Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. mars 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Verk­efni nefnda og mögu­leg­ar breyt­ing­ar á þeim201803115

    Tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­um um verk­efni nefnda og mögu­leg­ar breyt­ing­ar á þeim til um­sagn­ar hjá menn­ing­ar­mála­nefnd, þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd, fjöl­skyldu­nefnd og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd.

  • 2. Jafn­launa­út­tekt PWC201611186

    Upplýst um stöðu jafnlaunaúttektar hjá Mosfellsbæ. Minnisblað mannauðsstjóra lagt fram. Gestur fundarins verður Þorkell Guðmundsson frá PwC.

    Bæj­ar­ráð fagn­ar þeirri nið­ur­stöðu sem kynnt var í út­tekt PwC.

    Nið­ur­stöð­ur jafn­launa­út­tekt­ar eru eft­ir­far­andi:

    1. Launamun­ur á grunn­laun­um er 0,6%
    Grunn­laun karla eru 0,6% hærri en grunn­laun kvenna

    2. Launamun­ur á heild­ar­laun­um er 3,2%
    Heild­ar­laun karla eru 3,2% hærri en grunn­laun kvenna

    Mos­fells­bær er, ásamt einu öðru sveit­ar­fé­lagi, með næst minnsta mun á grunn­laun­um sem mælst hef­ur hjá op­in­ber­um stofn­un­um og sveit­ar­fé­lög­um.
    Mos­fells­bær er jafn­framt í 6-8 sæti af þeim 76 jafn­launa­út­tekt­um sem PWC hef­ur fram­kvæmt. Launamun­ur er sam­kvæmt grein­ingu mjög lít­ill og til­vilj­ana­kennd­ur.

    Mos­fells­bær hlýt­ur því gull­merki PWC árið 2018 og mun í kjöl­far­ið sækja um jafn­launa­vott­un skv. lög­um. Stefnt er að því að vott­un klárist fyr­ir 1. júní 2018.

  • 3. Verklags- og sam­skipta­regl­ur kjör­inna full­trúa og stjórn­sýslu bæj­ar­ins201502181

    Umræður um verklag við upplýsingaöflun bæjarfulltrúa skv. ósk fulltrúa Íbúahreyfingarinnar

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­ráð fel­ur bæj­ar­stjóra að gera starfs­mönn­um stjórn­sýsl­unn­ar grein fyr­ir hlut­verki þeirra gagn­vart kjörn­um full­trú­um með hlið­sjón af sveit­ar­stjórn­ar­lög­um, stjórn­sýslu­lög­um, upp­lýs­inga­lög­um og sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar.

    Kjörn­ir full­trú­ar eiga allt sitt und­ir lipri þjón­ustu starfs­manna og góðu að­gengi að gögn­um í vörslu bæj­ar­ins. Í lýð­ræð­is­ríki er það hluti af dag­leg­um störf­um stjórn­sýsl­unn­ar að þjóna kjörn­um full­trú­um með því að af­henda þeim skjöl úr gagna­söfn­um, afla gagna og greina upp­lýs­ing­ar sem auð­velda þeim að taka ákvarð­an­ir, und­ir­búa fundi og sinna eft­ir­lits- og stefnu­mót­un­ar­hlut­verki sínu í sveit­ar­stjórn.

    Skv. 20. gr. sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar á að­gang­ur kjör­inna full­trúa að stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um Mos­fells­bæj­ar í tengsl­um við upp­lýs­inga­öflun að vera óhindr­að­ur hvenær sem er á opn­un­ar­tíma. Feli ósk­ir kjör­inna full­trúa hins veg­ar í sér mik­ið vinnu­fram­lag starfs­manna hafa beiðn­ir far­ið í geng­um bæj­ar­stjóra. Á þessu hef­ur þó ver­ið sú und­an­tekn­ing að kjörn­ir full­trú­ar í fag­nefnd­um snúa sér beint til formanna nefnda, sviðs­stjóra og full­trúa þeirra þeg­ar um er að ræða ósk­ir um mál á dagskrá og öfl­un, grein­ingu, sam­an­tekt á upp­lýs­ing­um o.s.frv.


    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lögu M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar frá með vís­an til "Verklags- og sam­skipta­reglna kjör­inna full­trúa, nefnd­ar­manna og stjórn­enda Mos­fells­bæj­ar." sem sam­þykkt­ar voru á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar 6. maí 2015 þar sem skýrt er tek­ið fram um verklag þess­ara sam­skipta.

    Bók­un S-lista
    Bæj­ar­ráðs­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur að sam­þykkt­ir bæj­ar­ins og Verklags- og sam­skipta­regl­ur kjör­inna full­trúa, nefnd­ar­manna og stjórn­enda Mos­fells­bæj­ar séu skýr­ar.

  • 4. Til­laga til þings­álykt­un­ar um stefnu­mót­and­in byggða­áætlun fyr­ir árin 2018 til 2024201803218

    Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandin byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024

    Lagt fram.

  • 5. Frum­varp um Þjóð­skrá Ís­lands- beiðni um um­sögn201803197

    Frumvarp um Þjóðskrá Íslands - beiðni um umsögn fyrir 3. apríl

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa frum­varp­inu til um­sagn­ar hjá for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

  • 6. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2018201802101

    Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1348. fundi að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höf­uð­stól allt að kr. 300.000.000, með loka­gjald­daga þann 5. apríl 2034, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 1803_54 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­um sín­um og fram­lög­um til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

    Er lán­ið tek­ið til end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána og fjár­mögn­un fram­kvæmda við skóla­mann­virki.

    Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:53