4. nóvember 2021 kl. 07:33,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um viðræður vegna skila á vegum sem féllu úr tölu þjóðvega við setningu vegalaga202109325
Drög að erindi til Vegagerðarinnar.
Bæjarráað leggur áherslu á að samfara mögulegum skilum á Kóngsvegi/Reykjavegi (Hafravavegi) til Mosfellsbæjar þá verði sett á vegaáætlun ný tengin mill Reykjavíkur, Mosfellsbæjar og Kópavogs, samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar, sem hluti af fyrirhuguðum ofanbyggðarvegum höfuðborgarsvæðisins. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að rita Vegagerðinni bréf þess efnis.
2. Erindi frá SSH vegna áfanga- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins202110277
Tillaga um milliskref vegna áfanga- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2022.
Lagt fram.
3. Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022202110146
Umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar og verkefnastjóra skjalavörslu og rafrænnar þjónustu um samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga á árinu 2022.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að taka þátt þeim samstarfsverkefnum sem lagt er til að unnið verði að í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga á árinu 2022 og vísar fjárhagsþætti málsins til úrvinnslu milli umræðna um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2022.