6. febrúar 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stækkun Leirvogstunguskóla201401191
Niðurstaða verðkönnunar vegna flutnings á lausum stofum að Leirvogstungu lögð fyrir bæjarráð
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Fagverk ehf.
2. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2014201401243
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða sölu skuldabréfa í skuldabréfaflokknum MOS 13 1.
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að ganga frá útgáfu og sölu úr skuldabréfaflokknum "MOS 13 1" fyrir allt að 500 mkr að nafnverði.
3. Erindi Þroskahjálpar varðandi snjóbræðslu að Þverholti 19201401593
Erindi Þroskahjálpar varðandi snjóbræðslu að Þverholti 19, en núverandi snjóbræðsla gagnast ekki sem skildi eftir að aðkomu að húsinu var breytt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
4. Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015201401608
Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015 og í því sambandi er óskað eftir tillögum sveitarfélagsins ef einhverjar eru.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
5. Framkvæmdir 2013-2014201401635
Um er að ræða kynningu á helstu framkvæmdum á vegum Mosfellsbæjar 2013-2014. Framkvæmdastjóri umhverfissviðs mætir á fundinn.
Jóhanna B. Hansen fór yfir helstu framkvæmdir 2013-2014, útskýrði og svaraði spurningum fundarmanna.
6. Erindi Fannars Pálssonar varðandi skráningu lögheimilis að Grund við Lerkibyggð201402026
Erindi Fannars Pálssonar varðandi skráningu lögheimilis fjölskyldu sinnar að Grund við Lerkibyggð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar.
7. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna battavallar við skólalóð201401629
Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna battavallar við skólalóð þar sem m.a. er óskar eftir hita í battavöllin o.fl.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.