Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. september 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) aðalmaður
  • Þorsteinn Birgisson (ÞB) aðalmaður
  • Jórunn Edda Hafsteinsdóttir (JEH) aðalmaður
  • Elva Hjálmarsdóttir embættismaður

Fundargerð ritaði

Elva Hjálmarsdóttir Ráðgjafi á fjölskyldusviði


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar - sam­þykkt fyr­ir ráð­ið202208707

    Í samræmi við samþykkt 2. mgr. 2. gr. öldungaráðs kýs ráðið sér formann og varaformann.

    Ráð­ið fékk til­lögu varð­andi for­mennsku í öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar og var lagt til að Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son myndi sinna for­mennsku. Ráð­ið fékk einn­ig til­lögu varð­andi vara­formann öld­unga­ráðs og lagt var til að Jón­as Sig­urðs­son myndi sinna því hlut­verki.

    • 2. Heilsa og Hug­ur, lýð­heilsu­verk­efni fyr­ir eldri borg­ara í Mos­fells­bæ.202207290

      Kynning á lýðheilsuverkefninu Heilsa og hugur fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.

      Halla Karen Kristjáns­dótt­ir var með kynn­ingu á fyr­ir­komu­lagi lýð­heilsu­verk­efn­is­ins Heilsa og hug­ur fyr­ir full­trú­um ráðs­ins. Öld­ungaráð legg­ur áherslu á að verk­efn­inu verði hald­ið áfram og það þró­að þann­ig að það henti ólík­um hóp­um hvað lík­am­lega færni varð­ar.

      • 3. Starfs­áætlun öld­unga­ráðs 2022-2026202208714

        Rætt um störf og verkefni öldungaráðs á tímabilinu.

        Öld­ungaráð tel­ur nauð­syn­legt að fram fari ít­ar­leg könn­un af hálfu sveit­ar­fé­lags­ins varð­andi þjón­ustu við eldri borg­ara. Þær nið­ur­stöð­ur yrðu síð­an not­að­ar til áfram­hald­andi vinnu við starfs­áætlun öld­unga­ráðs.

        • 4. Þjón­usta til aldr­aðra íbúa Mos­fells­bæj­ar - um­ræð­ur öld­unga­ráðs202110122

          Umfjöllun um opinn kynningarfund fyrir eldri borgara á þjónustu sem stendur þeim til boða í Mosfellsbæ.

          Dagskrá kynn­ing­ar­fund­ar fyr­ir eldri borg­ara rædd og al­menn ánægja ráðs­ins með fyr­ir­hug­að­an fund.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00