Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. júní 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Haraldur Haraldsson varaformaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður L Einarsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Tjald­stæði 2012201203081

    Upp­lýs­ing­ar um gang mála lagð­ar fram. Tjald­stæð­ið geng­ur vel og eft­ir­spurn mun meiri en gert var ráð fyr­ir.

    • 2. Ferða­mála­sam­tök höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins - starfs­ár 2012-13201205031

      Kynning frá fulltrúa Mosfellsbæjar sem mætti á fundinn.

      Full­trúi bæj­ar­ins, Har­ald­ur Har­alds­son var­formað­ur þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­ar, gerði grein fyr­ir að­al­fundi ferða­mála­sam­taka höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og fund­um með Ferða­mála­stofu.

      • 3. Kynn­ing­ar­bæk­ling­ur um ferða­þjón­ustu í Mos­fells­bæ árið 2012201201219

        Bæklingurinn kynntur.

        Nýr kynn­ing­ar­bæk­ling­ur lagð­ur fram.

        • 4. Samn­ing­ur um Upp­lýs­inga­mið­stöð ferða­mála í Mos­fells­bæ201203009

          Á 22. fundi þróunar- og ferðamálanefndar var framkvæmdastjóra menningarsviðs falið að gera samning um rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Mosfellsbæ. Drög að samningi lögð fram.

          Samn­ing­ur um Upp­lýs­inga­mið­stöð ferða­mála í Mos­fells­bæ við Hót­el Lax­ness lagð­ur fram.

          Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja fram­lagð­an samn­ing.

          Sam­þykkt með 4 at­kvæð­um.

          Bók­un S-lista Sam­fylk­ing­ar.

          Ef það er tal­ið heppi­legra að rekst­ur upp­lýs­inga­mið­stöðv­ar fyr­ir ferða­menn í Mos­fells­bæ sé fal­inn einka­að­il­um, í stað þess að bær­inn sjái sjálf­ur um rekst­ur slíkr­ar stöðv­ar, tel ég að eðli­legt sé að slík­ur rekst­ur yrði boð­in út. Með því væri gætt jafn­ræð­is s.s. með­al að­ila í ferða­þjón­ustu sem gætu þá boð­ið í verk­efn­ið hver og einn eða fleiri sam­an.

          Bók­un V- og D-lista.

          Sam­kvæmt fund­ar­gerð 22. fund­ar þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­ar var lagt til af nefnd­inni án at­huga­semda að fela fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs að gera fram­lagð­an samn­ing. Lýs­um við undr­un á fram­an­greind­um við­snún­ingi sem fram kem­ur í bók­un S-lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

          Bók­un S-lista Sam­fylk­ing­ar.
          Þó ekki hafi ver­ið gerð sér­stök at­huga­semd við sam­þykkt nefnd­ar­inn á síð­asta fundi varð­andi gerð draga að samn­ingi við Hót­el Lax­nes mót­mæl­ir full­trúi S-lista að um við­snún­ing sé að ræða.

          • 6. Þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar201203083

            Staða mála.

            Staða mála kynnt.

            Almenn erindi - umsagnir og vísanir

            • 5. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ 2012201202171

              Drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2012 send frá umhverfisnefnd til þróunar- og ferðamálanefndar til umsagnar

              Verk­efna­list­inn ST21 lagð­ur fram.

              Um­sögn send um­hverf­is­nefnd.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00