Mál númer 201204017
- 25. apríl 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #579
Áður á dagskrá 1070. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað til næsta fundar.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Erindið kemur til afgreiðslu 579. fundar bæjarstórnar þar sem mótatkvæði var greitt við afgreiðslu þess í bæjarráði.</DIV><DIV> </DIV></DIV><DIV>Til máls tóku: JS, HSv, BH, JJB, SÓJ, HS og KT.</DIV><DIV><DIV>Svohljóðandi afgreiðsla 1070. fundar bæjarráðs er borin upp til atkvæða: </DIV></DIV><DIV>Samþykkt að ráðast í verkefnið, átak í sölu atvinnulóða, og að kostnaður við verkefnið verði tekinn af sölutekjum lóðanna.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun S-lista Samfylkingarinnar.<BR>Átak í sölu atvinnulóða í Mosfellsbæ.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Ég hef efasemdir um nokkur efnisatriði í megináherslum átaksins.<BR>Hvað varðar afslátt á gatnagerðagjöldum þá tel ég að beita verði varúð hvað það varðar og þeirri heimild sé ekki beytt nema í mjög afmörkuðum og skýrum tilfellum með það í huga að jafnræðis sé gætt gagnvart þeim sem áður hafa fengið úthlutað lóðum sem og þeim sem á eftir koma.<BR>Ég hef verulegar efasemdir um sérstaka lánafyrirgreiðslu af hálfu bæjarins í þessu sambandi með vísan til áðurnefnds jafræðis.<BR>Einnig tel ég afar vafasamt að kaupendum þessara lóða verði boðið upp á sérstakan starfsmannapakka eins og það er orðað í minnisblaðinu og njóti þannig ákveðinna hlunninda umfram starfsmenn annara fyrirtækja í bænum.<BR>Að öðru leiti er átakið gott og önnur efnisatriði þess með ágætum.<BR>Ef ekki eru gerðar breytingar á þessum efnisatriðum sem ég hef efasemdir um þá sit ég hjá við afgreiðslu þessa máls.</DIV><DIV>Jónas Sigurðsson.</DIV><DIV> </DIV><DIV><DIV>Samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 25. apríl 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #579
Minnisblað bæjarstjóra varðandi átak í sölu atvinnulóða.
<DIV>Afgreiðslu erindisins var frestað á 1070. fundi bæjarráðs. Frestað á 579. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 18. apríl 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1071
Áður á dagskrá 1070. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað til næsta fundar.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HS, JJB, HSv, BH, SÓJ og KT.</DIV><DIV>Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði að ráðast í verkefnið, átak í sölu atvinnulóða, og að kostnaður við verkefnið verði tekin af sölutekjum lóðanna.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Íbúahreyfingin er andvíg aðferðafræðinni við sölu atvinnuhúsnæðislóða eins og fram kemur í nefndum tillögum og leggur til opið gagnsætt uppboðsferli. Ljóst er að afsláttur lóða í Desjamýri vöktu enga athygli og þetta átak er jafn ólíklegt til þess að skila árangri í offramboði.</DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarráðmenn V og D lista bóka.<BR>Tillagan gengur út á sérstakt átak í sölu og markaðsetningu atvinnulóða í bænum undir kjörorðinu áskorun frá Mosfellsbæ - velkomin í Mosfellsbæ. Um er að ræða 10 lóðir i Desjamýri, 5 lóðir við Sunnukrika auk lóða á svæði Ístaks á Leirvogstungumelum. Verkefnið er meðal annars hugsað í samvinnu við fyrirtæki og frjáls félagasamtök í bænum. Hér er um að ræða nýja og spennandi nálgun á tímum sem þessum. Leitt er að fulltrúi íbúahreyfingarinnar leggi stein í götu þessa máls.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 12. apríl 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1070
Minnisblað bæjarstjóra varðandi átak í sölu atvinnulóða.
Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar.