8. júní 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Björk Ingadóttir formaður
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Ingibjörg B Jóhannesdóttir aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
- Samsidanith Chan áheyrnarfulltrúi
- Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir ritari
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hlégarður - Framtíðarsýn, Nýframkvæmd202011420
Framkvæmdir í Hlégarði.
Menningar- og nýsköpunarnefnd kynnir sér yfirstandandi framkvæmdir í Hlégarði á staðnum.
2. Hlégarður - Framtíðarsýn, Nýframkvæmd202011420
Óskar Gísli Sveinsson deildarstjóri nýframkvæmda kynnir framvinduskýrslu um 1. áfanga framkvæmda í Hlégarði.
Lagt fram.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson
3. Fjöldasamkomur sumarið 2021202106055
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála fer yfir stöðu mála vegna 17. júní og bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í ljósi þeirra fjöldatakmarkana sem eru í gildi vegna COVID-19.
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála fer yfir stöðu mála vegna 17. júní og bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í ljósi þeirra fjöldatakmarkana sem eru í gildi vegna COVID-19. Núverandi fjöldatakmarkanir miðast við 150 manns að hámarki, en reglugerðin gildir til og með 16. júní. Jafnframt er greint frá samráðsfundum menningarfulltrúa á höfuðborgarsvæðinu með Almannavörnum á höfuðborgarsvæðinu.
4. Leikfélag Mosfellssveitar 2021202106054
Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir, Eva Harðardóttir og Brynhildur Sveinsdóttir fulltrúar Leikfélags Mosfellssveitar koma á fund nefndarinnar og ræða húsnæðismál leikfélagsins.
Lagt fram.
Gestir
- Brynhildur Sveinsdóttir
- Eva Harðardóttir
- Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir
5. Útilistaverk á Kjarnatorgi202106053
Lögð fram tillaga um að kannaður verði möguleiki á að koma fyrir útilistaverki á Kjarnatorgi.
Lögð fram svohljóðandi tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála:
Forstöðumanni bókasafns og menningarmála verði falið að kanna möguleika á því að koma fyrir útilistaverki á Kjarnatorgi. Listaverkið sem um ræðir hlaut viðurkenningu dómnefndar í hönnunarsamkeppni um aðkomutákn sem Mosfellsbær efndi til á árinu 2018 og er eftir Elísabetu Hugrúnu Georgsdóttur, arkitekt.
Tillögunni fylgir greinargerð.Samþykkt með 5 atkvæðum.