5. mars 2021 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) varamaður
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjargslundur 6-8 - deiliskipulagsbreyting202102120
Borist hefur frá Kristni Ragnarssyni, f.h. landeiganda, dags. 15.02.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 6-8. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.
Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar, fulltrúa M-lista:
Almenn skoðun fulltrúa Miðflokksins er að gildandi deiliskipulag eigi að standa óhaggað. Í þessu tilfelli er hins vegar rík sátt milli eigenda og nágranna og enginn ágreiningur um deiliskipulagsbreytinguna. Með þeim rökum styður fulltrúi Miðflokksins deiliskipulagsbreytinguna.Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur meðfylgjandi gögn svo að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með vísan í 3. mgr. 44. gr. sömu laga um kynningarferli grenndarkynninga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins. Lóðarhafi skal greiða viðeigandi gjöld í samræmi við aukna nýtingu.
2. Grundartangi 32-36 - hækkun á þaki202004168
Borist hefur erindi frá Hildi Ýr Ottósdóttur, f.h. húseiganda Grundartanga 32-36, dags. 16.02.2021, með ósk um hækkun á þaki og nýtingu rishæðar í samræmi við gögn. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.
Þar sem ekki er til staðfest deiliskipulag á svæðinu samþykkir skipulagsnefnd að grenndarkynna áformin skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við innsend gögn.
3. Brúarfljót 2 - aukið nýtingarhlutfall202102191
Borist hefur erindi frá Jóni Magnúsi Halldórssyni, dags. 10.02.2021, með ósk um aukið nýtingarhlutfall að Brúarfljóti 2. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd heimilar óveruleg frávik skipulags vegna nýtingarhlutfalls skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðarhafi skal greiða viðeigandi gjöld í samræmi við aukna nýtingu. Fulltrúi M-lista situr hjá.
4. Brúnás 6 - Sunnufell - deiliskipulagsbreyting202102169
Borist hefur erindi frá Axel Ketilssyni, dags. 08.02.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Brúnás 6. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til frekari úrvinnslu á Umhverfissviði.
5. Deiliskipulagsbreyting II á Esjumelum - Kæra202008350
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 96/2020 vegna deiliskipulagsbreytingar á Esjumelum í Reykjavík. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.
Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar, fulltrúa M-lista:
Bent er á fyrri bókanir bæjarfulltrúa Miðflokksins í bæjarstjórn.Lagt fram og kynnt.
6. Borgarlínan - frumdrög að fyrstu lotu202102116
Á 1476. fundi bæjarráðs var samþykkt að skýrslan Borgarlína, 1. lota forsendur og frumdrög yrði kynnt fyrir skipulagsnefnd. Erindi barst frá Hrafnkatli Á. Proppé, forstöðumanni Borgarlínuverkefnisins, dags. 04.02.2021. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.
Bókun Sveins ÓSkars Sigurðssonar fulltrúa M-lista:
Frumdragaskýrsla inniheldur frumdrög en hvorki endanlega niðurstöðu né nákvæmar upplýsingar. Frumdrögin lýsa verkefninu ekki á fullnægjandi hátt. Ekki er gert grein fyrir fyrirhuguðum rekstri og niðurgreiðslum í formi skatta og veggjalda á einstaklinga og atvinnulíf. Almenningssamgöngur eru mikilvægar en þessar, sem hér eru kynntar, eru of kostnaðarsamar. Hér er um að ræða áhættufjárfestingu opinbers aðila til að auka byggingamagn og þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu.Bókun Stefáns Ómars Jónssonar fulltrúa L-lista:
Í kynningu forstöðumanns Borgarlínuverkefnisins í bæjarráði fyrir stuttu síðan kom fram að kostnaður vegna 1. Lotu er áætlaður 24,9 milljarðar krónana. Það koma á óvart að þessi upphæð á að skiptist upp á milli framlaga úr Samgöngusáttmálanum (sveitarfélögin og ríkið) að upphæð 18,6 milljarðar króna og beinna framlaga frá Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ að upphæð 6,3 milljarðar króna.
Bein framlög þessara tveggja sveitarfélaga nema því um 25% af heildarkostnaðaráætlun 1. Lotu Borgarlínunnar. Ef þetta verður framvindan í gegnum öll verkefni Samgöngusáttmálans má ljóst vera að heildarkostnaður verður ekki 120 milljarðar heldur um 150 milljarðar króna. Spurningar vakna um hver endanleg kostnaðarþátttaka Mosfellsbæjar verður af þátttöku í Samgöngusáttmálanum.
Einnig er lýst áhyggjum með ákveðnar þrengingar s.s. á Suðurlandsbraut. Þá er einnig lýst áhyggjum með seinkun á framkvæmdum við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðarvegs sem er órjúfanlegur hluti samgöngusáttmálans.Lagt fram og kynnt.
7. Helgadalur L123636 og Vindhóll L174418 - jarðabreyting202102310
Borist hefur erindi frá Hreini Ólafssyni, dags. 12.12.2020, sem barst 17.02.2021, með ósk um skiptingu lands.
Skipulagsnefnd heimilar uppskiptingu lands í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til úrvinnslu hjá byggingarfulltrúa.
