25. apríl 2012 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Herdís Sigurjónsdóttir 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1070201204004F
Fundargerð 1070. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 579. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ 200802201
Áður á dagskrá 1010. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að fara leið B varðandi byggingu hjúkrunarheimilis. Óskað eftir heimild til framkvæmda í samræmi við leið B.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Erindið kemur til afgreiðslu 579. fundar bæjarstjórnar þar sem mótatkvæði var greitt við afgreiðslu þess í bæjarráði. </DIV><DIV> </DIV><DIV>Svohljóðandi afgreiðsla 1070. fundar bæjarráðs er borin upp til atkvæða: </DIV><DIV>Samþykkt að heimila umhverfissviði að undirbúa útboð á endurinnréttungu vegna rýma fyrir félagsstarf og fleira í húsnæði Eirar á Hlaðhömrum. Einnig er fjármálastjóra heimilað að undirbúa að leita eftir láni til fjármögnunar á verkinu í samræmi við kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð viðauka við gildandi fjárhagsáætlun þar sem gerð verði nánari grein fyrir lántökunni.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
1.2. Erindi SSH varðandi aðkomu ríkisins að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu 201107040
Áður á dagskrá 1037. fundar bæjarráðs þar sem stjórn SSH var heimilað að skrifa undir viljayfirlýsingu milli ríkis og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna. Hjálagt er bréf SSH þar sem óskað er að meðfylgjandi samningstexti verði tekin til afgreiðslu og stjórn SSH heimilað að undirrita hann.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1070. fundar bæjarráðs, að veita stjórn SSH umboð til þess að undirrita samning um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.3. Framtíðarferli vegna leiðakerfisbreytinga hjá Strætó bs. 201202165
Áður á dagskrá 1064. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til skipulagsnefndar til umsagnar. Hjálög er umsögn skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1070. fundar bæjarráðs, að gera ekki athugasemdir við framtíðarferli vegna leiðakerfisbreytinga, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.4. Tillaga að gjaldskrá ársins 2012 vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar og vörslu hrossa 201203219
Áður á dagskrá 1068. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1070. fundar bæjarráðs, að gera ekki athugasemd við framlagða gjaldskrá Hestamannafélagsins Harðar vegna beitarhólfa og vegna handsömunar og vörslu hrossa, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.5. Erindi Iðnaðarráðuneytisins varðandi umsögn um þingsályktunartillögu um lagningu raflína í jörð 201203469
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1070. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.6. Erindi Alþingis varðandi yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga 201204007
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1070. fundar bæjarráðs, að lýsa ánægju sinni yfir því að flutningur heilsugæslunnar til sveitarfélaganna verði skoðaður, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.7. Erindi Ragnhildar Bergþórsdóttur varðandi leyfi fyrir vinnustofu í Stórakrika 48 201204014
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1070. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til meðferðar skipulagsnefndar, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.8. Átak í sölu atvinnulóða 201204017
Minnisblað bæjarstjóra varðandi átak í sölu atvinnulóða.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðslu erindisins var frestað á 1070. fundi bæjarráðs. Frestað á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1071201204016F
Fundargerð 1071. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 579. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Gljúfrasteinn - Halldór Laxness 110 ára 201204124
Á sumardaginn fyrsta verður haldið uppá 110 ára ártíð Halldórs Laxness og í tilefni af því verður lögð fram tillaga um gjöf Mosfellsbæja til Gljúfrasteins, safns skáldsins.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1071. fundar bæjarráðs, að færa Gæjúfrarsteini sérstakt efni sem tekið var upp í Hlégarði 21. apríl 2002 ásamt yfirlýsingu af þessu tilefni, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.2. Átak í sölu atvinnulóða 201204017
