Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. apríl 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2014201502159

    Drög að ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 lögð fram.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2014 með árit­un sinni og telst hann til­bú­inn til end­ur­skoð­un­ar og af­greiðslu í bæj­ar­stjórn. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa árs­reiknngi Mos­fells­bæj­ar 2014 til fyrri um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir jafn­framt að fela bæj­ar­stjóra að mynda teymi úr hópi fram­kvæmda­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar til að yf­ir­fara fjár­hags­áætlun árs­ins 2015. Í þeirri vinnu verði horft til þeirr­ar nið­ur­stöðu sem varð af rekstri bæj­ar­ins árið 2014 og lagt mat á hvaða at­riði þarf í því sam­bandi að end­ur­skoða í fjár­hags­áætlun árs­ins. Bæj­ar­stjóri upp­lýsi bæj­ar­ráð reglu­lega um fram­vindu þess­ar­ar vinnu.

    • 2. Ástand slit­lags gatna í Mos­fells­bæ 2015201504191

      Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til útboðs á yfirlögnum slitlags í Mosfellsbæ sumarið 2015.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bjóða út yf­ir­lagn­ir og við­gerð­ir gatna fyr­ir árið 2015 í sam­ræmi við til­lögu um­hverf­is­sviðs.

      • 3. Er­indi Sýslu­manns­ins vegna um­sókn­ar um nýtt rekst­ar­leyfi fyr­ir Hlé­garð201504162

        Beiðni Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir rekstur veitingastaðar í Hlégarði.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­indi vegna um­sókn­ar um nýtt rekstr­ar­leyfi fyr­ir Hlé­garð til um­sagn­ar og af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar varð­andi stað­fest­ingu á því að fyr­ir­hug­uð starf­semi í Hlé­garði sé inn­an þeirra marka sem regl­ur og skipu­lag Mos­fells­bæj­ar segja til um og önn­ur at­riði sem kunna að skipta máli.

        • 4. Fjölsmiðj­an, end­ur­skoð­un samn­ings201302184

          Tillaga um laun til nema í Fjölsmiðjunni.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um hækk­un á starfs­þjálf­un­ar­styrk til nema í Fjölsmiðj­unni og fyr­ir­komulag jóla­bón­uss í sam­ræmi við til­lög­ur í fram­lögðu minn­is­blaði fjöl­skyldu­sviðs, enda rúm­ist það inn­an fjár­hags­áætl­un­ar sviðs­ins.

          • 5. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar - merk­ing­ar og styrk­ur201503545

            Erindi frá Hestamannafélaginu Herði þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna merkinga reiðleiða í Mosfellsbæ.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar.

            • 6. Reið­leið­ir og und­ir­göng norð­an og aust­an hest­húsa­hverf­is201503348

              Erindi frá reiðveganefnd Hestamannafélagsins Harðar þar sem farið er fram á framkvæmdir við reiðbrýr og reiðvegi í framhaldi af framkvæmdum við Tunguveg.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar.

              • 7. Regl­ur um birt­ingu gagna á vef Mos­fells­bæj­ar201504012

                Drög að reglum um birtingu gagna lögð fram.

                Fram­lagð­ar regl­ur um birt­ingu gagna á vef Mos­fells­bæj­ar sam­þykkt­ar með þrem­ur at­kvæð­um.

                • 8. Verklags- og sam­skipta­regl­ur kjör­inna full­trúa og stjórn­sýslu bæj­ar­ins201502181

                  Lögð fram drög að samskiptareglum í kjölfar samþykktar bæjarráðs eftir tillögu bæjarstjóra.

                  Fram­lagð­ar verklags- og sam­skipta­regl­ur kjör­inna full­trúa og starfs­manna bæj­ar­ins sam­þykkt­ar með þrem­ur at­kvæð­um.

                  • 9. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um end­ur­skoð­un Sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­hliða út­tekt á lýð­ræð­is­stefnu201502196

                    Minnisblað lögmanns Mosfellsbæjar lagt fram.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni að end­ur­skoða sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við nið­ur­stöð­ur fram­lagðs minn­is­blaðs.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.