26. júní 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Sigurður L Einarsson aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tjaldstæði 2012201203081
Upplýsingar um gang mála lagðar fram. Tjaldstæðið gengur vel og eftirspurn mun meiri en gert var ráð fyrir.
2. Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins - starfsár 2012-13201205031
Kynning frá fulltrúa Mosfellsbæjar sem mætti á fundinn.
Fulltrúi bæjarins, Haraldur Haraldsson varformaður þróunar- og ferðamálanefndar, gerði grein fyrir aðalfundi ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins og fundum með Ferðamálastofu.
3. Kynningarbæklingur um ferðaþjónustu í Mosfellsbæ árið 2012201201219
Bæklingurinn kynntur.
Nýr kynningarbæklingur lagður fram.
4. Samningur um Upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ201203009
Á 22. fundi þróunar- og ferðamálanefndar var framkvæmdastjóra menningarsviðs falið að gera samning um rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Mosfellsbæ. Drög að samningi lögð fram.
Samningur um Upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ við Hótel Laxness lagður fram.
Þróunar- og ferðamálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðan samning.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Bókun S-lista Samfylkingar.
Ef það er talið heppilegra að rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Mosfellsbæ sé falinn einkaaðilum, í stað þess að bærinn sjái sjálfur um rekstur slíkrar stöðvar, tel ég að eðlilegt sé að slíkur rekstur yrði boðin út. Með því væri gætt jafnræðis s.s. meðal aðila í ferðaþjónustu sem gætu þá boðið í verkefnið hver og einn eða fleiri saman.
Bókun V- og D-lista.
Samkvæmt fundargerð 22. fundar þróunar- og ferðamálanefndar var lagt til af nefndinni án athugasemda að fela framkvæmdastjóra menningarsviðs að gera framlagðan samning. Lýsum við undrun á framangreindum viðsnúningi sem fram kemur í bókun S-lista Samfylkingarinnar.
Bókun S-lista Samfylkingar.
Þó ekki hafi verið gerð sérstök athugasemd við samþykkt nefndarinn á síðasta fundi varðandi gerð draga að samningi við Hótel Laxnes mótmælir fulltrúi S-lista að um viðsnúning sé að ræða.6. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar201203083
Staða mála.
Staða mála kynnt.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
5. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012201202171
Drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2012 send frá umhverfisnefnd til þróunar- og ferðamálanefndar til umsagnar
Verkefnalistinn ST21 lagður fram.
Umsögn send umhverfisnefnd.