Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. mars 2023 kl. 11:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hamr­ar hjúkr­un­ar­heim­ili - deili­skipu­lags­breyt­ing202209130

    Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Hömrum að Langatanga 2A. Breytingin felur í sér möguleika á að fjölga hjúkrunarrýmum úr 40 í 74. Stækkun byggingarreitar er til norðurs þar sem heimilt verður, í samræmi við gildandi deiliskipulag að byggja þriggja hæða hús, mest 12 m hátt. Einnig er heimilt að hafa kjallara undir byggingu þar sem aðstæður leyfa. Áfram verð­ur að­al­að­koma að hjúkr­un­ar­heim­il­inu frá Langa­tanga en gert er ráð fyr­ir nýrri þjón­ustu­að­komu frá Skeið­holti. Horf­ið er frá kröfu um 3 m háa hljóð­vörn á milli Langa­tanga og bíla­stæða hjúkr­un­ar­heim­il­is og litið til annarra lausna. Deiliskipulagsbreytingin var unnin í samræmi við kynnta skipulagslýsingu verksins. Skipulagið var framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Breytingin var send á Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlitið HEF, Eir Hjúkrunarheimili, Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir, Veitur ohf. og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Athugasemdafrestur var frá 09.02.2023 til og með 26.03.2023. Jákvæðar umsagnir bárust frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 14.02.2023, og Minjastofnun Íslands, dags. 15.02.2023.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við til­lög­una, með vís­an í 3. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoð­ast til­lag­an sam­þykkt og mun skipu­lags­full­trúi ann­ast afgreiðslu deiliskipulagsins skv. 1. mgr. 42.gr. sömu laga.

  • 2. Greni­byggð 22-24 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202211363

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Dagný Tómasdóttur, fyrir útlitsbreytingum og breyttu innra skipulagi parhúss að Grenibyggð 22-24, í samræmi við gögn. Breytingin felur í sér að bílskúrum húsa er breytt í vinnustofu og geymslu, bílskúrshurð er skipt út fyrir glugga og glerjaða hurð. Uppdrættir sýna að áfram verði bílaeign geymd innan lóðar. Erindinu var vísað til umsagnar á 487. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.

    Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi, í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og eigendum húsa að Grenibyggð, 13, 15, 17, 20 og 26.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00