Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. desember 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Pálmi Steingrímsson aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) vara áheyrnarfulltrúi
  • Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) fræðslusvið
  • Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Breyt­ing á að­al­námskrá fram­halds­skóla201511055

    Lagt fram til upplýsinga

  • 2. Fjöldi barna í mötu­neyti og frístund haust­ið 2015201510098

    Lagt fram til upplýsinga

  • 3. Breyt­ing á regl­um um frí­stunda­sel201506081

    Breyting á reglum lagðar fram til samþykktar

    Fræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja fram­lagð­ar breyt­ing­ar á regl­um um frí­stunda­sel.

  • 4. Brú­ar­land sem skóla­hús­næði201503529

    Minnisblað um nýtingu Brúarlands.

    Far­ið var yfir fyrri áætlan­ir um nýt­ingu Brú­ar­lands.

    Fræðslu­nefnd legg­ur til að und­ir­bún­ingi vegna notk­un­ar Brú­ar­lands sem skóla­hús­næð­is verði fram­hald­ið með það að augnamiði að hefja þar skólast­arf haust­ið 2016.

    Verk­efn­ið verði sam­vinnu­verk­efni um­hverf­is­sviðs, fræðslu­sviðs og Varmár­skóla.

  • 5. Helga­fells­skóli201503558

    Farið yfir stöðu mála varðandi þarfagreiningu og útboð á hönnun Helgafellsskóla.

    Lagt fram minn­is­blað um fram­gang und­ir­bún­ings vegna út­boðs á hönn­un Helga­fells­skóla.

    Stefnt er að fara í svo­kallað hæfn­is­val og verð­ur tek­ið mið af fyr­ir­liggj­andi þarf­agrein­ingu. Þá verð­ur tek­ið til­lit til þeirra breyt­inga sem gerð­ar verða á þarf­agrein­ing­unni í sam­ræmi við ósk­ir fræðslu­nefnd­ar um að hún verði kynnt kenn­ur­um, stjórn­end­um, for­eldr­um og öðr­um íbú­um og leitað eft­ir at­huga­semd­um frá þess­um að­il­um við hana.

    Þá var Skóla­skrif­stofu fal­ið að upp­lýsa fræðslu­nefnd með reglu­legu milli­bili um fram­gang verks­ins og er það hér með gert.

  • 6. Grunn­skól­ar - kjara­samn­ing­ar kenn­ara - starfs­andi í kjöl­far inn­leið­ing­ar vinnu­mats.201511226

    Hildur Margrétardóttir hefur óskað eftir að málið verði tekið á dagskrá.

    Formað­ur nefnd­ar­inn­ar legg­ur til að mál­inu verði vísað frá þar sem um­fjöllun um kjara­samn­inga og mannauðs­mál eru ekki á verk­sviði fræðslu­nefnd­ar.

    Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

    Full­trúi M-lista, Íbúa­hreyf­ing­ar, tel­ur að þessu máli sé vísað frá á röng­um for­send­um og harm­ar það mjög. Fræðslu­nefnd hef­ur eft­ir­lits­hlut­verki að gegna gagn­vart skól­un­um og var beiðni um að þetta mál yrði sett á dagskrá lið­ur í að sinna því hlut­verki, í kjöl­far mik­ill­ar óánægju sem skap­að­ist í skól­un­um vegna inn­leið­ing­ar á vinnu­mati, sem út af fyr­ir sig er ekki kjara­mál held­ur snýst um starfs­anda í skól­un­um.

    Bók­un V og D lista:

    Vinnu­mat er hluti af kjara­samn­ingi. Skýrt er hvar fjallað er um slík mál í stjórn­kerfi bæj­ar­ins.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45