Áður á dagskrá 1070. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað til næsta fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Erindið kemur til afgreiðslu 579. fundar bæjarstórnar þar sem mótatkvæði var greitt við afgreiðslu þess í bæjarráði.</DIV><DIV> </DIV></DIV><DIV>Til máls tóku: JS, HSv, BH, JJB, SÓJ, HS og KT.</DIV><DIV><DIV>Svohljóðandi afgreiðsla 1070. fundar bæjarráðs er borin upp til atkvæða: </DIV></DIV><DIV>Samþykkt að ráðast í verkefnið, átak í sölu atvinnulóða, og að kostnaður við verkefnið verði tekinn af sölutekjum lóðanna.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun S-lista Samfylkingarinnar.<BR>Átak í sölu atvinnulóða í Mosfellsbæ.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Ég hef efasemdir um nokkur efnisatriði í megináherslum átaksins.<BR>Hvað varðar afslátt á gatnagerðagjöldum þá tel ég að beita verði varúð hvað það varðar og þeirri heimild sé ekki beytt nema í mjög afmörkuðum og skýrum tilfellum með það í huga að jafnræðis sé gætt gagnvart þeim sem áður hafa fengið úthlutað lóðum sem og þeim sem á eftir koma.<BR>Ég hef verulegar efasemdir um sérstaka lánafyrirgreiðslu af hálfu bæjarins í þessu sambandi með vísan til áðurnefnds jafræðis.<BR>Einnig tel ég afar vafasamt að kaupendum þessara lóða verði boðið upp á sérstakan starfsmannapakka eins og það er orðað í minnisblaðinu og njóti þannig ákveðinna hlunninda umfram starfsmenn annara fyrirtækja í bænum.<BR>Að öðru leiti er átakið gott og önnur efnisatriði þess með ágætum.<BR>Ef ekki eru gerðar breytingar á þessum efnisatriðum sem ég hef efasemdir um þá sit ég hjá við afgreiðslu þessa máls.</DIV><DIV>Jónas Sigurðsson.</DIV><DIV> </DIV><DIV><DIV>Samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
2.3. Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um heilsbrigðisþjónustu í heimabyggð 201203409
Áður á dagskrá 1069. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Hjálögð er umsögnin.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1071. fundar bæjarráðs, að senda Alþingi umsögn Mosfellsbæjar vegna þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.4. Erindi Hreins Ólafssonar vegna ólöglegrar byggingar 201203317
Áður á dagskrá 1068. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs og byggingarfulltrúa. Hjálögð er umsögn þeirra.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1071. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.5. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna lyktarmengunar í Mosfellsbæ 201012284
Áður á dagskrá 1064. fundar bæjarráðs þar sem m.a. framkvæmdastjórum stjórnsýslusviðs og umhverfissviðs var falið að kanna hvernig Mosfellsbær gæti brugðist við við þessu ástandi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Á 1071. fundi bæjarráðs var lögð fram fundargerð embættismanna með Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneyti. Lagt fram á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
2.6. Fyrirkomulag matjurtagarða í Mosfellsbæ 2012 201204122
Tillaga að fyrirkomulagi matjurtagarða í Mosfellsbæ 2012
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1071. fundar bæjarráðs, um fyrirkomulag matjurtagarða í Mosfellsbæ 2012, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.7. NORDDJOBB sumarstörf 2012 201202396
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1071. fundar bæjarráðs, að ekki sé hægt að verða við óskum NORDDJOBB, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.8. Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 201109392
Erindi frá SSH þar sem óskað er eftir afstöðu Mosfellsbæjar til fyrirliggjandi tillögu að samstarfi um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og afgreiði hana.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1071. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 191201204012F
Fundargerð 191. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 579. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Bakvaktir í barnaverndarmálum 201202101
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Á 191. fundi fjölskyldunefndar var kynnt staða vegna samstarfs í barnaverndarmálum. Lagt fram á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
3.2. Drög að reglugerð um skólagöngu fósturbarna í grunnskólum. 201203326
Erindi setn frá Barnaverndarstofu, beiðni um umsögn.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 191. fundar fjölskyldunefndar, að gera ekki athugasemd við reglugerð um skólagöngu fósturbarna í grunnskólum, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
3.3. Félagsskýrslur - erindi Hagstofu Íslands 201202060
