Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. mars 2021 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Krafa um hækk­un á fram­lög­um til NPA samn­inga202102311

    Krafa NPA miðstöðvarinnar um hækkun á framlögum til NPA samninga, umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að jafn­að­ar­stund NPA hækki um 7.2% aft­ur­virkt frá 1. janú­ar 2021 í kr. 4.721 og áfram verði nýtt­ur jafn­að­ar­taxti í sveit­ar­fé­lag­inu. Jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að svara NPA mið­stöð­inni í sam­ræmi við nið­ur­stöðu fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaðs auk þess að upp­lýsa um ákvörð­un bæj­ar­ráðs varð­andi hækk­un jafn­að­ar­stund­ar.

    Gestir
    • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • 2. Hlé­garð­ur - Fram­tíð­ar­sýn, Ný­fram­kvæmd202011420

    Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Borg Bygg­ing­ar­lausn­ir ehf., að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt. Jafn­framt er fjár­mála­stjóra fal­ið að gera við­auka við fjár­hags­áætlun vegna máls­ins.

    Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

    • 3. Við­auki við sam­komulag um IV. áfanga Helga­fells­hverf­is.202103129

      Viðauki við samkomulag við Bakka ehf. um uppbyggingu íbúðarbyggðar IV. áfanga Helgafellshverfis í tengslum við breytingu á deiliskipulagi, sem m.a. felur í sér fjölgun íbúðaeininga, lagður fram til umfjöllunar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi við­auka við sam­komulag um upp­bygg­ingu íbúð­ar­byggð­ar í IV. áfanga Helga­fells­hverf­is milli Bakka ehf. og Mos­fells­bæj­ar.

    • 4. End­ur­skoð­un hjá Mos­fells­bæ201712306

      Kynning KPMG vegna endurskoðunar 2020.

      Kynn­ing KPMG á end­ur­skoð­un á sam­stæðu­árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2020 lögð fram.

      • 5. Þátttaka Mos­fells­bæj­ar í at­vinnu­átkinu Hefj­um störf202103392

        Erindi L-lista um þátttöku Mosfellsbæjar í atvinnuátakinu Hefjum störf.

        Til­laga Vina Mos­fells­bæj­ar um þátt­töku Mos­fells­bæj­ar í at­vinnu­átak­inu "Hefj­um störf" og minn­is­blað mannauð­stjóra um þátt­töku Mos­fells­bæj­ar í reglu­bundnu at­vinnu­átaki á veg­um Vinnu­mála­stofn­un­ar rædd.  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu mannauð­stjóra til sam­ræm­is við verk­efni mannauðs­stjóra hjá Mos­fells­bæ tengd vinnu­mark­aðs­að­gerð­um stjórn­valda á hverj­um tíma.
         
        ***
        Bók­un Stefán Óm­ars Jóns­son­ar bæj­ar­full­trúa L-lista:
        Ofan rit­að­ur ósk­aði eft­ir að þetta mál yrði sett á dagskrá bæj­ar­ráðs. Mál­ið er því kom­ið á dagskrá bæj­ar­ráðs að frum­kvæði og á ábyrgð ofan rit­aðs. Það ger­ist svo rúm­um hálf­um sól­ar­hring fyr­ir bæj­ar­ráðs fund­inn að við mál­ið er hengt minn­is­blað frá stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar og það án þess að eiga um það nokk­urt sam­tal eða sam­ráð við flutn­ings­mann/ábyrgð­ar­mann máls­ins. Sé það tal­ið eðli­legt og sam­rýman­legt verklags- og sam­skipta­regl­um kjör­inna full­trúa og stjórn­enda hjá Mos­fells­bæ, þá hlýt­ur það að virka í báð­ar átt­ir, það er að kjörn­ir full­trúa eigi þess þá kost að koma að sín­um minn­is­blöð­um þeg­ar mál eru lögð fram að frum­kvæði og á ábyrgð stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar.

      • 6. Frum­varp til laga um brott­fall laga um Kristni­sjóð o.fl - beiðni um um­sögn202103201

        Frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl - beiðni um umsögn fyrir 23. mars nk.

        Lagt fram.

      • 7. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir - beiðni um um­sögn202103111

        Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir - beiðni um umsögn fyrir 16. mars nk.

        Lagt fram.

      • 8. Frum­varp til laga um breyt­ingu um kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna(kosn­inga­ald­ur) - beiðni um um­sögn202103058

        Frumvarp til laga um breytingu um kosningar til sveitarstjórna(kosningaaldur) - beiðni um umsögn 23. mars nk.

        Lagt fram.

      • 9. Frum­varp til laga um grein­ing­ar- og ráð­gjaf­ar­stöð rík­is­ins - beiðni um um­sögn202103162

        Frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins - beiðni um umsögn fyrir 22. mars nk.

        Lagt fram.

      • 10. Frum­varp til laga um Stjórn­ar­tíð­indi og Lög­birt­inga­blað­ið - beiðni um um­sögn202103161

        Frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs - beiðni um umsögn fyrir 19. mars nk.

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:35