Mál númer 201107040
- 25. apríl 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #579
Áður á dagskrá 1037. fundar bæjarráðs þar sem stjórn SSH var heimilað að skrifa undir viljayfirlýsingu milli ríkis og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna. Hjálagt er bréf SSH þar sem óskað er að meðfylgjandi samningstexti verði tekin til afgreiðslu og stjórn SSH heimilað að undirrita hann.
<DIV>Afgreiðsla 1070. fundar bæjarráðs, að veita stjórn SSH umboð til þess að undirrita samning um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, samþykkt á 579. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 12. apríl 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1070
Áður á dagskrá 1037. fundar bæjarráðs þar sem stjórn SSH var heimilað að skrifa undir viljayfirlýsingu milli ríkis og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna. Hjálagt er bréf SSH þar sem óskað er að meðfylgjandi samningstexti verði tekin til afgreiðslu og stjórn SSH heimilað að undirrita hann.
Til máls tóku: BH, JJB, HP, JS og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar veitir stjórn SSH umboð til þess að undirrita samning um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Íbúahreyfingin getur ekki fallist á að mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg sé verkefni sem hægt er að fresta í tengslum við aðkomu ríkisins að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
- 14. júlí 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1036
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita stjórn SSH umboð til undirritunar. Viljayfirlýsingar ríkis og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna.<BR>Bæjarráð Mosfellsbær samþykkir að stjórn SSH annist samningaviðræður á grundvelli viljayfirlýsingarinnar og leggi samningsdrög fyrir aðildarsveitarfélögin til afgreiðslu og staðfestingar.