Mál númer 202303156
- 10. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #827
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans í smíði og uppsetningu á heimtaugaskápum vegna götulýsingar. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist í maí 2023 og verði að fullu lokið í maí 2024.
Afgreiðsla 1578. fundar bæjarráðs samþykkt á 827. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1578
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans í smíði og uppsetningu á heimtaugaskápum vegna götulýsingar. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist í maí 2023 og verði að fullu lokið í maí 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Ljósvista ehf. í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 12. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #825
Óskað er heimildar bæjarráðs til að framkvæma verðkönnun á smíði og uppsetningu á heimtaugaskápum vegna ljósastauralýsingar. Smíði skápanna er grunnforsenda til þess að hægt verði að þjónusta götulýsingakerfi Mosfellsbæjar eftir brotthvarf ON og fara í LED væðingu. Jafnframt er lagt til að bæjarráð Mosfellsbæjar heimili umhverfissviði að framselja þjónustusamning við ON um gatna- og stígalýsingu tímabundið til Ljóstvista ehf. sem hefur keypt gatnalýsingardeild ON á meðan unnið er að yfirtöku á gatnalýsingakerfi bæjarins.
Afgreiðsla 1574. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1574
Óskað er heimildar bæjarráðs til að framkvæma verðkönnun á smíði og uppsetningu á heimtaugaskápum vegna ljósastauralýsingar. Smíði skápanna er grunnforsenda til þess að hægt verði að þjónusta götulýsingakerfi Mosfellsbæjar eftir brotthvarf ON og fara í LED væðingu. Jafnframt er lagt til að bæjarráð Mosfellsbæjar heimili umhverfissviði að framselja þjónustusamning við ON um gatna- og stígalýsingu tímabundið til Ljóstvista ehf. sem hefur keypt gatnalýsingardeild ON á meðan unnið er að yfirtöku á gatnalýsingakerfi bæjarins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að framkvæma verðkönnun í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Jafnframt samþykkir bæjarráð að framselja þjónustusamning við ON um gatna- og stígalýsingu tímabundið til Ljóstvista ehf. í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.