Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. nóvember 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Sam­þætt þjón­usta við börn202210022

    Kynning á innleiðingu laga um samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna.

    Íris Dögg Hug­rún­ar­dótt­ir Marteins­dótt­ir, verk­efna­stjóri Far­sæld­ar­hrings­ins, kynnti inn­leið­ingu á lög­um um sam­þætt­ingu á þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna.

    Gestir
    • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
    • Íris Dögg Hugrúnardóttir Marteinsdóttir, verkefnastjóri Farsældarhringsins
    • Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
    • 2. Út­boð - mötu­neyti Kvísl­ar­skóla og Varmár­skóla202210549

      Lagt er til að bæjarráð heimili fræðslu- og frístundasviði að hefja útboðsferli á aðkeyptum mat fyrir Kvíslarskóla og Varmárskóla frá janúar til júní 2023 og að fenginn verði sérhæfður aðili til að annast umsjón útboðs.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila fræðslu- og frí­stunda­sviði að hefja und­ir­bún­ing á út­boðs­ferli á að­keypt­um mat fyr­ir Kvísl­ar­skóla og Varmár­skóla frá janú­ar til júní 2023 og að feng­inn verði sér­hæfð­ur að­ili til að ann­ast um­sjón út­boðs, með fyr­ir­vara um sam­þykki fjár­hags­áætl­un­ar 2023.

      Gestir
      • Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
      • 3. Skipu­lag fjöl­skyldu­sviðs2020081082

        Breyting á nafni fjölskyldusviðs í velferðarsvið kynnt.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fjöl­skyldu­svið skuli bera nafn­ið vel­ferð­ar­svið.

      • 4. Heilsa og Hug­ur, lýð­heilsu­verk­efni fyr­ir eldri borg­ara í Mos­fells­bæ.202207290

        Tillaga um að gengið verði til samninga við Félaga aldraðra í Mosfellsbæ um framkvæmd námskeiðsins Heilsa og hugur.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra vel­ferð­ar­sviðs að ganga til samn­inga við Fé­lag aldr­aðra í Mos­fells­bæ í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

        Gestir
        • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
      • 5. Til­laga B, C og S lista um styrki til lýð­heilsu­verk­efna fyr­ir eldra fólk í Mos­fells­bæ202210580

        Tillaga fulltrúa B, C og S lista um að nýta ágóðahlutagreiðslu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands til að styrkja verkefnin Karlar í skúrum og Heilsa og hugur.

        Mál­inu frestað til næsta fund­ar vegna tíma­skorts.

        • 6. Til­laga D lista um greiðslu húsa­leigu fyr­ir starf­sem­ina Karl­ar í skúr­um árið 2023202210557

          Tillaga D lista um að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2023 verði gert ráð fyrir að Mosfellsbær greiði húsaleigu fyrir starfsemina Karlar í skúrum sem fram fer í húsnæði Skálatúns.

          Mál­inu frestað til næsta fund­ar vegna tíma­skorts.

          • 7. Frum­varp til laga um út­lend­inga - beiðni um um­sögn202210536

            Frá nefndasviði Alþingis, frumvarp til laga um útlendinga, 382. mál. Umsagnarfrestur til 11. nóvember nk.

            Lagt fram.

            • 8. Til­laga til þings­álykt­un­ar um út­tekt á trygg­inga­vernd í kjöl­far nátt­úru­ham­fara - beiðni um um­sögn202210505

              Frá nefndasviði Alþingis, tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingarvernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál. Umsagnarfrestur til 8. nóvember nk.

              Lagt fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00