Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. mars 2014 kl. 17:00,
Bókasafni Mosfellsbæjar


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Starfs­áætlun Skipu­lags­nefnd­ar 2014201402142

    Formaður kynnti nefndarmenn og starfsmenn nefndarinnar, og gerði síðan grein fyrir hlutverki og verkefnum nefndarinnar eins og þau eru skilgreind í samþykkt bæjarstjórnar frá 13. apríl 2011.

    Til kynn­ing­ar.

    • 2. Er­indi Strætó bs. varð­andi leiða­kerf­is­breyt­ing­ar 2015201401608

      Umfjöllun um almenningssamgöngur í Mosfellsbæ undir þessum lið var aðalefni fundarins samkvæmt fundarboði og auglýsingum. Einar Kristjánsson sviðsstjóri skipulagssviðs Strætó bs. flutti framsöguerindi þar sem m.a. komu fram ítarlegar tölulegar upplýsingar um strætisvagnaþjónustuna og notkun hennar. Nýjasta leiðakerfisbreytingin gagnvart Mosfellsbæ er sú að leið 6 er farin að aka úr Grafarvogi að Háholti og kom fram að unnið væri að því að breyta hringtorgi við Egilshöll svo að vagninn gæti farið þar um. Fram kom að lakasta þjónustustigið væri gagnvart Leirvogstungu og Helgafellshverfi, ekki lægju fyrir beinar tillögur um það hvernig bætt yrði úr því, en helst væri horft til þess möguleika að bæta við nýrri leið sem yrði innanbæjarleið í Mosfellsbæ. Eftir framsöguerindið komu fram ýmsar fyrirspurnir fundarmanna til framsögumanns og spunnust um þær almennar umræður. Meðal þess sem komið var inn á má nefna þjónustuna við "afskiptu" hverfin sem áður voru nefnd og hugsanlega innanbæjarleið, ástand biðskýla og biðstöðva, óheppilegar hraðahindranir, mögulega færslu endastöðvar leiðar 15 í Reykjahverfi upp á "borplan," kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins í þjónustunni og miðlun upplýsinga um leiðakerfið og tengimöguleika í því, s.s. við Mjóddina.

      Til kynn­ing­ar og um­ræðu.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30