Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. febrúar 2014 kl. 12:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Erlingur Örn Árnason aðalmaður
  • Fanney Rún Ágústsdóttir aðalmaður
  • Karl Héðinn Kristjánsson 1. varamaður
  • Andri Freyr Jónasson aðalmaður
  • Aníta Rut Ólafsdóttir aðalmaður
  • Viktoría Hlín Ágústsdóttir aðalmaður
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ráð­stefna UMFÍ - Ungt fólk og lýð­ræði 2014201312081

    Erindi Ungmennafélags Íslands vegna ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Ísafirði 9.-11. apríl 2014.

    Er­indi Ung­menna­fé­lags Ís­lands vegna ráð­stefn­unn­ar Ungt fólk og lýð­ræði lagt fram til kynn­ing­ar. Ráð­stefn­an verð­ur hald­inn á Ísafirði dag­ana 9.-11. apríl 2014 og er ung­menna­ráð­um boð­ið að senda tvo full­trúa sína á ráð­stefn­una. Nefnd­ar­menn í ung­menna­ráði Mos­fells­bæj­ar voru hvatt­ir til að sækja ráð­stefn­una.
    Starfs­mönn­um nefnd­ar­inn­ar fal­ið að kanna hvort heim­ild fá­ist hjá UMFÍ til að senda fleiri full­trúa á ráð­stefn­una og upp­lýsa nefnd­ar­menn um nið­ur­stöð­una.

    • 2. Er­indi Strætó bs. varð­andi leið­ar­kerf­is­breyt­ingu 2015201401608

      Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015. Óskað er eftir tillögum eða óskum frá Mosfellsbæ um úrbætur eða breytingar á leiðarkerfinu.

      Um­ræð­ur ung­menna­ráðs um leið­ar­kerfi al­menn­ings­sam­gangna í Mos­fells­bæ.
      Ung­mennaráð fagn­ar þeim breyt­ing­um sem hafa orð­ið til að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur milli Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur.
      Ung­mennaráð vill þó benda á að æski­legt væri að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur inn­an­bæjar milli hverfa í Mos­fells­bæ. Sér­stak­lega þarf að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur við Ásland og Leir­vogstungu, ann­að hvort með sér­stök­um inn­an­bæjar­vagni eða með breyt­ing­um á leið­ar­kerfi þeirra vagna sem þjón­usta Mos­fells­bæ.
      Ung­mennaráð send­ir til­lög­ur sín­ar til skipu­lags­nefnd­ar til upp­lýs­inga og úr­vinnslu.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30