Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. mars 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Út­hlut­un lóða í Langa­tanga og Fossa­tungu202310436

    Niðurstaða úthlutunar lóða við Fossatungu og Langatanga lögð fram til kynningar.

    Til­boð í aug­lýst­ar lóð­ir voru opn­uð á 1606. fundi bæj­ar­ráðs. Alls bár­ust 26 til­boð, sjö til­boð í ein­býl­is­húsa­lóð­ir við Fossa­tungu og 29 til­boð í rað­húsa­lóð­ir við Langa­tanga.

    Á 1607. fundi sam­þykkti bæj­ar­ráð að taka til­boð­um þar sem hæsta verð í hverja lóð skyldi lagt til grund­vall­ar með fyr­ir­vara um að til­boðs­gjaf­ar upp­fylltu öll skil­yrði um hæfi. Jafn­framt var sam­þykkt að veita bæj­ar­stjóra um­boð til að sam­þykkja til­boð í lóð­ir í þeim til­vik­um sem til­boðs­gjaf­ar féllu frá til­boð­um sín­um eða upp­fylltu ekki hæfis­skil­yrði og skyldi þá taka til­boði að­ila sem næst­ir voru í röð­inni hvað til­boðsverð varð­ar.

    Lóð­un­um var út­hlutað til eft­ir­far­andi að­ila:
    - Fossa­tunga 28 til Bjarna Boga Gunn­ars­son­ar, til­boðsverð kr. 18.150.000
    - Fossa­tunga 33 til Ást­ríks ehf., til­boðsverð kr. 15.276.000
    - Langi­tangi 27 til Luxor ehf., til­boðsverð kr. 45.000.000
    - Langi­tangi 29 til Luxor ehf., til­boðsverð kr. 40.000.000
    - Langi­tangi 31 til Luxor ehf., til­boðsverð kr. 40.000.000
    - Langi­tangi 33 til Luxor ehf., til­boðsverð kr. 35.000.000

    • 2. Um­bóta­verk­efni Mos­fells­bæj­ar 2024202403512

      Tillaga að umbótaverkefnum sem verða í forgangi hjá Mosfellsbæ á árinu 2024.

      Bæj­ar­ráð sam­þykkti með fimm at­kvæð­um að setja 18 um­bóta­verk­efni úr stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt Strategíu í forg­ang hjá Mos­fells­bæ á ár­inu 2024 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    • 3. Út­tekt á upp­lýs­inga­tækni­mál­um Mos­fells­bæj­ar202401110

      Minnisblað um úttekt á upplýsingatæknimálum Mosfellsbæjar.

      Kynn­ing fór fram á stöðu út­tekt­ar á upp­lýs­inga­tækni­mál­um Mos­fells­bæj­ar ásamt ákvörð­un um val á ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki sem fal­ið verði að vinna út­tekt­ina í kjöl­far verð­könn­un­ar.

      Gestir
      • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu umbóta og þróunar
      • 4. Gæði og við­hald mann­virkja - eigna­sjóð­ur202402526

        Kynning á viðhaldi fasteigna í eigu sveitarfélagsins.

        Kynn­ing á stöðu á við­haldi fast­eigna í eigu sveit­ar­fé­lags­ins, gæði og inni­vist.

        Gestir
        • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
        • 5. Íþróttamið­stöðin að Lága­felli, end­ur­bæt­ur 2024202403431

          Óskað er heimildar bæjarráðs til nauðsynlegra endurbóta í Íþróttamiðstöðinni að Lágafelli.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila end­ur­bæt­ur við Íþróttamið­stöð­ina að Lága­felli í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

          Gestir
          • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
          • 6. Fær­an­leg kennslu­rými vegna fram­kvæmda í Varmár­skóla 2024202403354

            Lagt er til að bæjarráð heimili leigu á færanlegum kennslueiningum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila leigu á fær­an­leg­um kennslu­ein­ing­um fyr­ir Varmár­skóla í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

            Gestir
            • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
            • 7. Ís­lands­mót­ið í skák í Mos­fells­bæ 2024202308297

              Minnisblað vegna erindis frá Skáksambandi Íslands lagt fram til kynningar.

              Bæj­ar­ráð fagn­ar því að Ís­lands­mót­ið í skák verði hald­ið í Mos­fells­bæ dag­ana 16.-28. apríl nk. og fel­ur menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviði að vinna með Skák­sam­band­inu að efl­ingu skák­lífs í Mos­fells­bæ til sam­ræm­is við fyr­ir­liggj­andi er­indi Skák­sam­bands­ins.

              • 8. Mið­stöð hér­aðs­skjala­safna um ra­f­ræna skjala­vörslu202402114

                Bréf frá Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR) þar sem Mosfellsbæ er boðið að gerast aðili að miðstöðinni.

                Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og sviðs­stjóra menn­ing­ar-,íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs að afla frek­ari upp­lýs­inga um mál­ið og greina þær leið­ir sem eru fær­ar á sviði ra­f­rænn­ar upp­lýs­inga- og skjala­vörslu til stuðn­ings við sta­f­ræna umbreyt­ingu sveit­ar­fé­lags­ins. Við mat­ið verði sér­stak­lega hug­að að leið­um til að tryggja gæði við mót­töku og lang­tíma­vörslu sta­f­rænna gagna og kostn­að við ólík­ar leið­ir. Á grunni grein­ing­ar­inn­ar verði sett­ir fram val­kost­ir, þeir metn­ir og lögð fram til­laga til bæj­ar­ráðs að næstu skref­um.

                Gestir
                • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta og lýðheilsusviðs

              Í lok fund­ar var sam­þykkt að fund­ar­boð næsta fund­ar bæj­ar­ráðs, sem fram fer 4. apríl nk., verði sent þriðju­dag­inn 2. apríl þar sem 1. apríl er al­menn­ur frí­dag­ur.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:01