2. september 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Þórður Björn Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Staðgreiðsluskil 2010201005024
Áður á dagskrá 990 og 991. funda bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tóku: HS og HSv.
Staðgreiðsluskilin lögð fram.
2. Rekstraryfirlit janúar-júní 20102010081420
Áður á dagskrá 991. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tóku: HS, HSv, JJB, JS og JBH.
Rekstraryfirlit janúar - júní 2010 lagt fram.
3. Erindi Lárusar Björnssonar varðandi lóðina Litlikriki 372010081419
Til máls tóku: HS, HSv, JS og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að koma með tillögu varðandi málið.
4. Erindi Jóns Gunnars Zoega hrl. fyrir hönd meðeigenda Mosfellsbæjar að Laxnesi I201002280
Varðandi þetta erindi mætir á fundinn KL. 07:45 Þórunn Guðmundsdóttir hrl. og gerir grein fyrir álitin sínu varðandi málefni Laxness I. Álitið verður komið á fundargáttina í fyrramálið.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætti Þórunn Guðmundsdóttir hrl. lögmaður Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: HS, HSv, ÞG, JS, SÓJ, JBH, BH, KT og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarlögmanni að boða fund allra sameigenda jarðarinnar.
5. Breyting á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar201008523
Áður á dagskrá 991. fundar bæjarráðs og þá frestað. Minnisblað bæjarstjóra varðandi málið er hjálagt.
Til máls tóku: HS, HSv, JS, JJB, BH og JBH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta að svo stöddu fyrirhugaðri breytingu á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar.
Vegna boðaðra hækkana Orkuveitu Reykjavíkur á gjaldskrám þann 1. október næstkomandi vill bæjarráð Mosfellsbæjar af því tilefni lýsa því yfir að ekki geti talist sanngjarnt að velta erfiðri fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur yfir á heimili, sveitarfélög og fyrirtæki með þeim hætti sem nú er gert. Þau sveitarfélög sem ekki eru hluti af eigendahópi Orkuveitunnar bera ekki ábyrgð á óhagstæðum fjármögnunarsamningum og hafa ekki þegið arðgreiðslur til þess að greiða niður samfélagsleg verkefni.
Skemmst er að minnast yfirlýsingar fyrrverandi stjórnarformanns OR þegar arðgreiðslur yfirstandandi árs voru rökstuddar: ,,Arðgreiðslur OR renna til samfélagslegra verkefna á vegum eigendanna og gera sveitarfélögunum kleift að halda aftur af gjaldskrárhækkunum á sinni margþættu þjónustu.´´
Bæjarráð Mosfellsbæjar beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnar OR að þessi gríðarlega hækkun verði endurskoðuð og leitað verði annarra leiða til að bregðast við fjárhagsvanda Orkuveitu Reykjavíkur.
6. Greiðslur til áheyrnarfulltrúa2010081486
Áður á dagskrá 991. fundar bæjarráðs og þá frestað. Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnason mun hafa framsögu um erindið.
Til máls tóku: JJB, HS, JS, BH, HSv og KT.
Tillaga Jóns Jósefs Bjarnasonar um að áheyrnarfulltrúar fái greiðslur fyrir setu á nenfdarfundum borin upp.
Tillagan felld með tveimur atkvæðum geng einu atkvæði.
7. Erindi vegna samnings Eldingar við Mosfellsbæ201005152
Áður á dagskrá 981. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar frakvæmdastjóra fræðslusvið og er umsögnin hjálögð.
Frestað.
8. Gjaldskrá Listaskóla 2010-112010081745
Frestað.
9. Tillaga um sérstaka nefnd sem falið verður að skoða möguleika Mosfellsbæjar í orkumálum2010081792
Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnason óskar eftir dagskrárliðnum og mun gera grein fyrir honum á fundinum.
Frestað.
10. Varðandi Meyjarhvamm í landi Elliðakots2010081797
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Frestað.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>