Samanburður fjárhagsaðstoðar árin 2007-2011 verður sendur út mánudaginn 16. apríl.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JS og HS. </DIV><DIV>Erindið lagt fram á 191. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV>
3.4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda 201203074
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram á 191. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 267201204014F
Fundargerð 267. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 579. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Heimsókn í Leikskólann Hlíð 201204085
Fundurinn hefst á Leikskólanum Hlíð kl. 17:15. Fundinum verður fram haldið í Kjarna að heimsókninni lokinni.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 267. fundar fræðslunefndar um heimsókn í Leikskólann Hlíð lögð fram á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
4.2. Listaskóli Mosfellsbæjar, tónlistardeild, tölfræði 2006-2012 201204075
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 267. fundar fræðslunefndar um yfirferð á tölfræði 2006-2012 lögð fram á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
4.3. Skóladagatal Listaskólans 2012-2013 201204076
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 267. fundar fræðslunefndar um yfirferð á skóladagatali skólans fyrir 2012-2013 lögð fram á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
4.4. Auknar kröfur í nýrri byggingarreglugerð um húsnæði skóla 201204086
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 267. fundar fræðslunefndar, að óska eftir samantekt á áhrifum nýrrar byggingarreglugerðar á skólabyggingar o.fl., samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
4.5. Frístundasel, endurskoðun reglna 201204078
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Á 267. fundi fræðslunefndar var lögð fram tillaga um breytingu á reglum um frístundasel og breyting á gjaldskrá og lagt til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar breytingar. Drög að breyttum reglum um frístundasel og gjaldskrá samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
4.6. Úthlutun leikskólarýma vor 2012 201204084
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HP, BH, JS og HS.</DIV><DIV>Afgreiðsla 267. fundar fræðslunefndar, að fela skólaskrifstofu að kynna úthlutun leikskólaplássa fyrir bæjarráði o.fl., samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
4.7. Þróun nemendafjölda í Mosfellsbæ fram til 2015 201204088
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Á 267. fundi fræðslunefndar var farið yfir þróun nemendafjölda í grunnskólum fram til 2012. Lagt fram á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
4.8. Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2012 201204073
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram á 267. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 319201204013F
Fundargerð 319. fundar skipulagsnefnd lögð fram til afgreiðslu á 579. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024 200611011
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi og umhverfisskýrslu í formi handrita að uppdráttum og greinargerð.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: BH og JS.</DIV><DIV>Afgreiðsla 319. fundar skipulagsnefndar, um að samþykka framlögð gögn til kynningar, staðfest á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
5.2. Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 201109449
Lögð fram ný tillaga Þorkels Magnússonar hjá Kanon arkitektum að breytingum á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 6-10 við Flugubakka. Breytingar skv. tillögunni eru þær að byggingarreitir lengjast til austurs að lóðarmörkum, hámarksmænishæð er aukin og sömuleiðis leyft umfang kvista.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðslu erindisins frestað á 319. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
5.3. Erindi Ragnhildar Bergþórsdóttur varðandi leyfi fyrir vinnustofu í Stórakrika 48 201204014
Tekið fyrir erindi Ragnhildar Bergþórsdóttur f.h. Pílusar ehf. dags. 3.4.2012 þar sem mótmælt er afgreiðslu nefndarinnar á umsókn um starfrækslu vinnustofu í Stórakrika 48 á 316. fundi. Erindinu var vísað til nefndarinnar til afgreiðslu af bæjarráði.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðslu erindisins frestað á 319. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
5.4. Frístundalóð nr. 125213, Fyrirspurn um deiliskipulag og byggingu frístundahúss 201202400
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundalóða á landi nr. 125213, dags. 11.4.2012, gerð af Richard Briem arkitekt fyrir Árna Sigurðsson eiganda landsins.
