Mál númer 202306281
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda vegna framkvæmda við gerð battavallar á lóð Varmárskóla
Afgreiðsla 1601. fundar bæjarráðs samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. nóvember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1601
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda vegna framkvæmda við gerð battavallar á lóð Varmárskóla
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Varg ehf., í kjölfar útboðs að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Óskað er eftir að heimild bæjarráðs Mosfellsbæjar til að bjóða út framkvæmd og uppsetningu battavallar við Varmárskóla.
Afgreiðsla 1587. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 20. júlí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1587
Óskað er eftir að heimild bæjarráðs Mosfellsbæjar til að bjóða út framkvæmd og uppsetningu battavallar við Varmárskóla.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út framkvæmd og uppsetningu á battavelli við Varmárskóla. Kostnaði við framkvæmdina er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.