27. apríl 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Rekstur deilda janúar til desember 2022202304215
Minnisblað fjármáladeildar um rekstur deilda A og B hluta janúar til desember 2022.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, fór yfir yfirlit yfir rekstur A og B hluta janúar til desember 2022.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
2. Útboð á akstri strætisvagna202304137
Tillaga stjórnar Strætó bs. um útboð á akstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu stjórnar Strætó bs. um útboð á akstri almenningsvagna til átta ára með heimild til framlengingar í tvö ár.
3. Staða heimilislausra með fjölþættan vanda.202203436
Skýrsla samstarfsverkefnis í málefnum heimilislausra lögð fram til kynningar og umræðu.
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir verkefnisstjóri samstarfsverkefnis vegna heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir kynnti fyrirliggjandi skýrslu um verkefnið sem unnið var í samstarfi Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til meðferðar velferðarnefndar.
Gestir
- Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, lögfræðingur
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
4. Seljadalsvegur 4 - Kæra til ÚUA vegna ákvörðunar um útgáfu byggingarleyfis202304042
Kæra til ÚUA varðandi ákvörðun byggingarfulltrúa um útgáfu byggingarleyfis fyrir Seljadalsveg 4, Mosfellsbæ án undangenginnar grenndarkynningar og kynningar á deiliskipulagi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni að fara með hagsmuni Mosfellsbæjar í málinu.
5. Lýsing á reiðleið um Tungubakka202304291
Erindi frá Hestamannfélaginu Herði varðandi lýsingu á reiðleið við Tungubakka.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar umhverfissviðs Mosfellsbæjar.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
6. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits 2022202304343
Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness 2022 lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
7. Mögulegar lagabreytingar vegna óleyfisbúsetu202304407
Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á áformum um lagabreytingu í tenglum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði. Umsagnafrestur er til 28. apríl nk.
Lagt fram.
Í lok fundar var samþykkt að fundarboð og fundargögn næsta fundar bæjarráðs verði send þriðjudaginn 2. maí vegna almenns frídags 1. maí.