18. nóvember 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Beiðni Strætó bs. um að samþykkt verði einföld ábyrgð og veðsetning tekna til tryggingar lánasamninga202111294
Erindi Strætó bs. þar sem þess er ósk að samþykkt verði einföld ábyrgð, veðsetning tekna til tryggingar ábyrgðar og umboð til að undirrita lán Lánasjóðs sveitarfélaga og Arion banka til Strætó bs.
Bókun M-lista:
Hér undirgengst Mosfellsbær undir ,,einfalda ábyrgð" á lánum Strætó bs eina ferðina enn. Hér er því verið að skuldsetja komandi kynslóðir fyrir ,,grænni fjárfestingu" til framtíðar ásamt rekstrarláni vegna lélegrar nýtingar á vögnum Strætó bs og vagna þeirra verktaka sem aka fyrir þetta byggðasamlag. Óbeint með þessu, þrátt fyrir ,,einfalda ábyrgð", er verið að auka við skuldbindingar sveitarfélaga, þ.m.t. Mosfellsbæ, vegna starfsemi Strætó bs.***
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1512. fundi þann 18. nóvember 2021 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68 gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 400.000.000 með lokagjalddaga 15. ágúst 2029, í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitastjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.Er lánið tekið til fjárfestingar í rafvögnum til endurnýjunar í flota Strætó bs með það að markmiði að lækka kolefnisspor Strætó, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaganna nr. 150/2006.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Með sama hætti samþykkir bæjarráð með þremur atkvæðum beiðni Strætó bs. að veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds til tryggingar ábyrgðar á rekstrarláni að fjárhæð kr. 300.000.000 hjá Arion banka til fimm ára, í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitastjórnin hefur kynnt sér.
2. Hlégarður - Framtíðarsýn, Nýframkvæmd202011420
Minnisblað umhverfissviðs vegna framkvæmda við Hlégarð.
Minnisblað um framkvæmd við endurbætur Hlégarðs lagt fram. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að undirbúa viðauka að fjárhæð 59,4 m.kr. við fjárhagsáætlun ársins 2021 vegna framkvæmdarinnar.
Gestir
- Hildur Freysdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði