Mál númer 201501517
- 8. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #647
Upplýsingar um viðræður við Hjallastefnuna ehf.
Afgreiðsla 306. fundar fræðslunefndar samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 8. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #647
Beiðni Varmárskóla um að skólinn fái Brúarland til afnota fyrir skólastarfsemina. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. mars 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #306
Upplýsingar um viðræður við Hjallastefnuna ehf.
Hjallastefnan ehf. telur að ekki sé nægjanlegur grundvöllur fyrir að hefja hér skólarekstur, að svo stöddu. Ástæðan er einkum sú að Brúarland eitt og sér er ekki nógu stórt til að starfrækja þar sjálfstæðan skóla. Þeir hafa jafnframt lýst því yfir að þeir hafi enn áhuga á að starfrækja skóla í Mosfellsbæ, þegar aðstæður skapast til þess.
- 26. mars 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1205
Beiðni Varmárskóla um að skólinn fái Brúarland til afnota fyrir skólastarfsemina. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
Niðurstaða viðræðna við Hjallastefnuna er að ekki sé nægjanlegur grundvöllur fyrir því að hefja skólarekstur í Mosfellsbæ að svo stöddu.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Beiðni frá Hjallastefnunni ehf um viðræður við bæjaryfirvöld um rekstur skóla á vegum Hjallastefnunnar í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 302. fundar fræðslunefndar samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Beiðni frá Hjallastefnunni ehf um viðræður við bæjaryfirvöld um rekstur skóla á vegum Hjallastefnunnar í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1196. fundar bæjarráðs samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.$line$$line$Bjarki Bjarnason óskar eftir því að það verði bókað að hann sitji hjá við atkvæðagreiðslu um þennan lið fundargerðarinnar.
- 22. janúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1196
Beiðni frá Hjallastefnunni ehf um viðræður við bæjaryfirvöld um rekstur skóla á vegum Hjallastefnunnar í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslusviðs að ræða erindið við Hjallastefnuna ehf.
- 20. janúar 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #302
Beiðni frá Hjallastefnunni ehf um viðræður við bæjaryfirvöld um rekstur skóla á vegum Hjallastefnunnar í Mosfellsbæ.
Vísað til bæjarráðs til umfjöllunar og starfsfólki Skólaskrifstofu ásamt bæjarstjóra falið að ræða erindið við Hjallastefnunna. Lagt fram og kynnt aftur í fræðslunefnd. Fulltrúi VG óskar að bóka hjásetu.