5. apríl 2018 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Jón Eiríksson (JE) varaformaður
- Bryndís Björg Einarsdóttir aðalmaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Branddís Ásrún Pálsdóttir 1. varamaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Rúnar B. Guðlaugsson Formaður Íþrótta- og tómstundanefndar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Afhending Styrkja til ungra og efnilegra ungmenna í Mosfellbæ sumarið 2018.201802268
Á fundinn mæta styrkþegar og fjölskyldur þeirra til að taka við styrknum og þiggja veitingar.
11 ungir og efnilegir mosfellingar veittu styrknum viðtöku. Íþrótta og tómstundanefnd óskar þeim til hamingju og vonar að styrkurinn nýtist þeim vel.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Verkefni nefnda og mögulegar breytingar á þeim201803115
Vísað til umsagnar frá bæjarráði 22. mars 2018. Tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda.
Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og undir þeim hatti samtvinnast lýðheilsa, forvarnir og frístundir. Samlegðaráhrif þessara málaflokka eru mikil og stefnumótunarvinnu í þessum málaflokkum má samþætta. Það er mat íþrótta- og tómstundanefndar að forvarnar- og lýðheilsumál eigi heima undir hatti nefndarinnar og hún sé vel til þess fallin að vera í forystuhlutverki í þessum málaflokkum. Þegar eru lýðheilsa og forvarnir hluti af íþrótta- og tómstundastefnu bæjarins.