íbúðabyggðar í Helgafellslandi, á milli Ásahverfis og "Augans," lauk 4. september s.l. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum: Öglu E. Hendriksdóttur o.fl. íbúum í Áslandi 20-22; Ingólfi Hrólfssyni o.fl. íbúum í Fellsási 6 og 8; Guðbjörgu Magnúsdóttur og Sigurði Ó. Lárussyni; Magnýju Kristinsdóttur og Sæberg Þórðarsyni; Sigurði Rúnari Ívarssyni.%0DFrestað á 179. fundi. Lögð fram breytt og lagfærð gögn ásamt drögum að svörum við athugasemdum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
15.15. Helgafellsland, deiliskipulag síðari áfanga (3+) 200608200
Á fundinn kemur fulltrúi Helgafellsbygginga ásamt skipulagshöfundi og kynna þeir tillögu að deiliskipulagi 3. áfanga Helgafellshverfis.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
15.16. Iðnaðarsvæði við Desjamýri, endurskoðun deiliskipulags 200611212
Á fundinn koma fulltrúar Kanon arkitekta og kynna hugmyndir um breytingar á deiliskipulagi iðnaðarhverfisins að Desjamýri.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.17. Háholt 14, erindi Húsfélags Háholts 14 varðandi skipulag lóðar og deiliskipulag 200503105
Erindi dags. 8. júní 2005. lögð fram eldri tillaga að skipulagi lóðar ásamt endurskoðaðri tillögu o.fl. gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
15.18. Erindi Kópavogsbæjar varðandi br. á svæðisskipul.höfuðborgarsv. 2001-2024 - Kársnes 200611151
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar 16. nóvember 2006 eftir ábendingum og athugasemdum vegna áformaðra breytinga á aðal- og svæðisskipulagi, sem felast í landfyllingum við Kársnes og uppbyggingu á athafnasvæði þar með um 54 þús. m2 húsnæðis.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
15.19. Erindi Garðabæjar varðandi breytingu svæðisskipulags höfuðbsv. 2001-2024 og vatnsverndar höfuðbsv. 200611141
Skipulagsfulltrúi Garðabæjar óskar 16. nóvember 2006 eftir athugasemdum og ábendingum vegna áformaðra breytinga á aðal- og svæðisskipulagi, sem felast í uppbyggingu hesthúsasvæðis að Kjóavöllum og því að vatnsvernd í svæðisskipulagi breytist með því að vatnsból í Dýjakrókum við Vífilsstaðavatn verði lagt af.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
15.20. Flugumýri 32, 34 og 36, umsókn um stækkun lóða til austurs 200611093
Erindi Árna B. Halldórssonar, Sveinbjörns Helgasonar og Guðjóns Haraldssonar dags. 7. nóvember 2006, þar sem óskað er eftir stækkun lóðanna til austurs.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
15.21. Flugumýri 30 og 32, umsókn um stækkun lóða til suðurs 200611094
Erindi Árna B. Halldórssonar og Stefáns Gunnlaugssonar dags. 7. nóvember 2006, þar sem óskað er eftir stækkun lóðanna um allt að 15 m til suðurs.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
15.22. Breikkun Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Hafravatnsvegi 200611136
Vegagerðin óskar eftir athugasemdum og ábendingum vegna fyrirhugaðrar breikkunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Þorlákshafnarveg að Hafravatnsvegi. Skýrsla um framkvæmdina er á netinu undir http://www.alta.is/pdf/sudurlandsvegur.pdf
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
15.23. Erindi Samtaka um betri byggð v. þjóðvegi í nágrenni höfuðborgarsvæðsins 200611169
Samtökin hvetja sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu til að vinna að því að allir þjóðvegir á svæðinu verði fullgerðir fyrir 2012 sem 2+2 eða 2+1 stofnbrautir. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til kynningar 30.11.2006
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
15.24. Erindi Ísfugls ehf varðandi landnýtingu og breytingu á aðalskipulagi í Þormóðsdal. 200611083
Frá Bæjarráði til umsagnar
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
16. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 186200612006F
186. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.%0DKarl Tómasson forseti vék af fundi undir afgreiðslu þessarar fundargerðar og fyrsti varaforseti tók við stjórn fundarins.%0DJóhanna B. Magnúsdóttir tók sæti Karls Tómassonar.