(Ath: Ekki er um að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi heldur tillögu að nýju skipulagi, og verður lagfærð tillaga að þessu leyti sett á fundargátt á mánudag.)Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðslu erindisins frestað á 319. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
5.5. Þverholt 9, fyrirspurn um breytta notkun 201204079
Hörður Baldvinsson óskar með tölvupósti dags. 12.4.2012 eftir því að samþykkt verði breytt notkun húsnæðis hans að Þverholti 9 hvar áður hafi verið gæludýrabúð, en nú sé notað til íbúðar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðslu erindisins frestað á 319. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
5.6. Byggðarholt 35, sólstofa og geymsla. 201204083
Guðrún Stefánsdóttir arkitekt sækir 12.4.2012 f.h. eigenda raðhússins Byggðarholt 35 um leyfi fyrir viðbyggingum við húsið, þ.e. sólstofu og geymslu. Um er að ræða eldra hverfi þar sem ekki er fyrir hendi deiliskipulag.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðslu erindisins frestað á 319. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
Fundargerðir til kynningar
6. Fundargerð 299. fundar Sorpu bs.201204099
Fundargerð 299. fundar Sorpu bs. lögð fram á 579. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 300. fundar Sorpu bs.201204136
Til máls tóku: JJB, HS, BH, JS, HP og HSv.
Fundargerð 300. fundar Sorpu bs. lögð fram á 579. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
8. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2011201203417
578. fundur bæjarstjórnar Mosfellsbæjar vísar ársreikningi Mosfellsbæjar 2011 til annarar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og vísaði bæjarstjóri til umræðna og útskýringa frá fyrri umræðu um ársreikning 2011 og þakkaði að lokum starfsmönnum og endurskoðenda bæjarins fyrir vel unnin störf.<BR>Forseti ítrekaði þakkir til bæjarstjóra, starfsmanna og endurskoðenda bæjarins fyrir vel gerðan og vel framlagðan ársreikning.<BR>Til máls tóku: HP, HSv, JJB, JS og HS.
Bókun Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin vekur athygli á að fjármagnskostnaður sveitarfélagsins hefur sexfaldast og skuldir pr. Íbúa hefur tvöfaldast síðan 2007.<BR>Hver Mosfellingur skuldar um eina milljón í gegnum sveitarfélagið og bærinn er að greiða um 600 milljónir í þennan lið sem er að okkar mati allt of hátt hlutfall af tekjum bæjarins.
Jón Jósef Bjarnason.
Bókun S-lista Samfylkingar vegna ársreiknings Mosfellsbæjar fyrir árið 2011.
Ársreikningurinn sýnir veruleg frávik frá upphaflegri áætlun fyrir árið 2011. Er þar um að ræða bæði aukning á tekjum sveitarfélagsins sem og einstökum útgjaldaliðum. Ekki verður hjá því komist að frávik verði í rekstri á fjárhagsárinu enda gera sveitarstjórnarlög ráð fyrir því að svo geti orðið og skal því þá mætt með samþykkt á viðauka við fjárhagsáætlunina. Ég tel þó að bæjarráð ætti með markvissari hætti að fylgjast með þróun tekna og gjalda sveitarfélagsins með gerð einskonar árshlutauppgjörs a.m.k.tvisvar yfir reiknisárið. Árshlutauppgjörið væri sett upp með sama hætti og ársreikningurinn að því marki sem nauðsynlegt er til að sjá þróun tekna og gjalda. Á grundvelli þess yrði hverju sinni ákveðið hvernig mæta skyldi lækkun tekna, ráðstöfun á aukningu tekna og auknum útgjöldum.<BR>Ég tek undir þau sjónarmið sem fram hafa komið að í ársreikningnum sjálfum skuli koma fram viðmiðun við upphaflega áætlun ársins. Það gæfi glöggari mynd að rekstri sveitarfélagsins.<BR>Ársreikningurinn sýnir að fjárhagsleg staða Mosfellsbæjar er ekki slæm miðað mörg önnur sveitarfélög. Það kemur m.a.til af niðurskurði í rekstri sveitarfélagsins þar sem skorið hefur verið inn að beini í sumum útgjaldaliðum og hætt við að það komi niður á viðkvæmum þáttum í þjónustu og rekstri. Ég tel að marka þurfi skýrari stefnu sveitarfélagsins hvað varðar áherslur í þjónustu og rekstri og minni á í því sambandi á tillögu Samfylkingar um að eyrnamerkja framlög til stoð- og stuðningsþjónustu skólanna sem er í skoðun í bæjarkerfinu.<BR>Jónas Sigurðsson.
