Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. mars 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) 1. varabæjarfulltrúi
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Staða heim­il­is­lausra með fjöl­þætt­an vanda.
  202203436

  Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi stöðu heimilislausra með fjölþættan vanda.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

 • 2. Fram­kvæmd­ir á skíða­svæð­um - við­auki við sam­starfs­samn­ing
  202203440

  Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að endurnýjun samstarfssamnings um skíðasvæði lagt fram til umræðu og afgreiðslu.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi við­auka III við sam­komu­lag um end­ur­nýj­un og upp­bygg­ingu á mann­virkj­um skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins frá 7. maí 2018. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita við­auk­ann fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

 • 3. Til­laga bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar varð­andi mót­töku flótta­fólks frá Úkraínu
  202203114

  Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.

  Um­beð­in um­sögn lögð fram.

  • 4. Vilja­yf­ir­lýs­ing um sam­starf um upp­bygg­ingu leigu­íbúða í Mos­fells­bæ
   202203631

   Viljayfirlýsing Bjarg íbúðarfélags og Mosfellsbæjar um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða í Mosfellsbæ lögð fram til samþykktar.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi vilja­yf­ir­lýs­ingu og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita hana fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:00