Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. október 2018 kl. 07:35,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Starfs­manna­mál og regl­ur um ráðn­ing­ar201810024

    Frestað á síðasta fundi sökum þess að ekki gafst tími til að klára umræður um málið. Ósk Sveins Óskars Sigurðssonar um að ræða uppsögn starfsmanns. Minnisblað mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs um verklag við ráðningar þ.m.t. þá skyldu að afla upplýsinga úr sakaskrá þegar um er að ræða starfsmenn sem vinna meö börnum og ólögráða einstaklingum

    Minn­is­blað mannauðs­stjóra og fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs um verklag við ráðn­ing­ar þ.m.t. um þá skyldu að afla upp­lýs­inga úr saka­skrá þeg­ar um er að ræða starfs­menn sem vinna meö börn­um og ólögráða ein­stak­ling­um lögð fram og rædd á 1370. fundi bæj­ar­ráðs.

    Bók­un M-lista:
    Verk­ferl­ar við ráðn­ingu og upp­sagn­ir hjá Mos­fells­bæ þurfa að vera skýr­ari. Mik­il­vægt er að tryggja að fólk verði ekki fyr­ir því að vænt­ing­ar þeirra til starfa hjá bæn­um snú­ist að ósekju á þann veg að starfs­mönn­um bæj­ar­ins verði sagt upp skyndi­lega með til­svar­andi nið­ur­læg­ingu.

    Bók­un D- og V- lista:
    Verk­ferl­ar við ráðn­ingu og upp­sagn­ir hjá Mos­fells­bæ eru skýr­ir og eft­ir­fylgni við þá hef­ur ver­ið góð. Ekk­ert í því ferli á að þurfa að koma um­sækj­end­um um störf á óvart.

    • 2. Sam­göng­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu - Vilja­yf­ir­lýs­ing201809382

      Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

      Vilja­yf­ir­lýs­ing um við­ræð­ur um sam­göng­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 1370. fundi bæj­ar­ráðs.

    • 3. Beiðni Gagna­veitu Rvk. um út­hlut­un á lóð fyr­ir tengistöð að Völu­teig 15.201810115

      Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Gagnaveita Reykjavíkur óskar eftir úthlutun á lóð fyrir tengistöð að Völuteig 15. Um er að ræða hlut úr lóð áhaldahússins skv. samþykktri deiliskipulagsbreytingu á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 13.8.2018.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1370. fund­ar bæj­ar­ráðs að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að kanna eign­ar­hald, að­g­ang sam­keppn­is­að­ila að bygg­ing­unni sem og mögu­lega gjald­töku fyr­ir út­hlut­un.

    • 4. Sel­holt l.nr. 204589 - ósk Veitna eft­ir lóð und­ir smá­dreif­istöð201711226

      Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Veitur óska eftir lóð í landi Selholts landnr. 204589, land í eigu Mosfellsbæjar, undir smádreifistöð.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1370. fund­ar bæj­ar­ráðs að fela bæj­ar­stjóra að ganga frá samn­ingi við Veit­ur um út­hlut­un lóð­ar und­ir smá­dreif­istö í landi Sel­holts í sam­ræmi við nán­ari af­mörk­un í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði. Í samn­ingi skal tek­ið á gjald­töku fyr­ir út­hlut­un og tryggt að frá­gang­ur um­hverf­is bygg­ing­una verði með besta móti.

    • 5. Sam­st­arf um upp­bygg­ingu al­mennra íbúða201810054

      Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Samstarf um uppbyggingu almennra íbúða

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1370. fund­ar bæj­ar­ráðs að fela bæj­ar­stjóra að hefja við­ræð­ur við Bjarg um mögu­lega lóð og stofn­fram­lags vegna bygg­ing­ar al­mennra íbúða í Mos­fells­bæ.

    • 6. Þrett­ánda­brenna og flug­elda­sýn­ing - ný stað­setn­ing201810077

      Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Þrettándabrenna og flugeldasýning - ósk um nýja staðsetningu

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1370. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmd­ar­stjóra um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar og tóm­stunda­full­trúa.

    • 7. Sam­þykkt­ir nefnda Mos­fells­bæj­ar 2018-2022201809407

      Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Tillaga að samþykktum fyrir lýðræðis- og mannréttindanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd. Tilaga að breytingum á samþykktum íþrótta- og tómstundanefndar og fjölskyldunefndar vegna breytinga á verkaskiptingu nefnda.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæm­um 1370. fund­ar bæj­ar­ráðs að fela for­stöðu­manni þjón­ustu og sam­skipta­deild­ar að safna at­huga­semd­um kjör­inna full­trúa og vinna úr þeim.

    • 8. Um­sókn Skóg­ar­manna um styrk201810012

      Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Umsókn Skógarmanna um styrk vegna Birkiskála í Vatnaskógi.

      Um­sókn Skóg­ar­manna um styrk vegna Birkiskála í Vatna­skógi synjað með 3 at­kvæð­um 1370. fund­ar bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

    • 9. Til­laga til þings­álykt­un­ar um sam­göngu­áætlun til fimm ára, 2019-2023201810169

      Beiðni um umsögn fyrir 26. okt. - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun til fimm ára

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að óska eft­ir um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

    • 10. Til­laga til þings­álykt­un­ar um sam­göngu­áætlun 2019-2033201810168

      Beiðni um umsögn fyrir 26. okt. - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2019-2033

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að óska eft­ir um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50