Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. nóvember 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Beiðni Strætó bs. um að sam­þykkt verði ein­föld ábyrgð og veð­setn­ing tekna til trygg­ing­ar lána­samn­inga202111294

    Erindi Strætó bs. þar sem þess er ósk að samþykkt verði einföld ábyrgð, veðsetning tekna til tryggingar ábyrgðar og umboð til að undirrita lán Lánasjóðs sveitarfélaga og Arion banka til Strætó bs.

    Bók­un M-lista:
    Hér und­ir­gengst Mos­fells­bær und­ir ,,ein­falda ábyrgð" á lán­um Strætó bs eina ferð­ina enn. Hér er því ver­ið að skuld­setja kom­andi kyn­slóð­ir fyr­ir ,,grænni fjár­fest­ingu" til fram­tíð­ar ásamt rekstr­ar­láni vegna lé­legr­ar nýt­ing­ar á vögn­um Strætó bs og vagna þeirra verktaka sem aka fyr­ir þetta byggða­samlag. Óbeint með þessu, þrátt fyr­ir ,,ein­falda ábyrgð", er ver­ið að auka við skuld­bind­ing­ar sveit­ar­fé­laga, þ.m.t. Mos­fells­bæ, vegna starf­semi Strætó bs.

    ***
    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1512. fundi þann 18. nóv­em­ber 2021 að veita ein­falda ábyrgð og veð­setja til trygg­ing­ar ábyrgð­inni tekj­ur sín­ar í sam­ræmi við hlut­fall eign­ar­halds, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68 gr. og 2. mgr. 69. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, til trygg­ing­ar láns hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að fjár­hæð allt að kr. 400.000.000 með loka­gjald­daga 15. ág­úst 2029, í sam­ræmi við skil­mála lána­samn­ings sem ligg­ur fyr­ir á fund­in­um og sem sveita­stjórn­in hef­ur kynnt sér. Nær sam­þykki sveit­ar­stjórn­ar jafn­framt til und­ir­rit­un­ar lána­samn­ings og að sveit­ar­fé­lag­ið beri þær skyld­ur sem þar grein­ir. Þá hef­ur sveit­ar­stjórn­in kynnt sér gild­andi græna um­gjörð Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga og sam­þykk­ir að ráð­stöf­un láns­ins falli að henni.

    Er lán­ið tek­ið til fjár­fest­ing­ar í raf­vögn­um til end­ur­nýj­un­ar í flota Strætó bs með það að mark­miði að lækka kol­efn­is­spor Strætó, sem fel­ur í sér að vera verk­efni sem hef­ur al­menna efna­hags­lega þýð­ingu sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­lag­anna nr. 150/2006.

    Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. sveit­ar­fé­lags­ins að und­ir­rita lána­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

    Með sama hætti sam­þykk­ir bæj­ar­ráð með þrem­ur at­kvæð­um beiðni Strætó bs. að veð­setja til trygg­ing­ar ábyrgð­inni tekj­ur sín­ar í sam­ræmi við hlut­fall eign­ar­halds til trygg­ing­ar ábyrgð­ar á rekstr­ar­láni að fjár­hæð kr. 300.000.000 hjá Ari­on banka til fimm ára, í sam­ræmi við skil­mála lána­samn­ings sem ligg­ur fyr­ir á fund­in­um og sem sveita­stjórn­in hef­ur kynnt sér.

    • 2. Hlé­garð­ur - Fram­tíð­ar­sýn, Ný­fram­kvæmd202011420

      Minnisblað umhverfissviðs vegna framkvæmda við Hlégarð.

      Minn­is­blað um fram­kvæmd við end­ur­bæt­ur Hlé­garðs lagt fram. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela fjár­mála­stjóra að und­ir­búa við­auka að fjár­hæð 59,4 m.kr. við fjár­hags­áætlun árs­ins 2021 vegna fram­kvæmd­ar­inn­ar.

      Gestir
      • Hildur Freysdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.