19. desember 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga201310270
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist. Fram er lagt svarbréf Velferðarráðuneytisins.
Svarbréf Velferðarráðuneytisins lagt fram.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur miklar áhyggjur af stöðu mála varðandi sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu sem skv. lögum er verkefni ríkisins. Jafnframt lýsir bæjarráð yfir miklum vonbrigðum með afstöðu ríkisins hvað varðar samning við SHS um verkefnið. Með þessari afstöðu er ríkið að stefna öryggi íbúa svæðisins í hættu, ásamt því að stefna atvinnuöryggi fjölda starfsmanna í tvísýnu.
2. Erindi Lögmanna Lækjargötu varðandi Tré-búkka ehf.201311045
Erindi Lögmanna Lækjargötu varðandi Tré-búkka ehf. þar sem lýst er yfir ógildi á samkomulagi milli félagsins og Mosfellsbæjar. Hjálagt til upplýsinga úrskurður þinglýsingarstjóra.
Erindið lagt fram.
3. Erindi EFS varðandi endurskoðun ársreikninga sveitarfélaga201311287
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga kynnir sveitarstjórnum bréf sem nefndin sendi endurskoðendum sveitarfélaga um áhersluatriði vegna endurskoðunar ársreikninga sveitarfélaga.
Erindið lagt fram.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um húsaleigubætur201312076
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um húsaleigubætur.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar201312077
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.
Erindið lagt fram.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar varðandi plastpokanotkun201312078
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar varðandi könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun.
Erindið lagt fram. Jafnframt hvetur bæjarráð til þess að dregið verði úr notkun einnota plastpoka.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs201312079
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
9. Erindi lögreglustjóra, umsagnarbeiðni varðandi Áramótabrenna201312216
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki athugasemdir við umsókn um áramótabrennu.
10. Erindi Lögreglustjóra,umsagnarbeiðni varðandi Þrettándabrenna201312217
Samþykkt með tveimur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki athugasemdir við umsókn um þrettándabrennu.