Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. desember 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Út­hlut­un lóða í Langa­tanga og Fossa­tungu202310436

    Opnun tilboða í byggingarrétt lóða við Langatanga og Fossatungu.

    Á fund­in­um voru fram­komin til­boð í lóð­irn­ar opn­uð. Alls bár­ust 36 til­boð. Eitt til­boð barst eft­ir að fresti lauk og telst það því ógilt.

    Alls bár­ust:
    7 til­boð í ein­býl­is­húsa­lóð­ir við Fossa­tungu.
    29 til­boð í rað­húsa­lóð­ir við Langa­tanga.

    Til­boð­in verða skráð, flokk­uð nán­ar og tekin til af­greiðslu á fundi bæj­ar­ráðs fimmtu­dag­inn 21. des­em­ber 2023.

    Gestir
    • Ómar Karl Jóhannesson, lögfræðingur
    • 2. Kynn­ing á stöðu gatna­gerð­ar og jarð­vegs­fram­kvæmda 2023202311539

      Almenn kynning á stöðu jarðvegs- og gatnagerðarverkefna sem eru að finna í B-hluta fjárfestingaáætlunar eignasjóðs.

      Deild­ar­stjóri fram­kvæmda og sviðs­stjóri um­hverf­is­sviðs kynntu stöðu jarð­vegs- og gatna­gerð­ar­verk­efna sem eru að finna Í B-hluta fjár­fest­inga­áætl­un­ar eigna­sjóðs.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
      • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
    • 3. Inn­leið­ing LED-götu­lýs­ing­ar202201416

      Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út útskiptingu á götulömpum í sveitarfélaginu yfir í LED-götulýsingu

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út 1. áfanga í út­skipt­ingu á götu­lömp­um í sveit­ar­fé­lag­inu yfir í LED í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
      • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
      • 4. Er­indi Land­sam­taka hjól­reiða­manna varð­andi samn­inga við leigu­fyr­ir­tæki með raf­hlaupa­hjól202312012

        Erindi Landsamtaka hjólreiðamanna varðandi samninga við leigufyrirtæki með rafhlaupahjól.

        Bæj­ar­ráð tek­ur und­ir ábend­ing­ar í bréf­inu um að gera verði rík­ar kröf­ur varð­andi um­gengni og frá­g­ang vegna notk­un­ar á raf­hlaupa­hjól­um. Jafn­framt að þau sjón­ar­mið sem fram koma í er­ind­inu verði höfð til hlið­sjón­ar í fram­tíð­ar við­ræð­um við leigu­fyr­ir­tæki sem bjóða þjón­ustu með raf­hlaupa­hjól.

        Gestir
        • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
        • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:48