Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. júní 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kæra til ÚUA vegna breytts deili­skipu­lags við Stórakrika 59202106135

    Tilkynning um kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi við Stórakrika 59 - mál nr. 80/2021.

    Kæra vegna breyt­inga á deili­skipu­lagi Krika­hverf­is vegna lóð­ar­inn­ar Stórakrika 59-61 til ÚUA lögð fram til kynn­ing­ar. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að gæta hags­muna Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

    • 2. Okk­ar Mosó 2021.201701209

      Niðurstöður íbúakosninga í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2021 lagðar fram til kynningar.

      Nið­ur­stöð­ur íbúa­kosn­inga í lýð­ræð­is­verk­efn­inu Okk­ar Mosó 2021 lagð­ar fram til kynn­ing­ar.

    • 3. Að­gerðaráætlun um for­varn­ir með­al barna og ung­menna gegn kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu of­beldi og áreitni202106075

      Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júní 2021, lögð fram til kynningar aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

      Er­indi lagt fram til kynn­ing­ar. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu hjá fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs. Jafn­framt sam­þykkt að vísa mál­inu til kynn­ing­ar í fræðslu­nefnd, íþrótta- og tóm­stunda­nefnd, fjöl­skyldu­nefnd, lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd og ung­menna­ráði.

    • 4. Hags­muna­mál frí­stunda­byggð­ar­inn­ar við norð­an­vert Hafra­vatn202106212

      Ósk Hafrabyggðar, félags landeigenda/lóðarhafa við norðanvert Hafravatn, um fund ásamt umræðuefni fyrir fundinn, dags. 6. júní 2021.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að funda með full­trú­um fé­lags­ins um er­ind­ið.

    • 5. Yf­ir­lagn­ir mal­biks árið 2021202106209

      Yfirlit yfir malbiksframkvæmdir 2021 lagt fram til kynningar.

      Yf­ir­lit yfir mal­biks­fram­kvæmd­ir 2021 lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 6. Sjálf­bær íbúð­ar­hús202106126

      Erindi Blue Rock og Green Rock dags. 7. júní 2021, um sjálfbær íbúðarhús og ósk um samstarf.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

    • 7. Álykt­un stjórn­ar Fé­lags at­vinnu­rek­enda vegna fast­eigna­mats 2022202106031

      Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022, dags. 1. júní 2021.

      Bók­un áheyrn­ar­full­trúa L lista Vina Mos­fells­bæj­ar.
      Varð­andi álykt­un Fé­lags at­vinnu­rek­enda, þar sem vakin er at­hygli á mik­illi hækk­un fast­eigna­mats vegna árs­ins 2022 og þeirri ósk fé­lags­ins að sveit­ar­fé­lög­in komi til móts með því að lækka álagn­ingar­pró­sent­una á kom­andi ári, þá vill bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar minna á að við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar síð­ast lið­in tvö ár hef­ur hann flutt til­lögu um lækk­un fast­eigna­skatts á at­vinnu­hús­næði í Mos­fells­bæ.

      Bók­un D- og V-lista:
      Bæj­ar­full­trú­ar D- og V-lista árétta að álagn­ing­ar­hlut­föll fast­eigna­gjalda á at­vinnu­hús­næði voru lækk­uð við gerð fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2021.

      ***
      Er­ind­ið lagt fram.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:53