22. desember 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) vara áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) fræðslusvið
- Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Breyting á aðalnámskrá framhaldsskóla201511055
Lagt fram til upplýsinga
2. Fjöldi barna í mötuneyti og frístund haustið 2015201510098
Lagt fram til upplýsinga
3. Breyting á reglum um frístundasel201506081
Breyting á reglum lagðar fram til samþykktar
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar breytingar á reglum um frístundasel.
4. Brúarland sem skólahúsnæði201503529
Minnisblað um nýtingu Brúarlands.
Farið var yfir fyrri áætlanir um nýtingu Brúarlands.
Fræðslunefnd leggur til að undirbúningi vegna notkunar Brúarlands sem skólahúsnæðis verði framhaldið með það að augnamiði að hefja þar skólastarf haustið 2016.
Verkefnið verði samvinnuverkefni umhverfissviðs, fræðslusviðs og Varmárskóla.
5. Helgafellsskóli201503558
Farið yfir stöðu mála varðandi þarfagreiningu og útboð á hönnun Helgafellsskóla.
Lagt fram minnisblað um framgang undirbúnings vegna útboðs á hönnun Helgafellsskóla.
Stefnt er að fara í svokallað hæfnisval og verður tekið mið af fyrirliggjandi þarfagreiningu. Þá verður tekið tillit til þeirra breytinga sem gerðar verða á þarfagreiningunni í samræmi við óskir fræðslunefndar um að hún verði kynnt kennurum, stjórnendum, foreldrum og öðrum íbúum og leitað eftir athugasemdum frá þessum aðilum við hana.
Þá var Skólaskrifstofu falið að upplýsa fræðslunefnd með reglulegu millibili um framgang verksins og er það hér með gert.
6. Grunnskólar - kjarasamningar kennara - starfsandi í kjölfar innleiðingar vinnumats.201511226
Hildur Margrétardóttir hefur óskað eftir að málið verði tekið á dagskrá.
Formaður nefndarinnar leggur til að málinu verði vísað frá þar sem umfjöllun um kjarasamninga og mannauðsmál eru ekki á verksviði fræðslunefndar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Fulltrúi M-lista, Íbúahreyfingar, telur að þessu máli sé vísað frá á röngum forsendum og harmar það mjög. Fræðslunefnd hefur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart skólunum og var beiðni um að þetta mál yrði sett á dagskrá liður í að sinna því hlutverki, í kjölfar mikillar óánægju sem skapaðist í skólunum vegna innleiðingar á vinnumati, sem út af fyrir sig er ekki kjaramál heldur snýst um starfsanda í skólunum.
Bókun V og D lista:
Vinnumat er hluti af kjarasamningi. Skýrt er hvar fjallað er um slík mál í stjórnkerfi bæjarins.