Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. mars 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) varamaður
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bjarg­slund­ur 6-8 - deili­skipu­lags­breyt­ing202102120

    Borist hefur frá Kristni Ragnarssyni, f.h. landeiganda, dags. 15.02.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 6-8. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.

    Bók­un Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar, full­trúa M-lista:
    Al­menn skoð­un full­trúa Mið­flokks­ins er að gild­andi deili­skipu­lag eigi að standa óhagg­að. Í þessu til­felli er hins veg­ar rík sátt milli eig­enda og ná­granna og eng­inn ágrein­ing­ur um deili­skipu­lags­breyt­ing­una. Með þeim rök­um styð­ur full­trúi Mið­flokks­ins deili­skipu­lags­breyt­ing­una.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur með­fylgj­andi gögn svo að falla megi frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, með vís­an í 3. mgr. 44. gr. sömu laga um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins. Lóð­ar­hafi skal greiða við­eig­andi gjöld í sam­ræmi við aukna nýt­ingu.

  • 2. Grund­ar­tangi 32-36 - hækk­un á þaki202004168

    Borist hefur erindi frá Hildi Ýr Ottósdóttur, f.h. húseiganda Grundartanga 32-36, dags. 16.02.2021, með ósk um hækkun á þaki og nýtingu rishæðar í samræmi við gögn. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.

    Þar sem ekki er til stað­fest deili­skipu­lag á svæð­inu sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd að grennd­arkynna áformin skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 í sam­ræmi við inn­send gögn.

  • 3. Brú­arfljót 2 - auk­ið nýt­ing­ar­hlut­fall202102191

    Borist hefur erindi frá Jóni Magnúsi Halldórssyni, dags. 10.02.2021, með ósk um aukið nýtingarhlutfall að Brúarfljóti 2. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar óveru­leg frá­vik skipu­lags vegna nýt­ing­ar­hlut­falls skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Lóð­ar­hafi skal greiða við­eig­andi gjöld í sam­ræmi við aukna nýt­ingu. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

  • 4. Brúnás 6 - Sunnu­fell - deili­skipu­lags­breyt­ing202102169

    Borist hefur erindi frá Axel Ketilssyni, dags. 08.02.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Brúnás 6. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til frek­ari úr­vinnslu á Um­hverf­is­sviði.

  • 5. Deili­skipu­lags­breyt­ing II á Esju­mel­um - Kæra202008350

    Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 96/2020 vegna deiliskipulagsbreytingar á Esjumelum í Reykjavík. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.

    Bók­un Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar, full­trúa M-lista:
    Bent er á fyrri bók­an­ir bæj­ar­full­trúa Mið­flokks­ins í bæj­ar­stjórn.

    Lagt fram og kynnt.

  • 6. Borg­ar­lín­an - frumdrög að fyrstu lotu202102116

    Á 1476. fundi bæjarráðs var samþykkt að skýrslan Borgarlína, 1. lota forsendur og frumdrög yrði kynnt fyrir skipulagsnefnd. Erindi barst frá Hrafnkatli Á. Proppé, forstöðumanni Borgarlínuverkefnisins, dags. 04.02.2021. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.

    Bók­un Sveins ÓSk­ars Sig­urðs­son­ar full­trúa M-lista:
    Frumdraga­skýrsla inni­held­ur frumdrög en hvorki end­an­lega nið­ur­stöðu né ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar. Frumdrög­in lýsa verk­efn­inu ekki á full­nægj­andi hátt. Ekki er gert grein fyr­ir fyr­ir­hug­uð­um rekstri og nið­ur­greiðsl­um í formi skatta og veggjalda á ein­stak­linga og at­vinnu­líf. Al­menn­ings­sam­göng­ur eru mik­il­væg­ar en þess­ar, sem hér eru kynnt­ar, eru of kostn­að­ar­sam­ar. Hér er um að ræða áhættu­fjár­fest­ingu op­in­bers að­ila til að auka bygg­inga­magn og þétt­ingu byggð­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

