16. júní 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kæra til ÚUA vegna breytts deiliskipulags við Stórakrika 59202106135
Tilkynning um kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi við Stórakrika 59 - mál nr. 80/2021.
Kæra vegna breytinga á deiliskipulagi Krikahverfis vegna lóðarinnar Stórakrika 59-61 til ÚUA lögð fram til kynningar. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar í málinu.
2. Okkar Mosó 2021.201701209
Niðurstöður íbúakosninga í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2021 lagðar fram til kynningar.
Niðurstöður íbúakosninga í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2021 lagðar fram til kynningar.
3. Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni202106075
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júní 2021, lögð fram til kynningar aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Erindi lagt fram til kynningar. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu hjá framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs. Jafnframt samþykkt að vísa málinu til kynningar í fræðslunefnd, íþrótta- og tómstundanefnd, fjölskyldunefnd, lýðræðis- og mannréttindanefnd og ungmennaráði.
4. Hagsmunamál frístundabyggðarinnar við norðanvert Hafravatn202106212
Ósk Hafrabyggðar, félags landeigenda/lóðarhafa við norðanvert Hafravatn, um fund ásamt umræðuefni fyrir fundinn, dags. 6. júní 2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að funda með fulltrúum félagsins um erindið.
5. Yfirlagnir malbiks árið 2021202106209
Yfirlit yfir malbiksframkvæmdir 2021 lagt fram til kynningar.
Yfirlit yfir malbiksframkvæmdir 2021 lagt fram til kynningar.
6. Sjálfbær íbúðarhús202106126
Erindi Blue Rock og Green Rock dags. 7. júní 2021, um sjálfbær íbúðarhús og ósk um samstarf.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
7. Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022202106031
Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022, dags. 1. júní 2021.
Bókun áheyrnarfulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar.
Varðandi ályktun Félags atvinnurekenda, þar sem vakin er athygli á mikilli hækkun fasteignamats vegna ársins 2022 og þeirri ósk félagsins að sveitarfélögin komi til móts með því að lækka álagningarprósentuna á komandi ári, þá vill bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar minna á að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar síðast liðin tvö ár hefur hann flutt tillögu um lækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ.Bókun D- og V-lista:
Bæjarfulltrúar D- og V-lista árétta að álagningarhlutföll fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði voru lækkuð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.***
Erindið lagt fram.