24. mars 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) 1. varabæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Staða heimilislausra með fjölþættan vanda.202203436
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi stöðu heimilislausra með fjölþættan vanda.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
2. Framkvæmdir á skíðasvæðum - viðauki við samstarfssamning202203440
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að endurnýjun samstarfssamnings um skíðasvæði lagt fram til umræðu og afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi viðauka III við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018. Bæjarstjóra er falið að undirrita viðaukann fyrir hönd Mosfellsbæjar.
3. Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingar varðandi móttöku flóttafólks frá Úkraínu202203114
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Umbeðin umsögn lögð fram.
4. Viljayfirlýsing um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða í Mosfellsbæ202203631
Viljayfirlýsing Bjarg íbúðarfélags og Mosfellsbæjar um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða í Mosfellsbæ lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd Mosfellsbæjar.