5. mars 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Sigurður L Einarsson aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) vara áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og kynningamála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samningur um markaðssamstarf, viðburði og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu200505230
Skýrsla Höfuðborgarstofu fyrir árið 2012, um samstarf á grundvelli samnings frá árinu 2005, lögð fram.
Skýrsla Höfuðborgarstofu fyrir árið 2012, um samstarf á grundvelli samnings frá árinu 2005, lögð fram. Umfjöllun um markaðsstarf Mosfellsbæjar varðandi ferðamál. Samþykkt að endurskoða heimasíðu bæjarins með tilliti til kynningar á bænum fyrir gesti, erlenda og innlenda. Einnig lögð áhersla að sú endurskoðun skili sér í samstarfi við höfuðborgarstofu með betri tengingu á www.visitreykjavik.is Skoða myndefni sérstaklega.
2. Samningur um Upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ201203009
Endurnýjun samnings um upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ til umfjöllunar
Endurnýjun samnings um upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ til umfjöllunar. Forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála falið að hafa samband við rekstraraðila upplýsingamiðstöðvar og athuga hvernig hefur gengið að framfylgja samningnum og upplýsa nefndina.
3. Stefnumótun í menningarmálum200603117
Menningarmálastefna Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar. Sérstaklega farið yfir þá þætti stefnunnar sem snertir ferðaþjónustu.
Menningarmálastefna Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar. Sérstaklega farið yfir þá þætti stefnunnar sem snertir ferðaþjónustu.