Bókun bæjarfulltrúa D og V-lista.
Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2011 og var rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði um 560 milljónir sem er um 10% af tekjum. Rekstur stofnana bæjarins var í samræmi við áætlun sem tókst með samstilltu átaki allra starfsmanna.
Kennitölur úr rekstri bera vott um góða stöðu bæjarsjóðs. Veltufé frá rekstri er 677 millj.kr. sem 12% af rekstrartekjum og framlegð frá rekstri er 15%. Skuldahlutfall hefur lækkað niður í 148% en var 179% árið 2010 og er þar með komin niður fyrir 150% mörkin sem ný sveitarstjórnarlög setja sveitarfélögum. Er þetta þrátt fyrir að inn í þessum tölum sé lántaka vegna byggingu nýs hjúkrunarheimilis sem er verkefni sem Mosfellsbær er að sinna fyrir ríkisvaldið.
Fræðslumál eru langstærsti málaflokkurinn en til hans runnu 2.313 millj. kr. á árinu 2011 eða rúmlega 50% af skatttekjum. Til félagsþjónustu var veitt 864 milljónum og er þar meðtalin málefni fatlaðs fólks sem er ný þjónusta sem sveitarfélagið sinnir. Vel hefur tekist til við rekstur þessa nýja málaflokks og var hann samkvæmt áætlun. Íþrótta- og æskulýðsmál eru þriðja stærsta verkefni bæjarins en til þeirra mála var varið um 523 millj. kr. á árinu 2011.
Í framkvæmdir var varið á árinu 2011 um 390 millj. kr. Stærsta einstaka framkvæmdin er bygging nýs 30 rýma hjúkrunarheimils við Hlaðhamra. Til þeirrar framkvæmdar runnu um 139 millj. kr. en áætlaður byggingarkostnaður er um 800 millj. kr. Nýr leikskóli var tekinn í notkun á árinu 2011, Leirvogstunguskóli og er það bylting í þjónustu við það hverfi sem er í örri uppbyggingu.
Mosfellsbær hefur nú lokið því þriggja ára ferli sem lagt var upp með til að bregðast við afleiðingum hrunsins. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 gerir ráð fyrir rekstrarafgangi ásamt töluverðri uppbyggingu. Lokið verður við byggingu hjúkrunarheimilis, nýr íþróttasalur byggður að Varmá og hafist handa við byggingu nýs framhaldsskóla í miðbænum í samvinnu við ríkisvaldið.
Við viljum færa öllu starfsfólki Mosfellsbæjar sérstakar þakkir fyrir að standa vel að rekstri bæjarfélagins á árinu 2011 og fyrir þá miklu eljusemi og ábyrgð sem sýnd hefur verið.
<BR>Forseti bar upp ársreikninga bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningurinn staðfestur með sjö atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur úr samanteknum reikningi fyrir A og B hluta eru þessar í millj. kr. :<BR>Rekstrarreikningur 1. 1. - 31. 12. 2011<BR>Rekstrartekjur: 5.633,5 mkr.<BR>Rekstrargjöld: 5.073,9 mkr.<BR>Fjármagnsliðir: (-579,6) mkr.<BR>Tekjuskattur: 6,5 mkr.