7. desember 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Fjárhagsáætlun 2007200611156
Áður á dagskrá 802. fundar bæjarráðs þar sem drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 var vísað til kynningar í nefndum bæjarins. %0DHér er fjárhagsáætlunin fyrir árið 2007 lögð fram í heild sinni með greinargerðum, áætlun um rekstur- og efnahag ásamt eignfærðri fjárfestingu.%0D
Til máls tóku: RR, HSv, HBA og MM.%0DBæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlunina og útskýrði í meginatriðum einstaka liði hennar.%0D%0DFjárhagsáætlunin lögð fram og samþykkt með þremur atkvæðum að vísa henni til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
2. Erindi Pálmatrés ehf varðandi álögð gatnagerðargjöld200611092
Erindi Pálmatré ehf var áður á dagskrá 803. fundar bæjarráðs þar sem því var frestað, en þar liggur fyrir minnisblað bæjarritara.%0D
Til máls tóku: RR, MM og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
3. Erindi Hákonar Ísfeld v. Engjaveg 20200611115
Erindið var áður á dagskrá 802. fundar bæjarráðs þar sem því var vísað til umsagnar bæjarverkfræðings. Umgögn bæjarverkfræðings liggur nú fyrir.
Til máls tók: RR. %0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.
Almenn erindi
4. Ósk um viðræður um lóð undir atvinnustarfstarfsemi f. RP Consulting og Plastiðjuna200611204
Erindi RP Consulting ehf og Plastiðjunnar ehf þar sem óskað er eftir viðræðum um mögulega lóð í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: RR, HBA og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi að ræða við bréfritara.
5. Íþróttasvæðið að Varmá - gervigrasvöllur200612024
Minnisblað bæjarverkfræðings varðandi framkvæmdir við gervigrasvöll.
Til máls tók: RR. %0DBæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við gervigrasvöllinn. Lagt fram.
6. Erindi varðandi leiguíbúð "Trúnaðarmál"200608173
Viðbótarerindi hefur borist og mun bæjarstjóri kynna innihald þess á fundinum.
Til máls tóku: RR, MM og HBA.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og félagsmálastjóra að undirbúa svar til bréfritara.
7. Erindi Frjálsa fjárfestingabankans varðandi lóðir við Skálahlíð200612001
Erindi Frjálsa fjárfestingarbankans varðandi lóðir við Skálahlíð úr landi Hulduhóla.
Haraldur Sverrisson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tóku: RR og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og bæjarritara að undirbúa svar til bréfritara og kynna fyrir bæjarráði.