18. október 2018 kl. 07:35,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsmannamál og reglur um ráðningar201810024
Frestað á síðasta fundi sökum þess að ekki gafst tími til að klára umræður um málið. Ósk Sveins Óskars Sigurðssonar um að ræða uppsögn starfsmanns. Minnisblað mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs um verklag við ráðningar þ.m.t. þá skyldu að afla upplýsinga úr sakaskrá þegar um er að ræða starfsmenn sem vinna meö börnum og ólögráða einstaklingum
Minnisblað mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs um verklag við ráðningar þ.m.t. um þá skyldu að afla upplýsinga úr sakaskrá þegar um er að ræða starfsmenn sem vinna meö börnum og ólögráða einstaklingum lögð fram og rædd á 1370. fundi bæjarráðs.
Bókun M-lista:
Verkferlar við ráðningu og uppsagnir hjá Mosfellsbæ þurfa að vera skýrari. Mikilvægt er að tryggja að fólk verði ekki fyrir því að væntingar þeirra til starfa hjá bænum snúist að ósekju á þann veg að starfsmönnum bæjarins verði sagt upp skyndilega með tilsvarandi niðurlægingu.Bókun D- og V- lista:
Verkferlar við ráðningu og uppsagnir hjá Mosfellsbæ eru skýrir og eftirfylgni við þá hefur verið góð. Ekkert í því ferli á að þurfa að koma umsækjendum um störf á óvart.2. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Viljayfirlýsing201809382
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 1370. fundi bæjarráðs.
4. Selholt l.nr. 204589 - ósk Veitna eftir lóð undir smádreifistöð201711226
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Veitur óska eftir lóð í landi Selholts landnr. 204589, land í eigu Mosfellsbæjar, undir smádreifistöð.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1370. fundar bæjarráðs að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Veitur um úthlutun lóðar undir smádreifistö í landi Selholts í samræmi við nánari afmörkun í fyrirliggjandi minnisblaði. Í samningi skal tekið á gjaldtöku fyrir úthlutun og tryggt að frágangur umhverfis bygginguna verði með besta móti.
5. Samstarf um uppbyggingu almennra íbúða201810054
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Samstarf um uppbyggingu almennra íbúða
Samþykkt með 3 atkvæðum 1370. fundar bæjarráðs að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Bjarg um mögulega lóð og stofnframlags vegna byggingar almennra íbúða í Mosfellsbæ.
6. Þrettándabrenna og flugeldasýning - ný staðsetning201810077
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Þrettándabrenna og flugeldasýning - ósk um nýja staðsetningu
Samþykkt með 3 atkvæðum 1370. fundar bæjarráðs að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdarstjóra umhverfissviðs Mosfellsbæjar og tómstundafulltrúa.
7. Samþykktir nefnda Mosfellsbæjar 2018-2022201809407
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Tillaga að samþykktum fyrir lýðræðis- og mannréttindanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd. Tilaga að breytingum á samþykktum íþrótta- og tómstundanefndar og fjölskyldunefndar vegna breytinga á verkaskiptingu nefnda.
Samþykkt með 3 atkvæmum 1370. fundar bæjarráðs að fela forstöðumanni þjónustu og samskiptadeildar að safna athugasemdum kjörinna fulltrúa og vinna úr þeim.
8. Umsókn Skógarmanna um styrk201810012
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Umsókn Skógarmanna um styrk vegna Birkiskála í Vatnaskógi.
Umsókn Skógarmanna um styrk vegna Birkiskála í Vatnaskógi synjað með 3 atkvæðum 1370. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar.
9. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun til fimm ára, 2019-2023201810169
Beiðni um umsögn fyrir 26. okt. - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun til fimm ára
Samþykkt með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
10. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2019-2033201810168
Beiðni um umsögn fyrir 26. okt. - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2019-2033
Samþykkt með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.