19. mars 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Sigurður L Einarsson aðalmaður
- Sigurbjörn Svavarsson aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tjaldstæði 2012201203081
Gerð verður grein fyrir verkefnum og framkvæmdum fyrir sumarið.
Á fundinn mætti Tómas Guðbergur Gíslason umhverfisstjóri og kynnti stöðu mála varðandi frágang tjaldstæðis. Gert er ráð fyrir að búið verði að koma fyrir nýrri salernisaðstöðu fyrir maílok, og það verði því tilbúið fyrir landsmót 50 ára og eldri sem haldið verður í Mosfellsbæ í byrjun júní.
2. Kynningarbæklingur um ferðaþjónustu í Mosfellsbæ árið 2012201201219
Upplýsingar um stöðu mála
Kynnt staða mála varðandi gerð kynningarbæklings.
3. Kynningarráðstefna um ferðaþjónustu á Íslandi - þátttaka Mosfellsbæjar - styrkumsókn201203075
Erindi um styrk lagt fram. Lagt er til að styrkja verkefnið um 150.000,- enda rúmast sú upphæð innan fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
4. Ósk um skriflegan samning vegna Upplýsingamiðstöðvar Mosfellsbæjar201203009
Nefndin felur framkvæmdastjóra menningarsviðs að gera samning við Upplýsingamiðstöðina og leggja hann síðan fyrir nefndina.
5. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar201203083
Lögð fram drög að reglum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar. Jafnframt er lagt til að viðurkenningarferlið verði auglýst í maí og opnað fyrir umsóknir í september. Umsóknarfrestur er til 1. október og umsóknir metnar í október. Tilnefningar sem fá viðurkenningu verði kynntar í lok október. Í reglunum kemur fram að veittar verði viðurkenningar í þremur flokkum. Lagt er til að veitt verði peningaverðlaun fyrir þær hugmyndir sem lenda í fyrsta sæti allt að 300.000 í hverjum flokki, enda rúmast sú upphæð innan fjárhagsáætlunar.