22. mars 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verkefni nefnda og mögulegar breytingar á þeim201803115
Tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögum um verkefni nefnda og mögulegar breytingar á þeim til umsagnar hjá menningarmálanefnd, þróunar- og ferðamálanefnd, fjölskyldunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
2. Jafnlaunaúttekt PWC201611186
Upplýst um stöðu jafnlaunaúttektar hjá Mosfellsbæ. Minnisblað mannauðsstjóra lagt fram. Gestur fundarins verður Þorkell Guðmundsson frá PwC.
Bæjarráð fagnar þeirri niðurstöðu sem kynnt var í úttekt PwC.
Niðurstöður jafnlaunaúttektar eru eftirfarandi:
1. Launamunur á grunnlaunum er 0,6%
Grunnlaun karla eru 0,6% hærri en grunnlaun kvenna2. Launamunur á heildarlaunum er 3,2%
Heildarlaun karla eru 3,2% hærri en grunnlaun kvennaMosfellsbær er, ásamt einu öðru sveitarfélagi, með næst minnsta mun á grunnlaunum sem mælst hefur hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum.
Mosfellsbær er jafnframt í 6-8 sæti af þeim 76 jafnlaunaúttektum sem PWC hefur framkvæmt. Launamunur er samkvæmt greiningu mjög lítill og tilviljanakenndur.Mosfellsbær hlýtur því gullmerki PWC árið 2018 og mun í kjölfarið sækja um jafnlaunavottun skv. lögum. Stefnt er að því að vottun klárist fyrir 1. júní 2018.
3. Verklags- og samskiptareglur kjörinna fulltrúa og stjórnsýslu bæjarins201502181
Umræður um verklag við upplýsingaöflun bæjarfulltrúa skv. ósk fulltrúa Íbúahreyfingarinnar
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera starfsmönnum stjórnsýslunnar grein fyrir hlutverki þeirra gagnvart kjörnum fulltrúum með hliðsjón af sveitarstjórnarlögum, stjórnsýslulögum, upplýsingalögum og samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar.Kjörnir fulltrúar eiga allt sitt undir lipri þjónustu starfsmanna og góðu aðgengi að gögnum í vörslu bæjarins. Í lýðræðisríki er það hluti af daglegum störfum stjórnsýslunnar að þjóna kjörnum fulltrúum með því að afhenda þeim skjöl úr gagnasöfnum, afla gagna og greina upplýsingar sem auðvelda þeim að taka ákvarðanir, undirbúa fundi og sinna eftirlits- og stefnumótunarhlutverki sínu í sveitarstjórn.
Skv. 20. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar á aðgangur kjörinna fulltrúa að stofnunum og fyrirtækjum Mosfellsbæjar í tengslum við upplýsingaöflun að vera óhindraður hvenær sem er á opnunartíma. Feli óskir kjörinna fulltrúa hins vegar í sér mikið vinnuframlag starfsmanna hafa beiðnir farið í gengum bæjarstjóra. Á þessu hefur þó verið sú undantekning að kjörnir fulltrúar í fagnefndum snúa sér beint til formanna nefnda, sviðsstjóra og fulltrúa þeirra þegar um er að ræða óskir um mál á dagskrá og öflun, greiningu, samantekt á upplýsingum o.s.frv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögu M-lista Íbúahreyfingarinnar frá með vísan til "Verklags- og samskiptareglna kjörinna fulltrúa, nefndarmanna og stjórnenda Mosfellsbæjar." sem samþykktar voru á 649. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 6. maí 2015 þar sem skýrt er tekið fram um verklag þessara samskipta.Bókun S-lista
Bæjarráðsmaður Samfylkingarinnar telur að samþykktir bæjarins og Verklags- og samskiptareglur kjörinna fulltrúa, nefndarmanna og stjórnenda Mosfellsbæjar séu skýrar.4. Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandin byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024201803218
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandin byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024
Lagt fram.
5. Frumvarp um Þjóðskrá Íslands- beiðni um umsögn201803197
Frumvarp um Þjóðskrá Íslands - beiðni um umsögn fyrir 3. apríl
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa frumvarpinu til umsagnar hjá forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar.
6. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2018201802101
Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1348. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 300.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 1803_54 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána og fjármögnun framkvæmda við skólamannvirki.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.