    Bók­un Stefáns Óm­ars Jóns­son­ar full­trúa L-lista:
    Í kynn­ingu for­stöðu­manns Borg­ar­línu­verk­efn­is­ins í bæj­ar­ráði fyr­ir stuttu síð­an kom fram að kostn­að­ur vegna 1. Lotu er áætl­að­ur 24,9 millj­arð­ar krón­ana. Það koma á óvart að þessi upp­hæð á að skipt­ist upp á milli fram­laga úr Sam­göngusátt­mál­an­um (sveit­ar­fé­lög­in og rík­ið) að upp­hæð 18,6 millj­arð­ar króna og beinna fram­laga frá Reykja­vík­ur­borg og Kópa­vogs­bæ að upp­hæð 6,3 millj­arð­ar króna.
    Bein fram­lög þess­ara tveggja sveit­ar­fé­laga nema því um 25% af heild­ar­kostn­að­ar­áætlun 1. Lotu Borg­ar­lín­unn­ar. Ef þetta verð­ur fram­vind­an í gegn­um öll verk­efni Sam­göngusátt­mál­ans má ljóst vera að heild­ar­kostn­að­ur verð­ur ekki 120 millj­arð­ar held­ur um 150 millj­arð­ar króna. Spurn­ing­ar vakna um hver end­an­leg kostn­að­ar­þátttaka Mos­fells­bæj­ar verð­ur af þátt­töku í Sam­göngusátt­mál­an­um.
    Einn­ig er lýst áhyggj­um með ákveðn­ar þreng­ing­ar s.s. á Suð­ur­lands­braut. Þá er einn­ig lýst áhyggj­um með seink­un á fram­kvæmd­um við mis­læg gatna­mót Reykja­nes­braut­ar og Bú­stað­ar­vegs sem er órjúf­an­leg­ur hluti sam­göngusátt­mál­ans.

    Lagt fram og kynnt.

  • 7. Helga­dal­ur L123636 og Vind­hóll L174418 - jarða­breyt­ing202102310

    Borist hefur erindi frá Hreini Ólafssyni, dags. 12.12.2020, sem barst 17.02.2021, með ósk um skiptingu lands.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar upp­skipt­ingu lands í sam­ræmi við hnit­sett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Mál­inu er vísað til úr­vinnslu hjá bygg­ing­ar­full­trúa.

  • 8. Bjark­ar­holt 7-9 - ósk um stækk­un lóð­ar202101234

    Borist hefur erindi frá Guðmundi Oddi Víðissyni, dags. 14.01.2021, með ósk um stækkun lóðar og fjölgun bílastæða við Bjarkarholt 7-9. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 1478. fundi bæjarráðs.

    Bók­un Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar full­trúa M-lista:
    Hér er ver­ið að laga skipu­lags­klúð­ur sem sam­þykkt var af fyrri skipu­lags­nefnd. Hverj­um greind­um manni og góð­um “bon­us pater"? mátti alla tíð vera ljóst að fjöldi bíla­stæða dygði eng­an veg­in þeg­ar upp­haf­legt skipu­lag var sam­þykkt. Af þeim sök­um og af til­liti við íbúa er ekki ann­að fært en að sam­þykkja breyt­ing­una.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga, að leggja fram til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu í sam­ræmi við 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 9. Reykja­mel­ur 10-14 - deili­skipu­lags­breyt­ing202103042

    Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni, f.h. eiganda að Reykjamel 10, 12 og 14, dags. 01.03.2021, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjamel 10-14.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Nefnd­in met­ur breyt­ing­una óveru­lega. Við end­an­lega sam­þykkt skipu­lags­ins skal vísa því til bæj­ar­ráðs vegna kostn­að­ar sem af breyt­ing­unni hlýst.

  • 10. Uglugata 40-46 - deili­skipu­lags­breyt­ing202103039

    Borist hefur erindi frá Haraldi Sigmari Árnasyni, f.h. Multi ehf., dags. 01.03.2021, með ósk um breytingu á skipulagi fyrir Uglugötu 40-46.

    Frestað vegna tíma­skorts.

  • 11. Heytjörn lnr. 125365 - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201906323

    Lagðir eru fram til kynningar og afgreiðslu uppdrættir að deiliskipulagsbreytingu fyrir Heytjörn L125365 í samræmi við afgreiðslu á 488. fundi skipulagsnefndar.

