Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. nóvember 2006 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Fjár­hags­áætlun 2007200611156

      Kynnt voru drög að fjár­hags­áætlun Fjöl­skyldu­nefnd­ar vegna Fé­lags­þjón­usta 02, fé­lags­leg­ar leigu­íbúð­ir 61 og þjón­ustumið­stöð Hlað­hömr­um 63 vegna árs­ins 2007 eins og hún var lögð fram í bæj­ar­ráði 23. nóv­em­ber 2006.

      • 2. Fjár­hags­áætlun fjöl­skyldu­sviðs 2007200611001

        Lagt fram.%0DFull­trúi B-lista harm­ar þá litlu aukn­ingu sem áætluð er til þjón­ustu við fatlað fólk í fjár­hags­áætlun árs­ins 2007 og lýs­ir það metn­að­ar­leysi og fram­kvæmda­leysi meiri­hlut­ans í mála­flokkn­um. Það vek­ur undr­un að eng­in til­laga sé um breyt­ingu á regl­um í þjón­ustu við fatl­aða þeg­ar full­trúi B-lista hef­ur bent á að breyta þurfi regl­um og skipu­lagi ferða­þjón­ustu fatl­aðra eins og til­lög­ur frá 69. fundi þann 10. októ­ber 2006 hljóða um. %0D%0DFull­trú­ar meiri­hluta­sam­starfs V- og D-lista vísa á bug ásök­un­um B-lista um metn­að­ar- og fram­kvæmda­leysi varð­andi þjón­ustu við fatl­aða og vek­ur at­hygli á að í fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2007 er 20% aukn­ing á áætl­uð­um út­gjöld­um við mála­flokk­inn. Einn­ig benda þeir á að nú þeg­ar hef­ur ver­ið sam­þykkt að gera könn­un á þjón­ustu við fatl­aða og nið­ur­stað­an verði nýtt við end­ur­skoð­un á regl­um.%0D%0DFull­trúi B-lista árétt­ar að að­eins hafi meiri­hluti sam­þykkt að gera þjón­ustu­könn­un á ferða­þjón­ustu fatl­aðra sam­kvæmt til­lögu full­trúa B-lista sem lögð var til á 69. fundi og lofað var að tek­ið yrði til­lit til þess í fjár­hags­áætlana­gerð fyr­ir árið 2007. %0D

        • 3. Gjald­skrár fjöl­skyldu­sviðs frá 1.1. 2007200611146

          Fé­lags­mála­stjóra fal­ið að gera orða­lags­breyt­ingu á gjaldskrá í fé­lags­starfi aldr­aðra og gjaldskrá fæð­is í íbúða- og þjón­ustu­húsi, að öðru leyti eru gjald­skrár lagð­ar fram.

          • 4. Regl­ur á fjöl­skyldu­sviði200611155

            a} Sam­þykkt að vísa til­lögu um breyt­ingu á regl­um um fjár­hags­að­stoð sbr.minn­is­blað fé­lags­mála­stjóra dags.22.11. 2006 til bæj­ar­stjórn­ar. %0Db} Sam­þykkt að vísa til­lögu um breyt­ingu á regl­um um út­hlut­un fé­lags­legra íbúða sbr. minn­is­blað fé­lags­mála­stjóra dags. 22.11.2006 til bæj­ar­stjórn­ar.%0D%0DMeð vís­an til bókun­ar í máli 200611001 legg­ur full­trúi B-lista fram svohljóð­andi bók­un:%0D%0D• Að breytt verði 2. gr. í regl­um um lið­veislu I. kafla á þann veg að hana sé heim­ilt að veita óháð því hvar þjón­ustu­not­andi býr sam­an­ber það sem boð­ið er upp á til dæm­is á Ak­ur­eyri og í Reykja­vík. %0D• Að þjón­ustu­könn­un verði gerð á allri þjón­ustu sem fatlað fólk not­ar á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins í Mos­fells­bæ með það leið­ar­ljós að afla upp­lýs­inga um hvað þarf að lag­færa not­end­um til hags­bóta. %0D• Nið­ur­stöð­ur þjón­ustu­könn­un­ar séu nýtt­ar til breyt­ing­ar á regl­um og við fjár­hags­áætlana­gerð.%0D%0DFull­trú­ar meiri­hluta­sam­starfs V- og D-lista vísa til bókun­ar í máli 200611001 vegna máls­ins.%0D

            • 5. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 21200611008F

              Sam­þykkt.

              • 6. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 435200611002F

                Sam­þykkt.

                • 7. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 436200611013F

                  Sam­þykkt.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00