15. október 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) vara áheyrnarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skipulag á Esjumelum - Kvörtun til Umboðsmanns Alþingis202006563
Kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna breytinga á deiliskipulagi við Esjumela, lóðin Koparslétta 6-8. Jafnframt var kvartað yfir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi ekki talið Mosfellsbæ eiga aðild að kærumáli fyrir nefndinni.
Kvörtun Mosfellsbæjar til Umboðsmanns Alþingis vegna breytinga á deiliskipiulagi við Esjumela vegna lóðarinnar Koparsléttu 6-8, lögð fram til kynningar. Í kvörtuninni er jafnframt kvartað yfir því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi ekki talið Mosfellsbæ eiga aðild að kærumáli fyrir nefndinni.
Gestir
- Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
2. Deiliskipulagsbreyting II á Esjumelum - Kæra202008350
Lögð er fram til kynningar kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 09.10.2020, þar sem þess er krafist að deiliskipulagsbreyting á Esjumelum verði felld úr gildi.
Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna deiliskipulags á Esjumælum lögð fram til kynningar. Í kærunni er þess krafist að ákvörðun borgarráðs, frá 2. júlí 2020, um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna 5 ha lóðar fyrir Malbikunarstöðina Höfða, verði felld úr gildi. Nokkrir einstaklingar úr stjórn íbúasamtakanna eru aðilar að kærunni með Mosfellsbæ.
Gestir
- Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
3. Skipulag á Esjumelum - Samantekt202006563
Lögð er fram samantekt, tímalína og fylgigögn í skipulagsmálum Esjumela á Kjalarnesi Reykjavíkur. Samantektin er unnin í samræmi við bókun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar frá 02.09.2020.
Samantekt skipulagsfulltrúa ásamt fylgiskjölum um breytingar á skipulagi á Esjumelum lögð fram til kynningar og umræðu, í samræmi við tillögu sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar á 766. fundi 2. september 2020.
Bæjarráð Mosfellsbæjar mótmælir harðlega þeim yfirgangi sem Reykjavíkurborg hefur sýnt Mosfellingum við flutning á iðnaðarstarfsemi á Esjumela, m.a. með heimild til uppbyggingar tveggja malbikunarstöðva, án þess að tillit sé tekið til áhrifa á Mosfellsbæ og hagsmuni Mosfellinga. Bæjarráð Mosfellsbæjar telur áformin og aðalskipulag á Esjumelum á skjön við skipulagsreglugerð og mun leita allra leiða til að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar. Sveitarfélagið hefur nú í annað skipti neyðst til þess að kæra skipulag á Esjumelum til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála auk þess sem kvörtun hefur verið send til umboðsmanns Alþingis sem snýr að stjórnsýslu Reykjavíkurborgar á Esjumelum.
Gestir
- Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
- FylgiskjalSamantekt máls á Esjumelum.pdfFylgiskjalMinnisblað starfsmanns um efni samantektar Esjumela.pdfFylgiskjal1 - 26.02.2014 - Aðalskipulag fyrir Kjalarnes.pdfFylgiskjal2 - 08.07.2015 - Erindi.pdfFylgiskjal3a - 01.07.2015 - Bæjarstjórn 653.pdfFylgiskjal3b - 23.06.2015 - Skipulagsnefnd 392.pdfFylgiskjal4a - 28.10.2016 - Skipulagsuppdráttur.pdfFylgiskjal4b - 28.10.2016 - Greinargerð.pdfFylgiskjal5a - 09.01.2018 - Uppdráttur.pdfFylgiskjal5b - 09.01.2018 - Breyting.pdfFylgiskjal5c - 09.01.2018 - Greinargerð.pdfFylgiskjal5d - 09.01.2018 - Erindi.pdfFylgiskjal6a - 18.01.2018 - Umhverfisnefnd 185.pdfFylgiskjal6b - 15.01.2018 - Minnisblað starfsmanns.pdfFylgiskjal7 - 19.01.2018 - Skipulagsnefnd 453.pdfFylgiskjal8a - 27.02.2018 - Reykjavíkurborg iðnaður erindi.pdfFylgiskjal8b - 27.02.2018 - Verkefnalýsing.pdfFylgiskjal9 - 02.03.2018 - Svæðisskipulagsnefnd 82.pdfFylgiskjal10 - 16.03.2018 - Skipulagsnefnd 457.pdfFylgiskjal11 - 04.04.2018 - Svæðisskipulagsnefnd 83.pdfFylgiskjal12a - 10.04.2018 - Skipulagsnefnd 458.pdfFylgiskjal12b - 10.04.2018 - Iðnaðarsvæði lýsing.pdfFylgiskjal13a - 27.06.2018 - Erindi Reykjavíkurborgar.pdfFylgiskjal13b - 27.06.2018 - Drög að breytingu aðalskipulags.pdfFylgiskjal13c - 27.06.2018 - Umhverfisskýrsla drög.pdfFylgiskjal14 - 06.07.2018 - Skipulagsnefnd 463.pdfFylgiskjal15 - 06.07.2018 - B-deild Stjórnartíðinda.pdfFylgiskjal16 - 31.08.2018 - Skipulagsnefnd 466.pdfFylgiskjal17 - 11.09.2018 - Skipulagsnefnd 467.pdfFylgiskjal18a - 28.03.2018 - Erindi.pdfFylgiskjal18b - 28.03.2019 - Deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjal19a - 29.03.2019 - Erindi Reykjavíkurborgar.pdfFylgiskjal19b - 19.03.2019 - Esjumelar aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjal19c - 01.02.2019 - VSÓ umhverfisskýrsla.pdfFylgiskjal20 - 21.06.2019 - Fundargerð Svæðisskipulags.pdfFylgiskjal21a - 13.09.2019 - Deiliskipulagsbreyting B-deild.pdfFylgiskjal21b - 13.09.2019 - Kjalarnes, Esjumelar, yfirlit máls.pdfFylgiskjal21c - 21.07.2019 - Kjalarnes til Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjal21d - Svar Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjal22 - 16.09.2019 - Aðalskipulagsbreyting B-deild.pdfFylgiskjal23a - 20.01.2020 - Auglýsing á vef.pdfFylgiskjal23b - 20.01.2020 - Deiliskipulagsbreyting A.pdfFylgiskjal24a - 29.01.2020 - Deiliskipulagsbreyting Höfða.pdfFylgiskjal24b - 29.01.2020 - Reykjavíkurborg.pdfFylgiskjal25 - 15.02.2020 - Athugasemdir auglýsingar.pdfFylgiskjal26a - 28.02.2020 - Skipulagsnefnd 510.pdfFylgiskjal26b - 04.03.2020 - Bæjarstjórn 755.pdfFylgiskjal28a - 17.04.2020 - Fundur með Reykjavík.pdfFylgiskjal28b -24.04.2020 - Ósk um mál á dagskrá.pdfFylgiskjal28c - 24.04.2020 - Skipulagsnefnd 513.pdfFylgiskjal29 - 05.05.2020 - Fundargerð byggingarfulltrúa bls.4.pdfFylgiskjal30 - 13.05.2020 - Andmæli Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjal31a - 29.05.2020 - Koparslétta b-deild.pdfFylgiskjal31b - 29.05.2020 - Koparslétta deiliskipulag.pdfFylgiskjal32 - 26.06.2020 - Kæra.pdfFylgiskjal33 - 01.07.2020 - Skipulags- og samgönguráð RVK 77.pdfFylgiskjal34 - 02.07.2020 - Bæjarráð 1450.pdfFylgiskjal35 - 02.07.2020 - Svör Reykjavíkur við kæru.pdfFylgiskjal36 - 14.07.2020 - Athugasemdir við svör Reykjavíkur.pdfFylgiskjal37 - 04.08.2020 - Svarbréf Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjal38a - 14.08.2020 - Skipulagsnefnd 520.pdfFylgiskjal38b - 07.07.2020 - Útskrift Reykjavíkurborgar.pdfFylgiskjal39 - 16.08.2020 - Úrskurður ÚUA.pdfFylgiskjal40a - 20.08.2020 - Bæjarráð 1454.pdfFylgiskjal40b - 02.09.2020 - Bæjarstjórn 766.pdfFylgiskjal41 - 10.09.2020 - Deiliskipulagsbreyting í B-deild.pdfFylgiskjal42a - 06.10.2020 - Kvörtun til UA - Esjumelar.pdfFylgiskjal42b - 06.10.2020 - Móttaka UA.pdfFylgiskjal43a - 09.10.2020 Kæra til úrskurðarnefndar.pdfFylgiskjal43b - 09.10.2020 - Umboð Björgn og Rúnar Þór.pdfFylgiskjal43c - 09.10.2020 - Umboð íbúa Brynjólfur og Þorbjörg.pdfFylgiskjal43d - 09.10.2020 - bæjarráð RVK.pdf
4. Félagshesthús Varmárbökkum.202002165
Lögð fram umbeðin umsögn um félagshesthús.
Umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs og framkvæmdastjóra umhverfissvið um erindi Hestamannafélagsins Harðar um félagshesthús lögð fram. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs og framkvæmdastjóra umhverfissviðs verði falið að þróa verkefnið áfram í samræmi við framlagt minnisblað.
5. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ-stækkun Hamra201812038
Lögð fyrir bæjarráð drög að samningi vegna frumathugunar fyrir stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra
Drög að samningi við heilbrigðisráðuneytið um verkaskiptingu og vinnutilhögun við frumathugun vegna viðbyggingar með 44 hjúkrunarrýmum við hjúkrunarheimilið Hamra lagður fram ásamt fylgiskjölum. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Mosfellsbæjar.
6. Mönnun í starfsemi sveitarfélaga á neyðarstigi202010126
Mönnun í starfsemi Mosfellsbæjar á neyðarstigi - virkjun ákvæðis í lögum um almannavarnir.
Ákvörðun almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins um virkjun ákvæðis í lögum um almannavarnir um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna lögð fram til kynningar. Ákvörðunin verður birt á vef Mosfellsbæjar.