31. mars 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) vara áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
- Ýr Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) vara áheyrnarfulltrúi
- Gyða Vigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
- Þorbjörg María Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Ólafía Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skólaskylda grunnskólabarna 2014201411088
Lagt fram til upplýsinga
Lagt fram og kynnt. Skólaskyld börn í Mosfellsbæ eru 1564, þar af eru 51 í skólum í öðrum bæjarfélögum.
2. Niðurstöður samræmdra prófa haust 2014201501799
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstöður kynntar. Fræðslunefnd telur rétt að vísa niðurstöðunum til frekari umfjöllunar í grunnskólunum. Fræðslunefnd telur einnig áhugavert að fylgjast með námsframvindu mosfellskra nemenda í framhaldsskólum.
3. Beiðni um viðræður um Hjallastefnuskóla í Mosfellsbæ201501517
Upplýsingar um viðræður við Hjallastefnuna ehf.
Hjallastefnan ehf. telur að ekki sé nægjanlegur grundvöllur fyrir að hefja hér skólarekstur, að svo stöddu. Ástæðan er einkum sú að Brúarland eitt og sér er ekki nógu stórt til að starfrækja þar sjálfstæðan skóla. Þeir hafa jafnframt lýst því yfir að þeir hafi enn áhuga á að starfrækja skóla í Mosfellsbæ, þegar aðstæður skapast til þess.
4. Ósk Varmáskóla um Brúarland sem skólahúsnæði201503529
Ósk Varmárskóla um að fá afnot af Brúarlandi undir skólastarfsemina. Bæjarráð vísari erindinu til umræðu í fræðslunefnd.
Skólastjóri Varmárskóla kynnti hugmyndir að nýtingu Brúarlands fyrir Varmárskóla frá og með næsta skólaári. Fræðslunefnd fagnar þessu frumkvæði skólans og er hlynnt erindinu. Fræðslunefnd leggur jafnframt til að fræðslusviði verði falið að kynna fyrir fræðslunefnd nýlega úttekt sem menntamálaráðuneytið gerði á framkvæmd skólahalds í Varmárskóla.