22. apríl 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2014201502159
Drög að ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 lögð fram.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2014 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreiknngi Mosfellsbæjar 2014 til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að mynda teymi úr hópi framkvæmdastjórnar Mosfellsbæjar til að yfirfara fjárhagsáætlun ársins 2015. Í þeirri vinnu verði horft til þeirrar niðurstöðu sem varð af rekstri bæjarins árið 2014 og lagt mat á hvaða atriði þarf í því sambandi að endurskoða í fjárhagsáætlun ársins. Bæjarstjóri upplýsi bæjarráð reglulega um framvindu þessarar vinnu.
2. Ástand slitlags gatna í Mosfellsbæ 2015201504191
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til útboðs á yfirlögnum slitlags í Mosfellsbæ sumarið 2015.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bjóða út yfirlagnir og viðgerðir gatna fyrir árið 2015 í samræmi við tillögu umhverfissviðs.
3. Erindi Sýslumannsins vegna umsóknar um nýtt rekstarleyfi fyrir Hlégarð201504162
Beiðni Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir rekstur veitingastaðar í Hlégarði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindi vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir Hlégarð til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi staðfestingu á því að fyrirhuguð starfsemi í Hlégarði sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag Mosfellsbæjar segja til um og önnur atriði sem kunna að skipta máli.
4. Fjölsmiðjan, endurskoðun samnings201302184
Tillaga um laun til nema í Fjölsmiðjunni.
Samþykkt með þremur atkvæðum hækkun á starfsþjálfunarstyrk til nema í Fjölsmiðjunni og fyrirkomulag jólabónuss í samræmi við tillögur í framlögðu minnisblaði fjölskyldusviðs, enda rúmist það innan fjárhagsáætlunar sviðsins.
5. Erindi Hestamannafélagsins Harðar - merkingar og styrkur201503545
Erindi frá Hestamannafélaginu Herði þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna merkinga reiðleiða í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
6. Reiðleiðir og undirgöng norðan og austan hesthúsahverfis201503348
Erindi frá reiðveganefnd Hestamannafélagsins Harðar þar sem farið er fram á framkvæmdir við reiðbrýr og reiðvegi í framhaldi af framkvæmdum við Tunguveg.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
7. Reglur um birtingu gagna á vef Mosfellsbæjar201504012
Drög að reglum um birtingu gagna lögð fram.
Framlagðar reglur um birtingu gagna á vef Mosfellsbæjar samþykktar með þremur atkvæðum.
8. Verklags- og samskiptareglur kjörinna fulltrúa og stjórnsýslu bæjarins201502181
Lögð fram drög að samskiptareglum í kjölfar samþykktar bæjarráðs eftir tillögu bæjarstjóra.
Framlagðar verklags- og samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna bæjarins samþykktar með þremur atkvæðum.
9. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um endurskoðun Samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar samhliða úttekt á lýðræðisstefnu201502196
Minnisblað lögmanns Mosfellsbæjar lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að endurskoða samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar í samræmi við niðurstöður framlagðs minnisblaðs.