    Frestað vegna tíma­skorts.

  • 12. Mið­dal­ur 2 L199723 - skipu­lag202102398

    Borist hefur erindi frá Guðmundi Hreinssyni, dags. 22.02.2021, með ósk um skiptingu og deiliskipulagningu lands Miðdals 2 L199723.

    Frestað vegna tíma­skorts.

  • 13. Borg­ar­lína - breyt­ing á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur og Kópa­vogs202005277

    Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 18.02.2021, með ósk um umsagnir við kynntum drögum Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar vegna aðalskipulagsbreytinga fyrir legu Borgarlínu og kjarnastöðva hennar.

    Frestað vegna tíma­skorts.

Fundargerðir til staðfestingar

  • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 425202102011F

    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

    Lagt fram.

    • 14.1. Litlikriki 37 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201507030

      Ósk­ar Jó­hann Sig­urðs­son Litlakrika 37 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Litlikriki nr. 37, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

    • 14.2. Reykja­hvoll 2 (áð­ur­Ás­ar 4) - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202009361

      Stefán Ingi Ingvason Þórs­götu 9 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: Íbúð 92,5 m², bíl­geymsla 56,2 m², 460,90 m³.

    • 14.3. Súlu­höfði 42 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202011386

      ASP 24 ehf.Akra­lundi 19 Akra­nesi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Súlu­höfði nr. 42, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: Íbúð 201,7 m², bíl­geymsla 63,3 m², 754,69 m³.

    • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 426202102020F

      Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

      Lagt fram.

      • 15.1. Bergrún­argata 3 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202101145

        Upp­reist ehf. Lyng­hálsi 4 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Bergrún­argata nr. 3 og 3A í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 15.2. Bjark­ar­holt 7-9 (17-19) /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201801132

        ÞAM ehf. Katrín­ar­túni 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Bjark­ar­holt nr. 7-9, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      • 15.3. Reykja­hvoll 31, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201911399

        Arn­ar Skjald­ar­son Brekku­ási 11 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­lupp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 31 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 15.4. Súlu­höfði 45 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202101192

        Há­kon Há­kon­ar­son Ól­afs­geisla 1 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Súlu­höfði nr. 45, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: Íbúð 200,8 m², bíl­geymsla 50,2 m², 796,26 m³.

      • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 427202102025F

        Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

        Lagt fram.

        • 16.1. Gerplustræti 6-12/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201601566

          Upp­slátt­ur ehf. Bríet­ar­túni 9 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Gerplustræti nr. 6-12, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        • 16.2. Snæfríð­argata 26, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201812098

          Uglu­kvist­ur ehf. Góðakri 5 Garða­bæ sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Snæfríð­argata nr. 26, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        • 16.3. Sunnukriki 1, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 200804297

          Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta skóla­hús­næð­is á lóð­inni Sunnukriki nr. 1, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        • 16.4. Súlu­höfði 32 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202101190

          HABS ehf. Álmakór 22 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Súlu­höfði nr. 32, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 230,0 m², bíl­geymsla 37,7 m², 1.234,4 m³.

        • 16.5. Vefara­stræti 40-44 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202012353

          Ingi­björg Unn­ur Ragn­ars­dótt­ir Funa­fold 38 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags og burð­ar­virk­is íbúð­ar nr. 204 fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Vefara­stræti nr. 40-44, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        • 17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 428202103006F

          Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

          Lagt fram.

          • 17.1. Liljugata 2-6 Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202103059

            Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu þrjú 9 íbúða fjöl­býl­is­hús með sam­eig­in­leg­um bíl­geymsl­um á lóð á lóð­inni Liljugata nr. 2-6, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir:

            Mhl 01 - 9 íbúð­ir, 870,0 m², 2.558,7 m³.
            Mhl 02, 9 íbúð­ir, 870,0 m², 2.558,7 m³.
            Mhl 03, 9 íbúð­ir, 870,0 m², 2.558,7 m³.
            Mhl 04, bíl­geymsl­ur og geymsl­ur, 566,6 m², 1.773,5 m³.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15