16.1. Háholt 14, skipulag lóðar og deiliskipulag 200503105
Erindi dags. 8. júní 2005. lögð fram eldri tillaga að skipulagi lóðar ásamt endurskoðaðri tillögu o.fl. gögnum. Frestað á 185. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
16.2. Erindi Kópavogsbæjar um breytingu á svæðisskipulagi - Kársnes 200611151
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar 16. nóvember 2006 eftir ábendingum og athugasemdum vegna áformaðra breytinga á aðal- og svæðisskipulagi, sem felast í landfyllingum við Kársnes og uppbyggingu á athafnasvæði þar með um 54 þús. m2 húsnæðis. Frestað á 185. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
16.3. Erindi Garðabæjar um breytingu á svæðisskipulagi og vatnsvernd - Dýjakrókar v. Vífilsstaðavatn 200611141
Skipulagsfulltrúi Garðabæjar óskar 16. nóvember 2006 eftir athugasemdum og ábendingum vegna áformaðra breytinga á aðal- og svæðisskipulagi, sem felast í uppbyggingu hesthúsasvæðis að Kjóavöllum og því að vatnsvernd í svæðisskipulagi breytist með því að vatnsból í Dýjakrókum við Vífilsstaðavatn verði lagt af. Frestað á 185. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
16.4. Flugumýri 32, 34 og 36, umsókn um stækkun lóða til austurs 200611093
Erindi Árna B. Halldórssonar, Sveinbjörns Helgasonar og Guðjóns Haraldssonar dags. 7. nóvember 2006, þar sem óskað er eftir stækkun lóðanna til austurs. Frestað á 185. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
16.5. Flugumýri 30 og 32, umsókn um stækkun lóða til suðurs 200611094
Erindi Árna B. Halldórssonar og Stefáns Gunnlaugssonar dags. 7. nóvember 2006, þar sem óskað er eftir stækkun lóðanna um allt að 15 m til suðurs. Frestað á 185. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
16.6. Helgafellsland, deiliskipulag 3. áfanga 200608200
Á fundinn kemur fulltrúi Helgafellsbygginga ásamt skipulagshöfundi og kynna þeir tillögu að deiliskipulagi 3. áfanga Helgafellshverfis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
16.7. Helgafellshverfi, mótmæli Saxhóls við breytingu á aðalskipulagi 200611140
Sveinn Jónatansson hdl. f.h. Saxhóls ehf. mótmælir í tölvupósti dags. 17. nóvember 2006 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem samþykkt var á 180. fundi nefndarinnar, þar sem hún gangi gegn hagsmunum Saxhóls sem eiganda sumarbústaðalands við Skammadalslæk með landnúmeri 125263. Frestað á 185. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
16.8. Erindi Umhverfisráðuneytisins v. kæru vegna tengibrautar úr Helgafellslandi 200606283
Umhverfisráðuneytið kvað þann 7. desember 2006 upp úrskurð í kærumáli Varmársamtakanna o.fl., sem kært höfðu þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að gerð tengibrautar frá Álafossvegi upp í Helgafellshverfi væri ekki matskyld skv. lögum um umhverfismat. Með úrskurðinum er ákvörðun Skipulagsstofnunar staðfest.$line$Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Úrskurðurinn lagður fram.
16.9. Helgafellsbyggð, ums. um framkvæmdaleyfi 1. verkáfanga 200612050
Umsókn Hannesar Sigurgeirssonar f.h. Helgafellsbygginga, dags. 8. desember 2006, um framkvæmdaleyfi fyrir gerð tengibrautar, gatnagerð í Auganu og skipulagsáfanga 2, svo og gerð vinnubúða og bráðabirgðavegar að Þingvallavegi, skv. meðfylgjandi uppdráttum Fjölhönnunar, dags. 8.12.2006.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
16.10. Breikkun Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Hafravatnsvegi 200611136
Vegagerðin óskar eftir athugasemdum og ábendingum vegna fyrirhugaðrar breikkunar Suðurlandsvegar í 2 1 veg, frá gatnamótum við Þorlákshafnarveg að Hafravatnsvegi. Skýrsla um framkvæmdina er á netinu undir http://www.alta.is/pdf/sudurlandsvegur.pdf. Frestað á 185. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
16.11. Erindi Samtaka um betri byggð v. þjóðvegi í nágrenni höfuðborgarsvæðsins 200611169
Samtökin hvetja sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu til að vinna að því að allir þjóðvegir á svæðinu verði fullgerðir fyrir 2012 sem 2 2 eða 2 1 stofnbrautir. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til kynningar 30.11.2006. Frestað á 185. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað
16.12. Erindi Ísfugls ehf varðandi landnýtingu og breytingu á aðalskipulagi í Þormóðsdal. 200611083
Helga Lára Hólm f.h. Ísfugls ehf. og Útungunar ehf. óskar með bréfi dags. 14. nóvember 2006 eftir því að heimilað verði að setja á fót kjúklingastofneldi á 6 ha. svæði í Þormóðsdal, sem er utan landbúnaðarsvæðis skv. aðalskipulagi. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 16.11.2006. Frestað á 185. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
16.13. Stórikriki 58, umsókn um breytingu á skipulagi lóðar 200609042
Grenndarkynningu lauk 8. desember. Ein athugasemd barst, frá Þórði Ámundasyni, dags. 22. október 2006.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
16.14. Golfvöllur Blikastaðanesi, deiliskipulagsbreyting 200610047
Athugasemdafrestur við tillögu að breytingu á deiliskipulagi rann út 7. desember 2006, engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
16.15. Deiliskipulag frístundalóðar, lnr. 125172 200609150
Athugasemdafrestur við tillögu að deiliskipulagi frístundalóðar við Silungatjörn rann út 7. desember 2006, engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
16.16. Í Óskotslandi 125380 - ósk um deiliskipulag 200606194
Athugasemdafrestur við tillögu að deiliskipulagi frístundalóðar við Hafravatn rann út 7. desember 2006, engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 186. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
16.17. Fyrirspurn um gróðurhús og geymsluskúr á frístundalóð við Heytjörn, landnr. 125365 200611042
Erindi dags. 30. nóvember 2006 frá Hans Kristjáni Guðmundssyni f.h. Bjálkahúsa ehf. þar sem spurst er fyrir um það hvort leyft yrði að byggja minna gróðurhús en 70 m2 á frístundalóð við Heytjörn, landnr. 125365 og þá hversu stórt, en umsókn um 70 m2 gróðurhús var hafnað á 184. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
17. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 84200611026F
84. fundargerð umhverfisnefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
17.1. Fjárhagsáætlun 2007 200611156
Niðurstaða þessa fundar:
Kynning á fjárhagsáætlunardrögum á 84. fundi umhverfisnefndar lögð fram.