18. mars 2021 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Krafa um hækkun á framlögum til NPA samninga202102311
Krafa NPA miðstöðvarinnar um hækkun á framlögum til NPA samninga, umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að jafnaðarstund NPA hækki um 7.2% afturvirkt frá 1. janúar 2021 í kr. 4.721 og áfram verði nýttur jafnaðartaxti í sveitarfélaginu. Jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að svara NPA miðstöðinni í samræmi við niðurstöðu fyrirliggjandi minnisblaðs auk þess að upplýsa um ákvörðun bæjarráðs varðandi hækkun jafnaðarstundar.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
2. Hlégarður - Framtíðarsýn, Nýframkvæmd202011420
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Borg Byggingarlausnir ehf., að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Jafnframt er fjármálastjóra falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
3. Viðauki við samkomulag um IV. áfanga Helgafellshverfis.202103129
Viðauki við samkomulag við Bakka ehf. um uppbyggingu íbúðarbyggðar IV. áfanga Helgafellshverfis í tengslum við breytingu á deiliskipulagi, sem m.a. felur í sér fjölgun íbúðaeininga, lagður fram til umfjöllunar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi viðauka við samkomulag um uppbyggingu íbúðarbyggðar í IV. áfanga Helgafellshverfis milli Bakka ehf. og Mosfellsbæjar.
4. Endurskoðun hjá Mosfellsbæ201712306
Kynning KPMG vegna endurskoðunar 2020.
Kynning KPMG á endurskoðun á samstæðuársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 lögð fram.
5. Þátttaka Mosfellsbæjar í atvinnuátkinu Hefjum störf202103392
Erindi L-lista um þátttöku Mosfellsbæjar í atvinnuátakinu Hefjum störf.
Tillaga Vina Mosfellsbæjar um þátttöku Mosfellsbæjar í atvinnuátakinu "Hefjum störf" og minnisblað mannauðstjóra um þátttöku Mosfellsbæjar í reglubundnu atvinnuátaki á vegum Vinnumálastofnunar rædd. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu mannauðstjóra til samræmis við verkefni mannauðsstjóra hjá Mosfellsbæ tengd vinnumarkaðsaðgerðum stjórnvalda á hverjum tíma.
***
Bókun Stefán Ómars Jónssonar bæjarfulltrúa L-lista:
Ofan ritaður óskaði eftir að þetta mál yrði sett á dagskrá bæjarráðs. Málið er því komið á dagskrá bæjarráðs að frumkvæði og á ábyrgð ofan ritaðs. Það gerist svo rúmum hálfum sólarhring fyrir bæjarráðs fundinn að við málið er hengt minnisblað frá stjórnsýslu Mosfellsbæjar og það án þess að eiga um það nokkurt samtal eða samráð við flutningsmann/ábyrgðarmann málsins. Sé það talið eðlilegt og samrýmanlegt verklags- og samskiptareglum kjörinna fulltrúa og stjórnenda hjá Mosfellsbæ, þá hlýtur það að virka í báðar áttir, það er að kjörnir fulltrúa eigi þess þá kost að koma að sínum minnisblöðum þegar mál eru lögð fram að frumkvæði og á ábyrgð stjórnsýslu Mosfellsbæjar.6. Frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl - beiðni um umsögn202103201
Frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl - beiðni um umsögn fyrir 23. mars nk.
Lagt fram.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir - beiðni um umsögn202103111
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir - beiðni um umsögn fyrir 16. mars nk.
Lagt fram.
8. Frumvarp til laga um breytingu um kosningar til sveitarstjórna(kosningaaldur) - beiðni um umsögn202103058
Frumvarp til laga um breytingu um kosningar til sveitarstjórna(kosningaaldur) - beiðni um umsögn 23. mars nk.
Lagt fram.
9. Frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins - beiðni um umsögn202103162
Frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins - beiðni um umsögn fyrir 22. mars nk.
Lagt fram.
10. Frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið - beiðni um umsögn202103161
Frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs - beiðni um umsögn fyrir 19. mars nk.
Lagt fram.