31. október 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna vegna skiptingu stíga í svæði gangandi og hjólandi201310250
Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna vegna skiptingu stíga í svæði gangandi og hjólandi þar sem hvatt er til þess að stígum sé ekki skipt heldur notast við hefðbundna hægrireglu á stígum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
2. Erindi Jónasar Sigurðssonar bæjarráðsmanns varðandi eflingu leigumarkaðar íbúðarhúsnæðis í Mosfellsbæ201310254
Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir erindiu á dagskrá bæjarráðsfundar með ósk um að bæjarráð skoði með hvaða hætti bærinn gæti stuðlað að eflingu leigumarkaðs fyrir íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til almennrar skoðunar.
3. Reglur Mosfellsbæjar um veitingu launalausra leyfa201310264
Mannauðsstjóri leggur fram drög að reglum Mosfellsbæjar um veitingu launalausra leyfa til lengri og skemmri tíma.
Samþykktar með þremur atkvæðum framlagðar reglur um veitingu launalausra leyfa. Mannauðsstjóra verði falið að skoða regluverk varðandi veitingu launaðra leyfa.
4. Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga201310270
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.
Bæjarráð Mosfellsbæjar harmar þá stöðu sem málefni sjúkraflutninga eru komið í á höfuðborgarsvæðinu. Samningur milli SHS og ríkisins hefur legið fyrir síðan í febrúar en ekki verið undirritaðir af hálfu ríkisins. Mikilvægt er að niðurstaða fáist í málið strax sem tryggir öryggi íbúa á svæðinu.
5. Erindi frá EFS varðandi fjármál sveitarfélaga201310352
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga kynnir fjárhagsleg viðmið og óskar eftir upplýsingum um fjármálastjórn og eftirliti.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að svara erindinu.
6. Erindi Önnu Gretu varðandi hugmynd um sjálfstæðan leik- og grunnskóla201310365
Erindi Önnu Gretu varðandi hugmynd að rekstri sjálfstæðs leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísar erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.