20. febrúar 2020 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varamaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2019201912155
Lögð fram ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árin 2018-2019, ásamt starfsáætlun fyrir árið 2020.
Starfsskýrsla Skógræktarfélags Íslands 2018-2019 og starfsáætlun 2020 lögð fram og kynnt.
2. Aðalfundur og afmælishátíð Skógræktarfélags Íslands september 2020201811312
Kynning á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður í Mosfellsbæ í september 2020 í tilefni af 90. ára afmælið félagsins.
Dagskrá 90 ára aðalfundar Skógræktarfélags Íslands lögð fram.
3. Umgengni á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelum202002126
Erindi um umgengni á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelur í kjölfar kvartana.
Umhverfisnefnd fordæmir og lýsir yfir áhyggjum af umgengni Vöku á Leirvogstungumelum og vekur jafnframt athygli á mikilvægi þess að virða gildandi skipulag.
4. Gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ201912163
Lögð fram til kynningar fundargerð fyrsta fundar samráðshóps um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ
Lagt fram til kynningar.
- FylgiskjalFundargerð 1.fundur.pdfFylgiskjalmosfellsbær_1fundur_kynning.pdfFylgiskjalEfni frá fundi 7.febrúar.pdfFylgiskjalSamráðslisti Álafoss.pdfFylgiskjalSamráðslisti Varmárósar.pdfFylgiskjalSamráðslisti Tungufoss.pdfFylgiskjalverk-og tímaáætlun Álafoss.pdfFylgiskjalverk og tímaáætlun Varmárósar.pdfFylgiskjalverk- og tímaáætlun Tungufoss.pdf
5. Friðland við Vamrárósa, endurskoðun á mörkum202002125
Skoðun á afmörkun friðlands við Varmárósa m.t.t. útbreiðslu fitjasefs og óska um beitarhólf, í tengslum við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið
Umhverfisnefnd leggur til að stækka friðland við Varmárósa m.t.t. aukinnar útbreiðslu fitjasefs utan núverandi marka. Nefndin leggur til að leitað verði eftir samstarfi við Umhverfisstofnun við þá vinnu. Möguleg staðsetning beitarhólfa innan friðlandsins verði skoðuð.
6. Náttúruminjar og náttúruverndarsvæði í Mosfellsbæ202002127
Yfirlit yfir svæði á náttúruminjaskrá og önnur verndarsvæði í Mosfellsbæ
Málið rætt.