Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. september 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skrán­ing á fjár­hags­leg­um hags­mun­um bæj­ar­full­trúa202208680

    Skráningarblað fyrir skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar, sbr. reglur þar um, lagt fram til staðfestingar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi skrán­ing­ar­blað.

  • 2. Voga­tunga 59 - um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is fyr­ir rekst­ur gisti­stað­ar202208701

    Beiðni um umsögn um rekstrarleyfis Igloo ehf. fyrir rekstur gististaðar í flokki II-C minna gistiheimili að Vogatungu 59.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að leggjast gegn út­gáfu rekstr­ar­leyf­is gisti­stað­ar með vís­an til rök­stuðn­ings sem fram kem­ur í um­sögn bygg­ing­ar­full­trúa.

  • 3. Um­sókn um teng­ingu fyr­ir heitt vatn202207068

    Erindi tiltekinna frístundahúsa í Helgadal þar sem óskað er aðgangs að heitu vatni.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til með­ferð­ar um­hverf­is­sviðs og mál­ið verði lagt að nýju fyr­ir bæj­ar­ráð að henni lok­inni.

  • 4. Er­indi FaMos varð­andi álagn­ingu fast­eigna­gjalda íbúð­ar­hús­næð­is fyr­ir árið 2023202209073

    Erindi FaMos varðandi afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis fyrir árið 2023.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­fjöll­un­ar fjár­hags­áætl­un­ar.

    Bók­un D - lista:
    Full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar hafa þeg­ar lagt fram til­lögu á þessu kjör­tíma­bili um að fast­eigna­gjöld verði ekki hækk­uð um­fram vísi­tölu. Þetta hef­ur ver­ið gert und­an­farin ár í tíð fyrri meiri­hluta til að sporna við mikl­um hækk­un­um á fast­eigna­gjöld­um. Einn­ig er í sam­þykkt­um Mos­fells­bæj­ar ákvæði um af­slætti á fast­eigna­gjöld­um til eldri borg­ara og eru þeir af­slætt­ir tekju­tengd­ir.

    Bók­un B, C og S-lista:
    Eins og bókað hef­ur ver­ið hér í bæj­ar­ráði þeg­ar sam­þykkt var að vísa til­lögu Sjálf­stæð­is­flokks­ins til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar, þá er kveð­ið á um það í mál­efna­samn­ingi Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar að álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda skuli lækk­að­ar til að koma til móts við hækk­un fast­eigna­mats. Mun sú lækk­un einn­ig gagn­ast þeim eldri borg­um sem eiga rétt til af­slátt­ar skv. regl­um Mos­fells­bæj­ar um tekju­við­mið.

  • 5. Er­indi frá SSH varð­andi áfanga- og mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202110277

    Kynning á rekstrargreiningu KPMG vegna áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins sem unnin var fyrir ráðgjafahóp um áfangastaðastofu. Fulltrúar frá SSH og KPMG koma til fundarins og kynna rekstrargreininguna.

    Björn H. Reyn­is­son frá SSH og Sæv­ar Krist­ins­son frá KPMG kynntu rekstr­ar­grein­ingu fyr­ir áfanga­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Bæj­ar­ráð tek­ur já­kvætt í þær til­lög­ur sem fram koma í grein­ing­unni.

    Gestir
    • Sævar Kristinsson, KPMG
    • Björn H. Reynisson, SSH
    • 6. Sam­þykkt­ir um hunda­hald202208842

      Erindi HEF, Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, þar sem lagðar eru fram til umfjöllunar og samþykktar nýjar samþykktir um hundahald. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins, kemur og kynnir samþykktirnar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykkti með fimm at­kvæð­um nýja sam­þykkt um hunda­hald.

      Gestir
      • Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits
      • Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:17