1. september 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) aðalmaður
- Þorsteinn Birgisson (ÞB) aðalmaður
- Jórunn Edda Hafsteinsdóttir (JEH) aðalmaður
- Elva Hjálmarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Elva Hjálmarsdóttir Ráðgjafi á fjölskyldusviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Öldungaráð Mosfellsbæjar - samþykkt fyrir ráðið202208707
Í samræmi við samþykkt 2. mgr. 2. gr. öldungaráðs kýs ráðið sér formann og varaformann.
Ráðið fékk tillögu varðandi formennsku í öldungaráð Mosfellsbæjar og var lagt til að Ólafur Ingi Óskarsson myndi sinna formennsku. Ráðið fékk einnig tillögu varðandi varaformann öldungaráðs og lagt var til að Jónas Sigurðsson myndi sinna því hlutverki.
2. Heilsa og Hugur, lýðheilsuverkefni fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.202207290
Kynning á lýðheilsuverkefninu Heilsa og hugur fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.
Halla Karen Kristjánsdóttir var með kynningu á fyrirkomulagi lýðheilsuverkefnisins Heilsa og hugur fyrir fulltrúum ráðsins. Öldungaráð leggur áherslu á að verkefninu verði haldið áfram og það þróað þannig að það henti ólíkum hópum hvað líkamlega færni varðar.
3. Starfsáætlun öldungaráðs 2022-2026202208714
Rætt um störf og verkefni öldungaráðs á tímabilinu.
Öldungaráð telur nauðsynlegt að fram fari ítarleg könnun af hálfu sveitarfélagsins varðandi þjónustu við eldri borgara. Þær niðurstöður yrðu síðan notaðar til áframhaldandi vinnu við starfsáætlun öldungaráðs.
4. Þjónusta til aldraðra íbúa Mosfellsbæjar - umræður öldungaráðs202110122
Umfjöllun um opinn kynningarfund fyrir eldri borgara á þjónustu sem stendur þeim til boða í Mosfellsbæ.
Dagskrá kynningarfundar fyrir eldri borgara rædd og almenn ánægja ráðsins með fyrirhugaðan fund.