21. mars 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Úthlutun lóða í Langatanga og Fossatungu202310436
Niðurstaða úthlutunar lóða við Fossatungu og Langatanga lögð fram til kynningar.
Tilboð í auglýstar lóðir voru opnuð á 1606. fundi bæjarráðs. Alls bárust 26 tilboð, sjö tilboð í einbýlishúsalóðir við Fossatungu og 29 tilboð í raðhúsalóðir við Langatanga.
Á 1607. fundi samþykkti bæjarráð að taka tilboðum þar sem hæsta verð í hverja lóð skyldi lagt til grundvallar með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylltu öll skilyrði um hæfi. Jafnframt var samþykkt að veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar féllu frá tilboðum sínum eða uppfylltu ekki hæfisskilyrði og skyldi þá taka tilboði aðila sem næstir voru í röðinni hvað tilboðsverð varðar.
Lóðunum var úthlutað til eftirfarandi aðila:
- Fossatunga 28 til Bjarna Boga Gunnarssonar, tilboðsverð kr. 18.150.000
- Fossatunga 33 til Ástríks ehf., tilboðsverð kr. 15.276.000
- Langitangi 27 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 45.000.000
- Langitangi 29 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 40.000.000
- Langitangi 31 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 40.000.000
- Langitangi 33 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 35.000.0002. Umbótaverkefni Mosfellsbæjar 2024202403512
Tillaga að umbótaverkefnum sem verða í forgangi hjá Mosfellsbæ á árinu 2024.
Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að setja 18 umbótaverkefni úr stjórnsýslu- og rekstrarúttekt Strategíu í forgang hjá Mosfellsbæ á árinu 2024 í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
3. Úttekt á upplýsingatæknimálum Mosfellsbæjar202401110
Minnisblað um úttekt á upplýsingatæknimálum Mosfellsbæjar.
Kynning fór fram á stöðu úttektar á upplýsingatæknimálum Mosfellsbæjar ásamt ákvörðun um val á ráðgjafarfyrirtæki sem falið verði að vinna úttektina í kjölfar verðkönnunar.
Gestir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu umbóta og þróunar
4. Gæði og viðhald mannvirkja - eignasjóður202402526
Kynning á viðhaldi fasteigna í eigu sveitarfélagsins.
Kynning á stöðu á viðhaldi fasteigna í eigu sveitarfélagsins, gæði og innivist.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
5. Íþróttamiðstöðin að Lágafelli, endurbætur 2024202403431
Óskað er heimildar bæjarráðs til nauðsynlegra endurbóta í Íþróttamiðstöðinni að Lágafelli.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila endurbætur við Íþróttamiðstöðina að Lágafelli í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
6. Færanleg kennslurými vegna framkvæmda í Varmárskóla 2024202403354
Lagt er til að bæjarráð heimili leigu á færanlegum kennslueiningum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila leigu á færanlegum kennslueiningum fyrir Varmárskóla í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
7. Íslandsmótið í skák í Mosfellsbæ 2024202308297
Minnisblað vegna erindis frá Skáksambandi Íslands lagt fram til kynningar.
Bæjarráð fagnar því að Íslandsmótið í skák verði haldið í Mosfellsbæ dagana 16.-28. apríl nk. og felur menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviði að vinna með Skáksambandinu að eflingu skáklífs í Mosfellsbæ til samræmis við fyrirliggjandi erindi Skáksambandsins.
8. Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu202402114
Bréf frá Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR) þar sem Mosfellsbæ er boðið að gerast aðili að miðstöðinni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela skrifstofustjóra umbóta og þróunar og sviðsstjóra menningar-,íþrótta- og lýðheilsusviðs að afla frekari upplýsinga um málið og greina þær leiðir sem eru færar á sviði rafrænnar upplýsinga- og skjalavörslu til stuðnings við stafræna umbreytingu sveitarfélagsins. Við matið verði sérstaklega hugað að leiðum til að tryggja gæði við móttöku og langtímavörslu stafrænna gagna og kostnað við ólíkar leiðir. Á grunni greiningarinnar verði settir fram valkostir, þeir metnir og lögð fram tillaga til bæjarráðs að næstu skrefum.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta og lýðheilsusviðs
Í lok fundar var samþykkt að fundarboð næsta fundar bæjarráðs, sem fram fer 4. apríl nk., verði sent þriðjudaginn 2. apríl þar sem 1. apríl er almennur frídagur.