Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. júní 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Björk Ingadóttir formaður
  • Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
  • Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
  • Ingibjörg B Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
  • Samsidanith Chan áheyrnarfulltrúi
  • Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Auður Halldórsdóttir ritari

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hlé­garð­ur - Fram­tíð­ar­sýn, Ný­fram­kvæmd202011420

    Framkvæmdir í Hlégarði.

    Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd kynn­ir sér yf­ir­stand­andi fram­kvæmd­ir í Hlé­garði á staðn­um.

    • 2. Hlé­garð­ur - Fram­tíð­ar­sýn, Ný­fram­kvæmd202011420

      Óskar Gísli Sveinsson deildarstjóri nýframkvæmda kynnir framvinduskýrslu um 1. áfanga framkvæmda í Hlégarði.

      Lagt fram.

      Gestir
      • Óskar Gísli Sveinsson
    • 3. Fjölda­sam­kom­ur sum­ar­ið 2021202106055

      Forstöðumaður bókasafns og menningarmála fer yfir stöðu mála vegna 17. júní og bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í ljósi þeirra fjöldatakmarkana sem eru í gildi vegna COVID-19.

      For­stöðu­mað­ur bóka­safns og menn­ing­ar­mála fer yfir stöðu mála vegna 17. júní og bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima í ljósi þeirra fjölda­tak­mark­ana sem eru í gildi vegna COVID-19. Nú­ver­andi fjölda­tak­mark­an­ir mið­ast við 150 manns að há­marki, en reglu­gerð­in gild­ir til og með 16. júní. Jafn­framt er greint frá sam­ráðs­fund­um menn­ing­ar­full­trúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með Al­manna­vörn­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

      • 4. Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar 2021202106054

        Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir, Eva Harðardóttir og Brynhildur Sveinsdóttir fulltrúar Leikfélags Mosfellssveitar koma á fund nefndarinnar og ræða húsnæðismál leikfélagsins.

        Lagt fram.

        Gestir
        • Brynhildur Sveinsdóttir
        • Eva Harðardóttir
        • Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir
        • 5. Útil­ista­verk á Kjarna­torgi202106053

          Lögð fram tillaga um að kannaður verði möguleiki á að koma fyrir útilistaverki á Kjarnatorgi.

          Lögð fram svohljóð­andi til­laga for­stöðu­manns bóka­safns og menn­ing­ar­mála:
          For­stöðu­manni bóka­safns og menn­ing­ar­mála verði fal­ið að kanna mögu­leika á því að koma fyr­ir útil­ista­verki á Kjarna­torgi. Lista­verk­ið sem um ræð­ir hlaut við­ur­kenn­ingu dóm­nefnd­ar í hönn­un­ar­sam­keppni um að­komutákn sem Mos­fells­bær efndi til á ár­inu 2018 og er eft­ir Elísa­betu Hug­rúnu Georgs­dótt­ur, arki­tekt.
          Til­lög­unni fylg­ir grein­ar­gerð.

          Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45