Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. mars 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Haraldur Haraldsson varaformaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður L Einarsson aðalmaður
  • Sigurbjörn Svavarsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Tjald­stæði 2012201203081

    Gerð verður grein fyrir verkefnum og framkvæmdum fyrir sumarið.

    Á fund­inn mætti Tóm­as Guð­berg­ur Gíslason um­hverf­is­stjóri og kynnti stöðu mála varð­andi frá­g­ang tjald­stæð­is.  Gert er ráð fyr­ir að búið verði að koma fyr­ir nýrri sal­ern­is­að­stöðu fyr­ir maílok, og það verði því til­bú­ið fyr­ir lands­mót 50 ára og eldri sem hald­ið verð­ur í Mos­fells­bæ í byrj­un júní.

    • 2. Kynn­ing­ar­bæk­ling­ur um ferða­þjón­ustu í Mos­fells­bæ árið 2012201201219

      Upplýsingar um stöðu mála

      Kynnt staða mála varð­andi gerð kynn­ing­ar­bæk­lings.

      • 3. Kynn­ing­ar­ráð­stefna um ferða­þjón­ustu á Ís­landi - þátttaka Mos­fells­bæj­ar - styrk­umsókn201203075

        Er­indi um styrk lagt fram.  Lagt er til að styrkja verk­efn­ið um 150.000,-  enda rúm­ast sú upp­hæð inn­an fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar.

         

        Sam­þykkt með 4 at­kvæð­um.

        • 4. Ósk um skrif­leg­an samn­ing vegna Upp­lýs­inga­mið­stöðv­ar Mos­fells­bæj­ar201203009

          Nefnd­in fel­ur fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs að gera samn­ing við Upp­lýs­inga­mið­stöð­ina og leggja hann síð­an fyr­ir nefnd­ina.

          • 5. Þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar201203083

            Lögð fram drög að regl­um um þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar.  Nefnd­in legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja regl­urn­ar.  Jafn­framt er lagt til að við­ur­kenn­ing­ar­ferl­ið verði aug­lýst í maí og opn­að fyr­ir um­sókn­ir í sept­em­ber.  Um­sókn­ar­frest­ur er til 1. októ­ber og um­sókn­ir metn­ar í októ­ber.  Til­nefn­ing­ar sem fá við­ur­kenn­ingu verði kynnt­ar í lok októ­ber.  Í regl­un­um kem­ur fram að veitt­ar verði við­ur­kenn­ing­ar í þrem­ur flokk­um.  Lagt er til að veitt verði pen­inga­verð­laun fyr­ir þær hug­mynd­ir sem lenda í fyrsta sæti allt að 300.000 í hverj­um flokki, enda rúm­ast sú upp­hæð inn­an fjár­hags­áætl­un­ar.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00