Mál númer 202108633
- 15. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #789
Nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar og nýtt samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lagt fram til samþykktar. Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Erindinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 1501. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #789
Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla 1502. fundar bæjarráðs samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1502
Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tilnefna Kolbrúnu G. Þorsteinsdóttur, bæjarfulltrúa, sem varamann Áseirs Sveinssonar og Jón Pétursson, nefndarmann í skipulagsnefnd, sem varamann Sveins Óskars Sigurðssonar í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
- 2. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1501
Nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar og nýtt samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lagt fram til samþykktar. Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Erindinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar og nýtt samkomulag sveitafélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Tilnefning tveggja varamanna frestað til næsta fundar.
***
Bókun L-lista
Í 4 grein draga að starfsreglum fyrir Svæðisskipulagsnefnd segir að óski nefndarmaður eftir því að fá mál tekið fyrir á fundi nefndarinnar skuli hann senda það formanni sem metur hvort málið verði sett á dagskrá eða ekki.Undirritaður telur réttara að um þetta atriði sé litið til 27. gr. sveitarstjórnarlaga sem fjallar um réttinn til að bera upp mál, samanber einnig 94. gr. sömulaga um byggðasamlög þar sem segir að byggðasamlög lúti ákvæðum laganna um meðferð mála, skyldur og réttndi (réttinn til að fá mál tekið fyrir) o.fl.
Það er að mati undirritaðs óðelilegt að einn maður, sem er hluti fjölskipaðs stjórnvalds, hafi það vald að samþykkja eða synja ósk frá lýðræðislega kjörnum fulltrúa í nefndinni um mál á dagskrá.
Eðlilegra er að Svæðisskipulagsnefndin sjálf, í upphafi fundar, leggi mat á það hvort umbeðið mál á dagskrá heyri undir valdsvið og hlutverk nefndarinnar eða ekki.
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar og nýtt samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lagt fram til samþykktar. Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla 1500. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. ágúst 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1500
Nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar og nýtt samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lagt fram til samþykktar. Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Frestað vegna tímaskorts.