Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. desember 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð­andi verklok þjón­ustu vegna sjúkra­flutn­inga201310270

    Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist. Fram er lagt svarbréf Velferðarráðuneytisins.

    Svar­bréf Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins lagt fram.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af stöðu mála varð­andi sjúkra­flutn­inga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem skv. lög­um er verk­efni rík­is­ins. Jafn­framt lýs­ir bæj­ar­ráð yfir mikl­um von­brigð­um með af­stöðu rík­is­ins hvað varð­ar samn­ing við SHS um verk­efn­ið. Með þess­ari af­stöðu er rík­ið að stefna ör­yggi íbúa svæð­is­ins í hættu, ásamt því að stefna at­vinnu­ör­yggi fjölda starfs­manna í tví­sýnu.

    • 2. Er­indi Lög­manna Lækj­ar­götu varð­andi Tré-búkka ehf.201311045

      Erindi Lögmanna Lækjargötu varðandi Tré-búkka ehf. þar sem lýst er yfir ógildi á samkomulagi milli félagsins og Mosfellsbæjar. Hjálagt til upplýsinga úrskurður þinglýsingarstjóra.

      Er­ind­ið lagt fram.

      • 3. Er­indi EFS varð­andi end­ur­skoð­un árs­reikn­inga sveit­ar­fé­laga201311287

        Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga kynnir sveitarstjórnum bréf sem nefndin sendi endurskoðendum sveitarfélaga um áhersluatriði vegna endurskoðunar ársreikninga sveitarfélaga.

        Er­ind­ið lagt fram.

        • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um barna­vernd­ar­lög201311269

          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum með síðari breytingum. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda fram­lagða um­sögn til Al­þing­is.

          • 5. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp um húsa­leigu­bæt­ur201312076

            Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um húsaleigubætur.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

            • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um seink­un klukk­unn­ar201312077

              Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.

              Er­ind­ið lagt fram.

              • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar varð­andi plast­poka­notk­un201312078

                Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar varðandi könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun.

                Er­ind­ið lagt fram. Jafn­framt hvet­ur bæj­ar­ráð til þess að dreg­ið verði úr notk­un einnota plast­poka.

                • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um með­höndl­un úr­gangs201312079

                  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

                  • 9. Er­indi lög­reglu­stjóra, um­sagn­ar­beiðni varð­andi Ára­móta­brenna201312216

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri ekki at­huga­semd­ir við um­sókn um ára­móta­brennu.

                    • 10. Er­indi Lög­reglu­stjóra,um­sagn­ar­beiðni varð­andi Þrett­ánda­brenna201312217

                      Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri ekki at­huga­semd­ir við um­sókn um þrett­ánda­brennu.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30