6. desember 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp til laga um breytingu á húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólk)201811329
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólk)
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
2. Erindi til bæjarráðs varðandi hverfisvernd201809013
Lögð er fyrir bæjarráð umbeðin umsögn vegna hverfisverndar í Mosfellsdal
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara í samræmi við framlagt minnisblað.
3. Beiðni um styrk vegna aðalfundar og afmælishátíðar september 2020201811312
Beiðni um styrk vegna aðalfundar og afmælishátíðar Skógræktarfélags Íslands - september 2020
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga frá Skógræktarfélaginu.
4. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ.201812038
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs vegna byggingar hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ.
Áform um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra kynnt og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
5. Hamrabrekkur 5 - breyting aðalskipulags201809340
Ósk um umsögn vegna rekstrarleyfis gistiheimilis II í Hamrabrekkum 5.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að veita umsögn um málið.
6. Tillögur um uppbyggingu samgangna.201809382
Tillögur verkefnishóps ráðherra um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033.
Ákveðið að fela bæjarstjóra um framkvæmdastjóra umhverfissviðs að greina málið frekar og veita bæjarráði umsögn. Óskað verður eftir frekari kynningu á málinu af hálfu SSH.
7. Stefnumótun Mosfellsbæjar 2017201702305
Minnisblað um innleiðingu framtíðarsýnar og áherslna Mosfellsbæjar 2017-2027.
Frestað vegna tímaskorts.