Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. janúar 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ný­bygg­ing við íþróttamið­stöð­ina að Varmá201202172

    Fyrir liggur niðurstaða útboðs í fimleikabúnað fyrir húsið.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda PE-Redska­ber AS.

    • 2. Er­indi Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð­andi verklok þjón­ustu vegna sjúkra­flutn­inga201310270

      Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.

      Er­ind­ið lagt fram.

      • 3. Er­indi Guðnýj­ar Hall­dórs­dótt­ur og Guðnýj­ar Dóru Gests­dótt­ur varð­andi dreif­ingu á úr­gangi úr minka­búi201311038

        Umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis við erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi í Helgadal. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að svara bréf­rit­ur­um á grund­velli um­sagn­ar Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is.

        • 4. Er­indi Torfa Magnús­son­ar varð­andi gatna­gerð­ar­gjöld201311140

          Erindi Torfa Magnússonar dags. 3. desember varðandi gatnagerðargjald af fyrirhugaðri byggingu.

          Um­ræða um mál­ið, af­greiðslu frestað.

          • 5. Reykja­hvoll - gatna­gerð201312026

            Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað eftir opnun útboðs á gatnagerð Reykjahvols.

            Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.

            Af­greiðslu frestað.

            • 6. Er­indi At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­is varð­andi gjald­skrár­breyt­ing­ar veitu­mála201401439

              Erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis varðandi gjaldskrárbreytingar veitumála þar sem þeim tilmælum er beint til veitufyrirtækja að stilla gjaldskrárhækkunum í hóf.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skoð­un­ar hjá bæj­ar­stjóra.

              • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til breyt­inga á lög­um um út­lend­inga201401473

                Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum nr. 96/2002, um útlendinga,með síðari breytingum (EES-reglur, innleiðing,kærunefnd, hælismál).

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30