8. september 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skráning á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa202208680
Skráningarblað fyrir skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar, sbr. reglur þar um, lagt fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi skráningarblað.
- FylgiskjalMinnisblað - Skráningarblað fyrir skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa og trúnaðarstörf utan bæjarstjórnar.pdfFylgiskjalSkráningarblað.pdfFylgiskjalReglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa Mosfellsbæjar endurskoðun samþykktar í bæjarstjórn 810. fundi 31.08.2022.pdf
2. Vogatunga 59 - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir rekstur gististaðar202208701
Beiðni um umsögn um rekstrarleyfis Igloo ehf. fyrir rekstur gististaðar í flokki II-C minna gistiheimili að Vogatungu 59.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis gististaðar með vísan til rökstuðnings sem fram kemur í umsögn byggingarfulltrúa.
3. Umsókn um tengingu fyrir heitt vatn202207068
Erindi tiltekinna frístundahúsa í Helgadal þar sem óskað er aðgangs að heitu vatni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til meðferðar umhverfissviðs og málið verði lagt að nýju fyrir bæjarráð að henni lokinni.
4. Erindi FaMos varðandi álagningu fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis fyrir árið 2023202209073
Erindi FaMos varðandi afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar fjárhagsáætlunar.
Bókun D - lista:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Mosfellsbæjar hafa þegar lagt fram tillögu á þessu kjörtímabili um að fasteignagjöld verði ekki hækkuð umfram vísitölu. Þetta hefur verið gert undanfarin ár í tíð fyrri meirihluta til að sporna við miklum hækkunum á fasteignagjöldum. Einnig er í samþykktum Mosfellsbæjar ákvæði um afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara og eru þeir afslættir tekjutengdir.Bókun B, C og S-lista:
Eins og bókað hefur verið hér í bæjarráði þegar samþykkt var að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins til fjárhagsáætlunargerðar, þá er kveðið á um það í málefnasamningi Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar að álagningarprósentur fasteignagjalda skuli lækkaðar til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Mun sú lækkun einnig gagnast þeim eldri borgum sem eiga rétt til afsláttar skv. reglum Mosfellsbæjar um tekjuviðmið.5. Erindi frá SSH varðandi áfanga- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins202110277
Kynning á rekstrargreiningu KPMG vegna áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins sem unnin var fyrir ráðgjafahóp um áfangastaðastofu. Fulltrúar frá SSH og KPMG koma til fundarins og kynna rekstrargreininguna.
Björn H. Reynisson frá SSH og Sævar Kristinsson frá KPMG kynntu rekstrargreiningu fyrir áfangastofu höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð tekur jákvætt í þær tillögur sem fram koma í greiningunni.
Gestir
- Sævar Kristinsson, KPMG
- Björn H. Reynisson, SSH
6. Samþykktir um hundahald202208842
Erindi HEF, Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, þar sem lagðar eru fram til umfjöllunar og samþykktar nýjar samþykktir um hundahald. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins, kemur og kynnir samþykktirnar.
Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum nýja samþykkt um hundahald.
Gestir
- Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits
- Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs