Mál númer 202211470
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2022 (síðari umræða).
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi.
Helstu niðurstöður eru þessar:
Rekstrarreikningur A og B hluta:
Rekstrartekjur: 16.446 m.kr. Laun og launatengd gjöld 8.062 m.kr. Hækkun lífeyrisskuldbindingar 244 m.kr. Annar rekstrarkostnaður 6.724 m.kr. Afskriftir 597 m.kr. Fjármagnsgjöld 1.698 m.kr. Tekjuskattur 19,4 m.kr. Rekstrarniðurstaða neikvæð um 898 m.kr. Veltufé frá rekstri 1.233 m.kr.Efnahagsreikningur A og B hluta: Eignir alls: 28.829 m.kr. Skuldir og skuldbindingar: 22.064 m.kr. Eigið fé: 6.765 m.kr.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða á 826. fundi við síðari umræðu ársreikning Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 samkvæmt 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 73. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar, sbr. og 2. tölul. 1. mgr. 18. gr. laganna og 2. tölul. 15. gr. samþykktarinnar.
Samþykktinni til staðfestingar er ársreikningurinn undirritaður af viðstöddum bæjarfulltrúum.
***
Bókun L-lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar þakkar fyrir góðan undirbúning og greinargóð svör við ársreikningi fyrir árið 2022. Ársreikningurinn endurspeglar þær aðstæður sem hafa verið í okkar umhverfi á liðnu ári. Skuldaaukning og hækkað skuldaviðmið valda ákveðnum áhyggjum og teljum við í Vinum Mosfellsbæjar afskaplega mikilvægt að nú sé stigið varlega til jarðar. Forgangsraða þarf framkvæmdum og leggja allt kapp á að halda rekstri ársins innan ramma fjárhagsáætlunar.Bókun D lista:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka starfsfólki Mosfellsbæjar góða vinnu og greinargóðar útskýringar á ársreikningi 2022. Sjá má á ársreikningnum að rekstrarumhverfið hefur ekki verið hagstætt. Mosfellsbær býr þó vel að ábyrgri fjármálastjórn undanfarinna ára þar sem meðal annars voru teknar góðar ákvarðanir í hagstæðum lántökum sem greiddu upp óhagstæðari lán og skuldbindingar sveitarfélagsins. Auk þess sem lögð var áhersla á þjónustu við íbúa, áframhaldandi nýframkvæmdir og viðhald eigna í eigu bæjarins.Há verðbólga og mikil vaxtahækkun útskýrir lakari niðurstöðu Mosfellsbæjar en áætlanir gerðu ráð fyrir á árinu 2022. Í því óvissuástandi sem nú ríkir og ekki er fyrirséð um, er mikilvægt að huga vel að rekstrinum og vera tilbúin til forgangsröðunar hvað varðar framkvæmdir, þjónustu og starfsmannahald.
Bókun B, C og S lista:
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 endurspeglar þá stöðu sem er í efnahag landsins. Rekstrarniðurstaða ársins er neikvæð um 898 milljónir sem er 960 milljón króna lakari niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1.233 milljónir, 16.5% lægri en áætlað hafði verið. Ljóst er að sá mikli viðsnúningur sem er frá fjárhagsáætlun ársins 2022 á rætur að rekja til ytri aðstæðna svo sem mikillar hækkunar verðbólgu. Þannig jukust verðbætur um 808 milljónir króna umfram áætlun.Að mati bæjarfulltrúa B, S og C lista er mikilvægt að grípa til ráðstafana til að auka möguleikana á því að ná sjálfbærni í rekstri á næstu árum. Há skuldastaða bæjarins setur okkur þröngar skorður í þeim aðstæðum sem nú ríkja og því er nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í auknum fjárfestingum til skemmri tíma en tryggja jafnframt áframahaldandi góða þjónustu við bæjarbúa.
Við viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki Mosfellsbæjar, bæjarfulltrúum og nefndarfólki fyrir góð störf í þágu bæjarins. - 12. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #825
Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna 2022 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2022 lagður fram til staðfestingar.
Afgreiðsla 1575. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #825
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2022 lagður fram til fyrri umræðu.
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2022 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Á fundinn undir þessum dagskrárlið mættu Haraldur Örn Reynisson og Lilja Dögg Karlsdóttir endurskoðendur, Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir verkefnastjóri í fjármáladeild.
Bæjarstjóri hóf umræðuna, ræddi niðurstöður ársreiknings og þakkaði endurskoðanda og starfsfólki fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings. Þá fór Lilja Dögg endurskoðandi yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings og endurskoðunarskýrslu sinni vegna ársins 2022. Í kjölfarið fóru fram umræður og þökkuðu aðrir sem til máls tóku einnig endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings.
***
Samþykkt með 11 atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2022 til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar þann 26. apríl 2023.
- 3. apríl 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1575
Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna 2022 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2022 lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2022 með áritun sinni og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fyrri umræða bæjarstjórnar er fyrirhuguð þann 12. apríl 2023 og síðari umræða á fundi bæjarstjórnar þann 26. apríl 2023. Bæjarráð samþykkir jafnframt með fimm atkvæðum ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar 2022.
- 15. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #821
Kynning KPMG um endurskoðunaráætlun
Afgreiðsla 1566. fundar bæjarráðs samþykkt á 821. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. febrúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1566
Kynning KPMG um endurskoðunaráætlun
Lagt fram.