Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. október 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Lands­sam­taka hjól­reiða­manna vegna skipt­ingu stíga í svæði gang­andi og hjólandi201310250

    Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna vegna skiptingu stíga í svæði gangandi og hjólandi þar sem hvatt er til þess að stígum sé ekki skipt heldur notast við hefðbundna hægrireglu á stígum.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

    • 2. Er­indi Jóna­s­ar Sig­urðs­son­ar bæj­ar­ráðs­manns varð­andi efl­ingu leigu­mark­að­ar íbúð­ar­hús­næð­is í Mos­fells­bæ201310254

      Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir erindiu á dagskrá bæjarráðsfundar með ósk um að bæjarráð skoði með hvaða hætti bærinn gæti stuðlað að eflingu leigumarkaðs fyrir íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra til al­mennr­ar skoð­un­ar.

      • 3. Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um veit­ingu launa­lausra leyfa201310264

        Mannauðsstjóri leggur fram drög að reglum Mosfellsbæjar um veitingu launalausra leyfa til lengri og skemmri tíma.

        Sam­þykkt­ar með þrem­ur at­kvæð­um fram­lagð­ar regl­ur um veit­ingu launa­lausra leyfa. Mannauðs­stjóra verði fal­ið að skoða reglu­verk varð­andi veit­ingu laun­aðra leyfa.

        • 4. Er­indi Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð­andi verklok þjón­ustu vegna sjúkra­flutn­inga201310270

          Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar harm­ar þá stöðu sem mál­efni sjúkra­flutn­inga eru kom­ið í á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Samn­ing­ur milli SHS og rík­is­ins hef­ur leg­ið fyr­ir síð­an í fe­brú­ar en ekki ver­ið und­ir­rit­að­ir af hálfu rík­is­ins. Mik­il­vægt er að nið­ur­staða fá­ist í mál­ið strax sem trygg­ir ör­yggi íbúa á svæð­inu.

          • 5. Er­indi frá EFS varð­andi fjár­mál sveit­ar­fé­laga201310352

            Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga kynnir fjárhagsleg viðmið og óskar eftir upplýsingum um fjármálastjórn og eftirliti.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fjár­mála­stjóra að svara er­ind­inu.

            • 6. Er­indi Önnu Gretu varð­andi hug­mynd um sjálf­stæð­an leik- og grunn­skóla201310365

              Erindi Önnu Gretu varðandi hugmynd að rekstri sjálfstæðs leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vís­ar er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs til um­sagn­ar.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30