21. október 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun vegna verkefna samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýttingu höfuðborgarsvæðisins202002266
Erindi samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu varðandi fjárhagsáætlun verkefna samráðshópsins, dags. 12.10.2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
2. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Blik bistro og grill202110161
Erindi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Blikastaðakró ehf., f.h. Blik Bistro & Grill, um rekstrarleyfi, dags. 11.10.2021. Þá er tilkynnt að Blik veitingar ehf. hafi hætt starfsemi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um rekstrarleyfi veitingastaðar í fl. II, Blik Bistro & Grill.
3. Krafa um endurákvörðun fasteignaskatts lagðan á Veitur ohf202110149
Erindi Veitna þar sem krafist er endurákvörðunar fasteignaskatts lagðan á Veitur á árunum 2016-2021 vegna jarðhitahlunninda sem fylgja fasteigninni Dælustöðvarvegi 6, dags. 08.10.2021.
Bæjarráð synjar kröfu Veitna með þremur atkvæðum með vísan til fyrri afgreiðslu Mosfellsbæjar.
4. Erindi frá SSH, varðandi niðurstöðu 529. stjórnarfundar SSH varðandi áfanga- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins202110277
Erindi frá SSH, dags. 11. október 2021, varðandi áfangastaða- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins lagt fram. Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnisstjóri mætir á fundinn og kynna erindið.
Á fund bæjarráðs mætti Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnastjóri og kynnti tillögur að mögulegum verkefnum og umfangi starfseminnar auk tillagna um fjármögnun og tekjumódel með hagaðilum varðandi stofnun áfangastaða- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Næstu skref eru að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taki afstöðu til verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
Gestir
- Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnastjóri
5. Stefna Mosfellsbæjar um forvarnir gegn einelti, áreitni og vanlíðan á vinnustað.201712169
Tillaga um breytingu á stefnu og viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar um einelti og áreitni er lýtur að skilgreiningum og boðleiðum varðandi tilkynningar.
Málinu frestað til næsta fundar vegna tímaskorts.
Gestir
- Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
6. Jöfnunarsjóður - drög að breytingu á reglugerð nr. 1088/2012202110132
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á drögum að breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fjármálastjóra.
7. Heimild til að leggja rafstreng í landi Selholts202109439
Erindi Verkís ehf., f.h. Veitna, þar sem óskað er heimildar til að leggja rafstreng í landi Selholts L204589.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila Veitum ohf. að setja niður rafstreng um land Selholts L204589 í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. Bæjarstjóra er falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd Mosfellsbæjar.