Mál númer 2010081792
- 17. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #546
Erindið tekið á dagskrá að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar og var því frestað á 1003. fundi bæjarráðs. Engin gögn voru framlögð.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HS, HSv, JS og KT.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Íbúahreyfingin bar upp þetta mál undir heitinu "Tillaga um að kanna kostnað við borun á neysluvatni" en meirihluti lagði til að titlinum yrði breytt í "Skoðun á möguleikum Mosfellsbæjar í orkumálum". Íbúahreyfingin bendir á nauðsyn gagnsæis í stjórnsýslu Mosfellsbæjar og að hluti af því sé að veita bæjarbúum eins góðar upplýsingar og kostur. Titilbreyting þessa máls er ekki þess eðlis, enda ekki með nokkru móti hægt að ráða í umræðuefnið af titlinum.<BR>Mosfellsbær kaupir neysluvatn af OR fyrir 35 milljónir á ári, Íbúahreyfingunni er umhugað um að nýta það vatn sem til er í bænum og er ekki nýtt.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason<BR>Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa Herdísar Sigurjónsdóttur.</DIV><DIV><BR>Formaður bæjarráðs undrast bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar þar sem látið er líta út fyrir að meirihlutinn hafi neytt Íbúahreyfinguna til að breyta yfirskrift máls sem er alrangt. <BR>Hið rétta er að fyrir 1004. bæjarráðsfund var haldinn fundur áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar, formanns bæjarráðs og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Á þeim fundi var m.a. rætt að erindið sem fulltrúi Íbúahreyfingarinnar hafði óskað eftir að sett yrði á dagskrá færi undir málið "Skoðun á möguleikum Mosfellsbæjar í orkumálum", enda málið þegar í sérstakri skoðun hjá bæjarráði. Þetta varð sameiginleg niðurstaða allra fundarmanna og er þessi bókun því sérkennileg í því ljósi að sá fulltrúi Íbúahreyfingarinnar sem nú bókar sat fundinn. <BR>Þess ber jafnframt að geta að ekki barst tillaga á bæjarstjórnarfundinn nr. 546 um að heiti málsins yrði breytt.</DIV><DIV> <BR>Herdís Sigurjónsdóttir formaður bæjarráðs.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV><DIV>Erindið lagt fram á 546. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 17. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #546
<DIV><DIV>Frestað á 546. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 11. nóvember 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1004
Erindið tekið á dagskrá að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar og var því frestað á 1003. fundi bæjarráðs. Engin gögn voru framlögð.
Til máls tóku: JJB, HS, HSv, ÓG og JS.
Umræður fóru fram um málið og útskýrði bæjarstjóri stöðu þess.
- 4. nóvember 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1003
Frestað.
- 20. október 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #544
Áður á dagskrá 992. fundar þar sem bæjarstjóra var falið að taka saman gögn um málið. Minnisblað verður lagt á fundargátt eftir helgina.
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 544. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 13. október 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #997
Áður á dagskrá 992. fundar þar sem bæjarstjóra var falið að taka saman gögn um málið. Minnisblað verður lagt á fundargátt eftir helgina.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætti Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Umræður fóru fram um stöðu og horfur í orkumálum Mosfellsbæjar þ.e. varðandi heitt og kalt vatn og fráveitumál.
Til máls tóku: HSv, JBH, SÓJ, JS, JJB, HS, BH og KT.
- 22. september 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #542
Áður á dagskrá 992. fundar bæjarráðs og þá frestað.
<DIV>Til máls tóku: JJB og HS.</DIV><DIV>Afgreiðsla 993. fundar bæjarráðs samþykkt á 542. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 9. september 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #993
Áður á dagskrá 992. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tóku: HSv, JJB, HSv, JS og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela <SPAN style="FONT-SIZE: 12pt; LINE-HEIGHT: 115%; mso-ansi-language: IS"><FONT face=Calibri>bæjarstjóra að taka saman gögn, s.s. samninga og annað sem snertir orkumál í Mosfellsbæ. Þegar þessi gögn hafa borist taki bæjarráð afstöðu til þeirra og ákveði framhald málsins.<?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></FONT></SPAN>
- 8. september 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #541
Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnason óskar eftir dagskrárliðnum og mun gera grein fyrir honum á fundinum.
<P>Frestað á 541. fundi bæjarstjórnar.</P>
- 2. september 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #992
Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnason óskar eftir dagskrárliðnum og mun gera grein fyrir honum á fundinum.
Frestað.