8. Bjarkarholt 7-9 - ósk um stækkun lóðar202101234
Borist hefur erindi frá Guðmundi Oddi Víðissyni, dags. 14.01.2021, með ósk um stækkun lóðar og fjölgun bílastæða við Bjarkarholt 7-9. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 1478. fundi bæjarráðs.
Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar fulltrúa M-lista:
Hér er verið að laga skipulagsklúður sem samþykkt var af fyrri skipulagsnefnd. Hverjum greindum manni og góðum “bonus pater"? mátti alla tíð vera ljóst að fjöldi bílastæða dygði engan vegin þegar upphaflegt skipulag var samþykkt. Af þeim sökum og af tilliti við íbúa er ekki annað fært en að samþykkja breytinguna.Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Reykjamelur 10-14 - deiliskipulagsbreyting202103042
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni, f.h. eiganda að Reykjamel 10, 12 og 14, dags. 01.03.2021, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjamel 10-14.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin metur breytinguna óverulega. Við endanlega samþykkt skipulagsins skal vísa því til bæjarráðs vegna kostnaðar sem af breytingunni hlýst.
10. Uglugata 40-46 - deiliskipulagsbreyting202103039
Borist hefur erindi frá Haraldi Sigmari Árnasyni, f.h. Multi ehf., dags. 01.03.2021, með ósk um breytingu á skipulagi fyrir Uglugötu 40-46.
Frestað vegna tímaskorts.
11. Heytjörn lnr. 125365 - ósk um breytingu á deiliskipulagi201906323
Lagðir eru fram til kynningar og afgreiðslu uppdrættir að deiliskipulagsbreytingu fyrir Heytjörn L125365 í samræmi við afgreiðslu á 488. fundi skipulagsnefndar.
Frestað vegna tímaskorts.
12. Miðdalur 2 L199723 - skipulag202102398
Borist hefur erindi frá Guðmundi Hreinssyni, dags. 22.02.2021, með ósk um skiptingu og deiliskipulagningu lands Miðdals 2 L199723.
Frestað vegna tímaskorts.
13. Borgarlína - breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs202005277
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 18.02.2021, með ósk um umsagnir við kynntum drögum Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar vegna aðalskipulagsbreytinga fyrir legu Borgarlínu og kjarnastöðva hennar.
Frestað vegna tímaskorts.
Fundargerðir til staðfestingar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 425202102011F
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
14.1. Litlikriki 37 - Umsókn um byggingarleyfi 201507030
Óskar Jóhann Sigurðsson Litlakrika 37 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Litlikriki nr. 37, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
14.2. Reykjahvoll 2 (áðurÁsar 4) - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009361
Stefán Ingi Ingvason Þórsgötu 9 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 2, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 92,5 m², bílgeymsla 56,2 m², 460,90 m³.14.3. Súluhöfði 42 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011386
ASP 24 ehf.Akralundi 19 Akranesi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr. 42, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 201,7 m², bílgeymsla 63,3 m², 754,69 m³.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 426202102020F
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
15.1. Bergrúnargata 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202101145
Uppreist ehf. Lynghálsi 4 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Bergrúnargata nr. 3 og 3A í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
15.2. Bjarkarholt 7-9 (17-19) /Umsókn um byggingarleyfi. 201801132
ÞAM ehf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Bjarkarholt nr. 7-9, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
15.3. Reykjahvoll 31, Umsókn um byggingarleyfi 201911399
Arnar Skjaldarson Brekkuási 11 Hafnarfirði sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 31 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
15.4. Súluhöfði 45 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202101192
Hákon Hákonarson Ólafsgeisla 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr. 45, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 200,8 m², bílgeymsla 50,2 m², 796,26 m³.
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 427202102025F
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
16.1. Gerplustræti 6-12/Umsókn um byggingarleyfi. 201601566
Uppsláttur ehf. Bríetartúni 9 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 6-12, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
16.2. Snæfríðargata 26, Umsókn um byggingarleyfi. 201812098
Uglukvistur ehf. Góðakri 5 Garðabæ sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Snæfríðargata nr. 26, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
16.3. Sunnukriki 1, umsókn um byggingarleyfi 200804297
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta skólahúsnæðis á lóðinni Sunnukriki nr. 1, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
16.4. Súluhöfði 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202101190
HABS ehf. Álmakór 22 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr. 32, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 230,0 m², bílgeymsla 37,7 m², 1.234,4 m³.
16.5. Vefarastræti 40-44 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202012353
Ingibjörg Unnur Ragnarsdóttir Funafold 38 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga innra skipulags og burðarvirkis íbúðar nr. 204 fjölbýlishúss á lóðinni Vefarastræti nr. 40-44, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 428202103006F
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
17.1. Liljugata 2-6 Umsókn um byggingarleyfi 202103059
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þrjú 9 íbúða fjölbýlishús með sameiginlegum bílgeymslum á lóð á lóðinni Liljugata nr. 2-6, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Mhl 01 - 9 íbúðir, 870,0 m², 2.558,7 m³.
Mhl 02, 9 íbúðir, 870,0 m², 2.558,7 m³.
Mhl 03, 9 íbúðir, 870,0 m², 2.558,7 m³.
Mhl 04, bílgeymslur og geymslur, 566,6 m², 1.773,5 m³.