Mál númer 201909150
- 15. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #789
Tillaga að samkomulagi við málshefjanda.
Haraldur Sverrisson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.
***
Tillaga Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar
Tillaga að afgreiðslu þessa máls. Þar sem Mosfellsbær hefur ábyrgst það að afhenda Vegagerðinni veðbandalaust 287 m2 lóðaræmu sem fer undir veghelgunarsvæði Vesturlandsvegar samþykkir bæjarstjórn að bjóða Steinunni Marteinsdóttur að greiða henni fyrir ofannefnda 287 m2 á því einingarverði sem stjórnsýsla Mosfellsbær leggur til í fyrirliggjandi gögnum málsins þ.e. 1.584 kr. pr. m2.Tillagan felld með 6 atkvæðum. Fulltrúar L-lista og M-lista samþykktu tillöguna.
***
Afgreiðsla 1501. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með fjórum atkvæðum. Fulltrúar C-lista og S-lista sitja hjá. Fulltrúar L-lista og M-lista greiða atkvæði gegn afgreiðslunni
- 2. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1501
Tillaga að samkomulagi við málshefjanda.
Samþykkt með tveim atkvæðum að gengið verði til samkomulags við málshefjanda í samræmi við fyrirliggjandi drög að samkomulagi þar sem viðkomandi afsali til Mosfellsbæjar 1.735,7 m2 lands gegn greiðslu kr. 2.749.349. Samhliða afsali viðkomandi án bóta því landi sem nú er undir vegstæði Skálalíðar.
Lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að ljúka vinnu við gerð samnkomulags miðað við fyrirliggjandi gögn og forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar falið að rita undir þann samning fyrir hönd Mosfellsbæjar.
Fulltrúi L-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.
***
Bókun fulltrúa L-lista
Bæjarráðsfulltrúi Vina Mosfellsbæjar telur óljóst eins og málið er lagt fram að Steinunn Marteinsdóttir sé í raun umráðandi umræddrar lóðar, engin gögn liggja fyrir fundinum þar að lútandi. Einnig er minnt á að á 1412. fundi bæjarráðs var lögmanni Mosfellsbæjar falið að gefa umsögn sem m.a. var ætlað að varpa ljósi á t.d. hvort Steinunn hafi greitt leigu fyrir umrædda spildu frá því Hulduhólandinu var skipt upp á sínum tíma.Bæjarráðsfulltrúinn vill minna á að á sínum tíma var öðrum lóðarleiguhöfum á umræddu svæði, sem nær frá Skálatúni að Olís við Langatanga, gert að afhenda allar spildur til Mosfellsbæjar sem væru utan þeirra fermetra sem fóru undir lóðir þegar löndum Mosfellsbæjar var skipt upp, gegn því að greidd væru gatnagerðar- og byggingarréttargjöld til Mosfellsbæjar. Í staðinn fengju lóðarleiguhafar ráðstöfunarrétt á þeim lóðum sem til yrðu við uppskiptinguna. Allir lóðarhafar nema þáverandi lóðarhafi Hulduhóla uppfylltu þessar skyldur sínar.
Í ljósi ofangreinds greiði ég því atkvæði gegn afgreiðslu málsins og ítreka að fram verði lögð gögn sem fært geti sönnur á að ofangreind Steinunn sé í raun umráðandi þeirrar lóðar sem mál þetta snýst um.
***
Bókun V- og D-lista
Bókun bæjarfulltrúa vina Mosfellsbæjar er byggð á misskilningi og var hann upplýstur ítrekað á fundinum um að lóðahafi heldur á lóðasamningum á umræddu landi og hefur greitt af þeim öll gjöld.***
Haraldur Sverrisson vék af fundi vegna vanhæfis í málinu.
- 18. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #745
Erindi frá lóðarhafa um veghelgunarsvæði, land undir vegi og nýtingu lóðar.
Afgreiðsla 1412. fundar bæjarráðs samþykkt á 745. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, víkur sæti undir afgreiðslu málsins sökum vanhæfis.
- 12. september 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1412
Erindi frá lóðarhafa um veghelgunarsvæði, land undir vegi og nýtingu lóðar.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, víkur af fundi undir afgreiðslu erindisins sökum vanhæfis.
Samþykkt með 3 atkvæðum að visa erindinu til umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar.