28. maí 2020 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varamaður
- Sigurður Gunnarsson varamaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Friðland við Varmárósa, endurskoðun á mörkum202002125
Lagðar fram fyrstu tillögur vinnuhóps vegna endurskoðunar á afmörkun friðlands við Varmárósa m.t.t. útbreiðslu fitjasefs og óska um beitarhólf, í tengslum við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið.
Umhverfisnefnd list vel á framlagðar tillögur að nýjum mörkum friðlands við Varmárósa og felur vinnuhópnum að halda áfram vinnslu málsins.
2. Umgengni á lóð Vöku hf. á Leirvogstungumelum202002126
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra vegna umgengni á Leirvogstungumelum
Umhverfisnefnd vísar í fyrri bókun sína um þetta mál frá 20.febrúar 2020, hvetur Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis til að taka á málinu af fullum þunga, og minnir á að hvers kyns leyfisskyld starfsemi þurfi að standast umhverfissjónarmið.
3. Skemmd á göngustíg við Varmá hjá Eyrarhvammi202004372
Lagðar fram til upplýsinga umsagnir fagstofnana vegna fyrirhugaðra bráðabirgða lagfæringa á göngustíg við Varmá.
Umsagnir lagðar fram til kynningar.
- FylgiskjalSkemmdir á göngustíg við Varmá við Eyrarhvamm.pdfFylgiskjalSkemmdir á göngustíg við Varmá við Eyrarhvamm_osk_um_umsogn.pdfFylgiskjalVarmá umsögn vegna gögnustígs 2020 - Umsögn Hafro.pdfFylgiskjalUmsókn um leyfi til framkvæmda - Varmá - Umsögn Ust.pdfFylgiskjalRe: Ósk um umsögn um framkvæmdir á svæði á náttúruminjaskrá - Umsögn NÍ.pdf
4. Egilsmói 12 - hverfisverndarsvæði202005288
Lagt fram erindi landeigenda að Egilsmóa 12 um uppsetningu tímabundinna hundabyrgja á lóð innan hverfisverndar.
Umhverfisnefnd mælir með því að framkvæmdir við Egilsmóa 12 verði í samræmi við gildandi hverfisvernd Suðurár. Staðsetning hundaskýlis skuli vera utan hverfisverndar sé þess kostur.
Ennfremur leggur umhverfisnefnd áherslu á að staðsetning girðingar meðfram Suðurá sé í samræmi við gildandi deiliskipulag sem gerir ráð fyrir 10 metra fjarlægð frá árbakkanum.5. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Kynning á drögum að deiliskipulagi Ævintýragarðs í Ullarnesbrekkum
Lagt fram til kynningar.
6. Áætlun um refaveiðar fyrir árin 2020-2022202003081
Lagður fram til upplýsinga samningur vegna refaveiða 2020-2022.
Lagt fram til kynningar.