28. nóvember 2006 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2007200611156
Kynnt voru drög að fjárhagsáætlun Fjölskyldunefndar vegna Félagsþjónusta 02, félagslegar leiguíbúðir 61 og þjónustumiðstöð Hlaðhömrum 63 vegna ársins 2007 eins og hún var lögð fram í bæjarráði 23. nóvember 2006.
2. Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2007200611001
Lagt fram.%0DFulltrúi B-lista harmar þá litlu aukningu sem áætluð er til þjónustu við fatlað fólk í fjárhagsáætlun ársins 2007 og lýsir það metnaðarleysi og framkvæmdaleysi meirihlutans í málaflokknum. Það vekur undrun að engin tillaga sé um breytingu á reglum í þjónustu við fatlaða þegar fulltrúi B-lista hefur bent á að breyta þurfi reglum og skipulagi ferðaþjónustu fatlaðra eins og tillögur frá 69. fundi þann 10. október 2006 hljóða um. %0D%0DFulltrúar meirihlutasamstarfs V- og D-lista vísa á bug ásökunum B-lista um metnaðar- og framkvæmdaleysi varðandi þjónustu við fatlaða og vekur athygli á að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 er 20% aukning á áætluðum útgjöldum við málaflokkinn. Einnig benda þeir á að nú þegar hefur verið samþykkt að gera könnun á þjónustu við fatlaða og niðurstaðan verði nýtt við endurskoðun á reglum.%0D%0DFulltrúi B-lista áréttar að aðeins hafi meirihluti samþykkt að gera þjónustukönnun á ferðaþjónustu fatlaðra samkvæmt tillögu fulltrúa B-lista sem lögð var til á 69. fundi og lofað var að tekið yrði tillit til þess í fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2007. %0D
3. Gjaldskrár fjölskyldusviðs frá 1.1. 2007200611146
Félagsmálastjóra falið að gera orðalagsbreytingu á gjaldskrá í félagsstarfi aldraðra og gjaldskrá fæðis í íbúða- og þjónustuhúsi, að öðru leyti eru gjaldskrár lagðar fram.
4. Reglur á fjölskyldusviði200611155
a} Samþykkt að vísa tillögu um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð sbr.minnisblað félagsmálastjóra dags.22.11. 2006 til bæjarstjórnar. %0Db} Samþykkt að vísa tillögu um breytingu á reglum um úthlutun félagslegra íbúða sbr. minnisblað félagsmálastjóra dags. 22.11.2006 til bæjarstjórnar.%0D%0DMeð vísan til bókunar í máli 200611001 leggur fulltrúi B-lista fram svohljóðandi bókun:%0D%0D• Að breytt verði 2. gr. í reglum um liðveislu I. kafla á þann veg að hana sé heimilt að veita óháð því hvar þjónustunotandi býr samanber það sem boðið er upp á til dæmis á Akureyri og í Reykjavík. %0D• Að þjónustukönnun verði gerð á allri þjónustu sem fatlað fólk notar á vegum sveitarfélagsins í Mosfellsbæ með það leiðarljós að afla upplýsinga um hvað þarf að lagfæra notendum til hagsbóta. %0D• Niðurstöður þjónustukönnunar séu nýttar til breytingar á reglum og við fjárhagsáætlanagerð.%0D%0DFulltrúar meirihlutasamstarfs V- og D-lista vísa til bókunar í máli 200611001 vegna málsins.%0D
6. Trúnaðarmálafundur - 435200611002F
Samþykkt.
7. Trúnaðarmálafundur - 436200611013F
Samþykkt.