20. febrúar 2014 kl. 12:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Erlingur Örn Árnason aðalmaður
- Fanney Rún Ágústsdóttir aðalmaður
- Karl Héðinn Kristjánsson 1. varamaður
- Andri Freyr Jónasson aðalmaður
- Aníta Rut Ólafsdóttir aðalmaður
- Viktoría Hlín Ágústsdóttir aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ráðstefna UMFÍ - Ungt fólk og lýðræði 2014201312081
Erindi Ungmennafélags Íslands vegna ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Ísafirði 9.-11. apríl 2014.
Erindi Ungmennafélags Íslands vegna ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði lagt fram til kynningar. Ráðstefnan verður haldinn á Ísafirði dagana 9.-11. apríl 2014 og er ungmennaráðum boðið að senda tvo fulltrúa sína á ráðstefnuna. Nefndarmenn í ungmennaráði Mosfellsbæjar voru hvattir til að sækja ráðstefnuna.
Starfsmönnum nefndarinnar falið að kanna hvort heimild fáist hjá UMFÍ til að senda fleiri fulltrúa á ráðstefnuna og upplýsa nefndarmenn um niðurstöðuna.2. Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015201401608
Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015. Óskað er eftir tillögum eða óskum frá Mosfellsbæ um úrbætur eða breytingar á leiðarkerfinu.
Umræður ungmennaráðs um leiðarkerfi almenningssamgangna í Mosfellsbæ.
Ungmennaráð fagnar þeim breytingum sem hafa orðið til að bæta almenningssamgöngur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur.
Ungmennaráð vill þó benda á að æskilegt væri að bæta almenningssamgöngur innanbæjar milli hverfa í Mosfellsbæ. Sérstaklega þarf að bæta almenningssamgöngur við Ásland og Leirvogstungu, annað hvort með sérstökum innanbæjarvagni eða með breytingum á leiðarkerfi þeirra vagna sem þjónusta Mosfellsbæ.
Ungmennaráð sendir tillögur sínar til skipulagsnefndar til upplýsinga og úrvinnslu.