Mál númer 201206256
- 12. september 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #588
Áður á dagskrá 1087. fundar bæjarráðs þar sem erindið var afgreitt með tveimur atkvæðum gegn einu og er það með vísað til afgreiðslu bæjarstjórnarfundar. Engin ný gögn lögð fram.
Fyrir 588. fundi bæjarstórnar liggur svohljóðandi samþykkt 1087. fundar bæjarráðs sem þarfnast afgreiðslu þar sem mótatkvæði koma fram á fundi bæjarráðs.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur haft til skoðunar þá ákvörðun skólastjórnenda að synja um umbeðið launalaust leyfi og hefur sú skoðun ekki leitt í ljós annað en rétt hafi verið staðið að ákvörðuninni.
Samþykkt að ákvörðun skólastjórnenda um synjun á launalausu leyfi frá 12. júní 2012 standi óbreytt enda í samræmi við gildandi reglur.Til máls tóku: BH, JJB og JS.
Samþykkt 1087. bæjarráðsfundar borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði og einn situr hjá.
Bæjarfulltrúi Samfylkingar óskar að vísa til bókunar sinnar við afgreiðslu málsins í bæjarráði en þar sagði:
Vegna sérstakra aðstæðna tel ég rétt að beiðni viðkomandi starfsmanns um launalaust leyfi sé samþykkt. Jafnframt tel ég að fullnægjandi málefnalegar ástæður séu fyrir hendi til að víkja út fyrir þann ramma sem skólastjórnendum er settur til afgreiðslu beiðna um launalaust leyfi. - 12. september 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #588
Erindi þessu var frestað á 1086. fundi bæjarráðs. Sömu gögn eiga við, að viðbættu minnisblaði framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs sem er hjálagt.
Afgreiðslu þessa erindis er til sérstakrar afgreiðslu síðar á 588. fundi bæjarstjórnar.
- 30. ágúst 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1087
Erindi þessu var frestað á 1086. fundi bæjarráðs. Sömu gögn eiga við, að viðbættu minnisblaði framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs sem er hjálagt.
Til máls tóku: HP, SÓJ, JS,
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur haft til skoðunar þá ákvörðun skólastjórnenda að synja um umbeðið launalaust leyfi og hefur sú skoðun ekki leitt í ljós annað en rétt hafi verið staðið að ákvörðuninni.
Samþykkt að ákvörðun skólastjórnenda um synjun á launalausu leyfi frá 12. júní 2012 standi óbreytt enda í samræmi við gildandi reglur.Afgreiðslan borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Bókun S-lista Samfylkingar.
Vegna sérstakra aðstæðna tel ég rétt að beiðni viðkomandi starfsmanns um launalaust leyfi sé samþykkt. Jafnframt tel ég að fullnægjandi málefnalegar ástæður séu fyrir hendi til að víkja út fyrir þann ramma sem skólastjórnendum er settur til afgreiðslu beiðna um launalaust leyfi. - 29. ágúst 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #587
Erindi þessu var frestað á 1084. fundi bæjarráðs. Sömu gögn eiga við.
Afgreiðslu erindisins var frestað á 1086. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.
- 23. ágúst 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1086
Erindi þessu var frestað á 1084. fundi bæjarráðs. Sömu gögn eiga við.
Til máls tóku: BH, HSv, JS, JJB, KGÞ og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu næsta bæjarráðsfundar. - 26. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1084
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs af 584. fundi bæjarstjórnar 19. júlí 2012.
Til máls tóku: HP, JS, HS, JJB og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins. - 19. júlí 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #584
Til máls tóku: BH.
Samþykkt með sex atkvæðum að vísa málinu til bæjarráðs. - 2. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1081
Frestað á 1080. fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.
- 28. júní 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1080
Erindinu frestað.