Mál númer 201411221
- 19. júlí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1361
Stefna og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum
Afgreiðsla 270. fundar Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar samþykkt með 3 atkvæðum 1361. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar.
- 10. júlí 2018
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #270
Stefna og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum
Stefna og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2018 lögð fram.
Deildarstjóri barnaverndar- og ráðgjafadeildar segir frá hugmyndum um nýjar áherslur í nýrri stefnu og áætlun nefndarinnar. Fjölskyldunefnd samþykkir að fela starfsmönnum fjölskyldusviðs að setja fram drög að endurskoðun á stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum. - 8. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #647
Drög að stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2018.
Afgreiðsla 28. fundar ungmennaráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 25. mars 2015
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #28
Drög að stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2018.
Unnu V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs mætti á fundinn og fór yfir stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2018.
Ungmennaráð leggur til að vakin verði athygli á öryggri netnotkun barna, s.s. í Mosfellingi og skólum bæjarins, og horft verði til áherslu SAFT í málaflokknum. - 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Drög að stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2018.
Afgreiðsla 186. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. febrúar 2015
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #186
Drög að stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2018.
Stefna og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum lögð fram.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Stefna og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2018.
Afgreiðsla 302. fundar fræðslunefndar samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. janúar 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #302
Stefna og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2018.
Fræðslunefnd leggur til að stefnan og áætlun í barnaverndarmálum Mosfellsbæjar verði kynnt í leik- og grunnskólum bæjarins.
- 17. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #640
Drög að stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2018.
Afgreiðsla 225. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 640. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. Lagt til að stefnan verði kynnt fyrir fræðslunefnd, íþrótta- og tómstundanefnd og ungmennaráði.
- 10. desember 2014
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #225
Drög að stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2018.
Fjölskyldunefnd samþykkir framlögð drög að stefnu og áætlun í barnaverndarmálum.